Sagnir - 01.06.1997, Page 93

Sagnir - 01.06.1997, Page 93
Jón Ólafur ísberg' Svartidauði, sóttir og fólksfjöldi „Svo geingur þad til hier i heimenum, ad sumer hialpa erroribus á gáng, og adrer leitast sidan vid ad utrydia aptur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggiu nockud ad idia.“ Þessi orð Arna Magn- ússonar eru vel kunn og oft til þeirra vitnað og ljóst er að nokkrum erroribus hefur verið hjálpað á gang varðandi svartadauða sem æskilegt væri að útryðja. Eg ætla að staðhæfa að svartidauði hafi komið til Islands árið 1402 og mun því ekki ræða þann möguleika sem stundum hefur verið nefndur að um aðra sótt hafi verið að ræða. Þessari staðhæfingu fylgja þrjár fullyrðingar: Það voru rottur á Is- landi til að viðhalda og útbreiða pestina, mannfall var á bilinu 25—45% og þetta var fyrsta stóráfallið í íslenskri fólksfjöldasögu. Eg ætla ekki að íjalla um það hvort og hvenær rottur voru á Islandi - það kemur kannski til umræðu hér á eftir en vil að- eins benda á að ekki hefur verið vísinda- lega sannað að smit berist með öðrum hætti en með rottum og heimildafræðin um rottuleysið á Islandi tilheyrir þeirri aðferðafræði sem kennd er við Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn.' Ég ætla hins vegar áður en ég fjalla um aðalefnið, þ.e. sóttir og samfélag, að fara nokkrum orðum um heimildirnar. Heimildir Á 17. öld var farið að huga að söfnun og uppskriftum gamalla handrita og á fyrri hluta aldarinnar voru kunn ellefu annálahandrit og öll nema Nýi annáll og Gottskálksannáll enda í lok 14. aldar en sá fyrrnefndi spannar árin 1393-1430 og sá síðarnefndi frá fæðingu Krists til 1578. Þessir tveir annálar eru því helstu heimildirnar, auk fornbréfa, um 15. öldina. Þeir eru hins vegar alls ótengdir. Nýi annáll er nú varðveittur i nokkrum handritum, það elsta, AM 420 4to, frá síð- ari hluta 16. aldar. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um það hver hafi skrifað ann- álinn, hvar og hvenær. Ljóst er að annállinn byggðist á skrif- uðum gögnum frá Skálholti, sem til- heyrðu staðnum sjálfum og öðrum stofn- unum í biskups- dærninu, og spanna þann tíma sem ann- állinn fjallar um og þar eru einnig gögn úr Hólabiskupsdæmi eftir 1420 auk ým- issa skjala og minnis- greina. Ég tel líklegt að frumgerð Nýja annáls hafi verið gerð á vegum Björns Þorleifssonar eða ættmenna hans upp úr nriðri 15. öld. Þá hefur einungis verið um skýrslu eða minnisgreinar að ræða sem settar hafa verið saman af einhverj- um pólitískum og/eða hagrænum ástæð- um og sennilega náð allt fram að ritunar- ári. Onnur helsta heimildin um svarta- dauða er Gottskálksannáll sem var ritaður af séra Gottskálki Jónssyni í Glaumbæ á síðari hluta 16. aldar. Hann er afskrift af heimildafræðin um rottuleysið á íslandi tilheyr- ir þeirri aðferðafræði sem kennd er við Einbjörn, Tví- björn og Þríbjörn." Tengsl annála varðandi heimildir um svartadauða. 5. Annála harmonía 1. Gottskálksannáll 0-1578 • rituð um 1650 • ritaður upp úr miðri 16. öld • höfundur Jón Erlendsson í Villingaholti • höfundur Gottskálk Jónsson prestur í Glaumbæ • samansett úr Flateyjarannál, Lögmannsannál, Nýja annál og • ótengdur öðrum annálum Skálholtsannál hinum forna • fjallar lítið um pláguna • rifin í tætlur af Árna Magnússyni 1725 2. Lögmannsannáll 102-1392 6. Vatnsfjaröarannáll elsti, Lbs. 347 4to Skálholtsannáll hinn forni 140-1356 • ritaður á árunum 1642-1648 Flateyjarannáll 1150-1394 • höfundur Jón Arason I Vatnsfirði Nýi annáll 1393-1430 • að stofni afskrift Skarðsárannáls • viðbætur frá árunum eftir 1650 byggja á annálagreinunum tólf 3. Nýi annáll 1393-1430 • að stofni ritaður um eða eftir 1450 7. Annálagreinarnar tólf, AM 702 4to • líklega ritaður á vegum Björns Þorleifssonar hirðstjóra • ritaðar skömmu eftir 1650 • byggir á samtímaheimildum um pláguna • höfundur Jón Arason í Vatnsfiröi • sennilegar viöbætur frá síðari hluta 16. aldar • fjalla um árin 1395 til 1407 • byggja á Annála harmoníunni 4. Skarðsárannáll • ritaöur um 1640 8. Afskrift Sigurðar Jónssonar á Vatnsfjaröannál elsta, Lbs. 157 4to • höfundur Björn Jónsson á Skarösá • rituö um 1655 • byggir að mestu á Gottskálksannál • höfundur séra Sigurður Jónsson ritari Jóns Arasonar í Vatnsfirði • er fyrirmynd annarra annála frá 17. öld • afskrift af Vatnsfjarðarannál elsta að viðbættum annálagreinunum tólf SAGNIR 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.