Sagnir - 01.06.1997, Side 89

Sagnir - 01.06.1997, Side 89
Gunnar Karlsson DELERIUM BUBONIS Rannsóknarfræðileg umræða um kýlapestarkenninguna Það er svo langt frá að ég sé sérfræðingur í heilbrigðis- eða sjúkdómasögu að mér finnst ég verða að gera grein fyrir mér hér á meðal fruntmælenda. Upphaf þess máls er það að ég hef verið að grípa í það undanfarandi ár að skrifa fræðilegt yfir- litsrit um íslenska miðaldasögu. Þar rakst ég á vandamál sem átti eftir að leiða mig hingað. I grein sinni um pláguna rniklu 1402-04 segir Þorkell Jóhannesson frá heimildum um landauðn sem beinlínis kalla á útreikninga á mannfalli, án þess að Þorkell noti þær þannig. Þegar ég skrif- aði um pestina í námsbókina Samband við miðaldir, sem kom út 1989, þá leysti ég þennan vanda á fremur einfaldan hátt sem hentaði í námsbók, nteð því að birta og segja frá hluta af heimildunum og setja fyrir þ verkefni að reikna mannfall út frá þeim. En þegar kom að þessu efni í bók sem átti að standast allar venjulegar fræði- legar kröfur, þá var auðvitað ekki hægt að taka Þorkel góðan og gildan, og innan ramma yfirlitsrits var ekki heldur hægt að hafna honum og koma með annað svar við spurningunni. Þetta krafðist greinar sem væri hægt að vísa til í yfirlitsritinu, svo ég lofaði Nýrri sögti grein um mann- fall í fyrri plágunni, hámarkslengd var tiu blaðsíður. Svo fór ég að vinna þessa grein, og þá Frakkinn Alexandrc Yersin rnrfyrstur til að fttma nakteríuna sem vcldur svartadauða í lok 19. aldar. kom i ljós að margt fleira var ósagt um pestirnar á Islandi. Eg þvældi mér svo langt inn í útreikninga á mannfalli og eyðingu byggðar að mér fannst ráðlegast að fá reikningsglöggan mann og tölfróðan eins og Helga Skúla Kjartansson í lið með mér. Svo reyndist flest sem hafði verið sagt um félags- og efnahagslegar afleiðingar plág- anna standast illa þegar maður fór að hugsa um efnið af þeirri barnslegu einlægni sem oft þarf að beita í sagnfræði. Flestir höfðu notað plágurnar til að skýra breytingar á samfélaginu, en var ekki sennilegra að mannfallið hefði einmitt gert óþarfar breyt- ingar sem vaxandi mannfjöldi i landinu hefði annars kallað á? Svo bættist það enn við, meðan við Helgi Skúli vorum að skrifa þessa grein, að ég komst á snoðir um doktorsritgerð eftir norska sagnfræð- inginn Ole Jorgen Benedictow frá 1992, Plague in the Late Medieval Nordic Countries. Þar reynd- ist ýmsu vera haldið fram sem ég hafði talið óþarft að safna gegn miklum rökum, svo sem eins og því að hér á landi hlytu að hafa verið rottur á miðöldum, pestin sannaði það. Þess vegna varð ég ofan á allt saman að fara að draga saman rök gegn tilvist rottunnar, og niðurstaðan varð ekki tíu blaðsíðna grein heldur sextíu og fjög- urra og birtist í Sögu árið 1994. Við þessa vinnu fór mig að gruna að saga pláganna á Islandi kynni að hafa al- þjóðlegt gildi í plágurannsóknum, vegna þess að hér væri óvenjulega augljóst að faraldurinn hefði komist um landið og drepið ekki minna en hvar annars staðar, án þess að hafa rottur til þess að ferðast með. Til að kanna þetta nánar tók ég hluta af rannsóknarleyfi mínu í London haustið 1995, og árangur þess er grein sem birtist i enska tímaritinu Journal of Medieval History í fyrra. Við þessa vinnu í London þóttist ég sjá enn eina forvitnilega hlið á þessu máli. Hún er eiginlega rannsóknarfræðileg, snýst um spurningar sem nú eru mikið á dagskrá og stundum eru orðaðar þannig að hve miklu leyti sé vit í vísindum. Það er þetta sem ég ætla einkum að tala um hérna til þess að forðast að fara nrikið of- an í það sem ég er búinn að gefa út á prenti. I staðinn kem ég dálítið inn á það sem ég sagði í málstofu í sagnfræði í Heimspekideild Háskólans í fyrravetur og bið þá afsökunar sem voru þar og muna eitthvað af því sem ég sagði. Pestin mikla í Asíu í kringum aldamótin 1900 Byijum á að ri§a upp hvenær og hvernig rnenn komust að þeirri niðurstöðu að svartidauði hefði smitast með rotturn og rottuflóm. Rétt fyrir aldamótin 1900 braust út mik- il drepsótt í Kína og Indlandi. Evrópu- menn tóku fyrst al- mennilega eftir hennií Hong Kong árið 1894 og fóru þá að senda þangað rannsóknarnefndir til að kanna málið. Svo breiddist pestin út til Indlands, kom upp í Bombay 1896 og gerði mikinn usla víða um Indland á næstu áratugum. Gerillinn, bakterían, sem olli þessum ósköpum fannst strax árið 1894 í líköm- um pestarsjúklinga, og hann fannst líka í dauðum rottum á pestarsvæðinu i Hong Kong. Samt tók mörg ár að komast að því hvernig pestin smitaðist. Fyrst voru nánast allir sannfærðir urn að hún smitaðist um meltingarveg, og var talið líklegast að rottur, flugur, kakkalakkar og önnur kvik- indi flyttu sýkilinn í mat nranna. Læknar fundu pestarbakteríuna jafnvel í hrís- grjónum í Kína, nokkuð sem nú er talið ólíklegt að geti verið rétt. A Indlandi var lagt meginkapp á að einangra pestarsjúkl- „Flestir höfðu notað plág- urnar til að skýra breytingar á samfélaginu, en var ekki sennilegra að mannfallið hefði einmitt gert óþarfar breytingar sem vaxandi mannfjöldi í landinu hefði annars kallað á?" SAGNIR 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.