Sagnir - 01.06.1997, Side 97

Sagnir - 01.06.1997, Side 97
tíðni sem stöfuðu annars vegar af sóttum og hins vegar af mjög misstórum árgöng- um. Sveiflurnar myndast af gagnverkan fæðingartíðni og aldursskiptingar. Upphaflega verður pest til að draga úr fæðingum um skeið en síðan Qölgar þeim á ný, oft töluvert mikið. Nokkru síðar fækkar fæðingum vegna þess að þeir ár- gangar sem þá eru frjóastir eru fámennir vegna pestarinnar. Þegar börn sem fædd- ust eftir fýrsta mannfellinn komast á fijó- semisaldur verður nýtt ris vegna þess hve þau eru mörg miðað við aðra árganga. Síðan koll af kolli en tíminn á milli risa fer eftir meðalævilengd, aldri við hjúskap og ýmsum öðrum samfélagslegum þátt- um.Vegna þess hve fæðingar hvers ár- gangs dreifast á mörg ár fletjast þessar sveiflur út í tímans rás nema ný sótt, stríð eða haliæri komi til og viðhaldi þeim. Sveiflurnar geta þó verið mjög mismun- andi þótt árgangarnir séu jafnstórir vegna ýmissa ytri aðstæðna. Ef sótt leggst eink- um á ijölmennan hóp á frjósemisaldri kemur það í veg fyrir að fólks^öidinn nái sér á strik að nýju fýrr en að lengri tíma liðnum. Niðursveiflan getur t.d. verið óvenju djúp ef skæð sótt herjar á fámenn- an árgang á frjósemisaldri og þá vantar kannski heiia árganga í fólksfjölda- pýramídann. Það skiptir verulegu máli hvaða aldurs- hópar verða helst fýrir barðinu á banvæn- um sóttum, t.d. smábörn, ungt fólk á hjónabandsaldri eða gamalt fólk, en það ræðst meðal annars af því hve langt er á milli faraldra. Tíminn á milli faraldra get- ur því haft áhrif á skaðsemi sóttarinnar. Ef sótt leggst einkum á ungt fólk á barn- eignaaldri getur það hamlað fjölgun í þijá til fjóra áratugi og ef slíkt gerist hvað eftir annað í tvær til fjórar aldir kemur það í veg fyrir almenna fólksfjölgun til lang- frama. ' Það eru mörg önnur atriði en sóttir sem hafa áhrif um það hvort fólki ijölgar eða fækkar og enginn einn þáttur er alls raðandi. Frjósemi í flestum fýrri alda sam- félögum var svipuð og hefur því ekki úr- slitaþýðingu varðandi fólksfjöldaþróun. Alnrennt séð er það dánartíðnin sem stjórnar fólksfjöldanum og há dánartíðni vitnar um hve mannskepnan hefur litla stjórn á umhverfi sínu og aðstæðum.32 Ynrsir umhverfis- og samfélagsþættir, t.d. harðindi, landþrengsli, hjúskaparaldur og uppeldi og næring, einkum ungbarna, hafa einnig verið taldir hafa veruleg áhrif, ef ekki úrslitaáhrif, á alla fólksfjöldaþró- un.“ I kjölfar plágunnar í Evrópu hefðu öll skilyrði átt að vera hagstæð til mikillar fólksfjölgunar og velmegunar samkvæmt venjubundnum skilgreiningum um tengsl umhverfis, fólksfjölda og afkomu. Svo varð ekki. Nægilegt var landrýmið, leiga og landskuld lækkaði, laun hækkuðu og það losnaði um þær félagslegu takmark- anir sem voru á fjölgunarmöguleikum lægri stétta. Þrátt fýrir þetta hækkaði gift- ingaraldur í stað þess að lækka. Hærri giftingaraldur getur leitt til minni fjölg- unar, þ.e. færri börn á hveija konu, vegna þess að skemmri tími líður frá giftingu til loka barnsburðaraldurs. Bent hefur ver- ið á þá skýringu að ungbarnadauði hafi aukist í kjölfar plágunnar vegna þess að konur hafi hætt að hafa börn á brjósti. Þetta á ekki við nein rök að styðjast, þó tengsl fæðu og afkomu séu ótvíræð er margt óljóst varðandi tengsl einstakra fæðutegunda og afkomu. Líklegt er að of mikið hafi verið gert úr vöntun á bijósta- mjólk sem aðalorsakavaldi ungbarnadauða og alls óvíst að ungbarnadauði hafi verið meiri eftir plágu en fyrir hana.35 Yrnsar samfélagslegar skýringar í tengslum við „ófijálst einlífi" og „félagslega ófijósemi“, skort á landrými eða veðurfarsskýringar duga ekki. Ljóst er að á ölluin tímum hef- ur fólk lagað sig að aðstæðum og um- hverfi hvort heldur varðar búskapar- eða hjúskaparhætti. Hallæri komu og fóru bæði hérlendis og erlendis og ólíklegt að mannfall af þeirra völdum hafi verið hlut- . ' 36 fallslega meira á Islandi en í Evrópu. Það sama er sennilega hægt að fullyrða um breytingar á mataræði almennings og næringu ungbarna og ekki verður séð að aukinn folksfjöldi verði eingöngu rakinn til betri fæðu. Helstu atriði sem talin eru einkenna samfélagið eftir svartadauða og hafa áhrif á fólksfjölgunina eru hár giftingaraldur, fjöldi ógiftra, fjöldi kvenna rniðað við fjölda karla, mikill ungbarnadauði, tak- markað framboð bújarða og hallæri af náttúrunnar eða manna völdum. Sam- félagið verður „eldra“ og endurnýjun hægari. Færri komast til fullorðinsára en áður en jaeir lifa lengur og kannski betur en áður. Þetta er algjör andstæða við „hið unga samfélag“ á hámiðöldum sem var „tími æsku frekar en elli“. Það er ekki fýrr en með hinni svo köll- uðu sóttkveikjusameiningu heimsins, þ.e. staðbundnir sjúkdómar breiðast út og banvænar sóttir verða máttlitlir barnasjúk- dómar, sem fólks^öldi fer vaxandi á ný til langframa á 18. og 19. öld/' Þetta er ein sterkasta röksemdin fýrir því að sóttir hafi verið helstu áhrifavaldar í fólksfjöldasög- unni. Svartidauðinn markaði upphaf að fólksfjöldakreppu í Evrópu um það eru allir fræðimenn sammála. Þeir sem hafa fjallað um þessi mál hér á landi eru það einnig, að Gunnari Karlssyni og Helga Skúla Kjartanssyni undanskyldum. Telja má líklegt að þróunin hafi verið svipuð á Islandi og í Evrópu. Svartidauði, pláguættaðir sjúkdómar, bólusótt, inflú- ensa og barnaveiki konru í veg fýrir mikla fólks^ölgun til langframa. Ýmsar samfél- agslegar ástæður sem og umhverfisað- Sóttvarnirfyrri tima, lœknir í pestarbúningi. stæður hafi þar hugsanlega einhver áhrif en ekki úrslitaþýðingu. Árin 1420 og 1421 getur Nýi annáll um sótt og síðara árið „deyði margt hraust fólk, fátt eldra en á þrítugsaldri og eigi yngra en 20 ára“, þ.e. frjósamasta fólkið, en óvíst er hversu skæð þessi sótt var eða hvers kyns. Sex ár- um síðar gekk annar faraldur af sótt eða sóttum en ekki er getið mannfalls.4' Árið 1431 og kannski einnig árið áður gekk einhvers konar bólusótt, líklegast um allt land, og var kölluð „bólan mikla“ í síðari tíma heimildum. Jón Steffensen hefur talið tíu bólusóttarfaraldra frá 1430 til 1707, og fimm fyrir þann tíma, en ekki hefur verið gerð nein rannsókn á því hversu miklu mannfalli þeir hafi valdið enda óhægt um vik sökum heimilda- skorts. Nú er ólíklegt að um bólusótt hafi ver- ið að ræða í öllum þessum tilfellum enda fór hún ekki að láta á sér kræla í Evrópu fýrr en seint á 15. öld og varð ekki veru- lega skæð fyrr en á 17. og 18. öld. ’ Heimildir um bólusótt í annálum eru varasamar og hæpið að álykta að annála- höfundar á öllum tímum hafi þekkt bólu- SAGNIR 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.