Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 103
ingu um það hversu rétt þessi orð bisk-
upsins voru hvað ungviðið áhrærir sem
óneitanlega var til lítillar uppbyggingar á
næstu árum.Við sjáum að 16 og 17 ára
aldurshóparnir hafa verið hlutfallslega
mjög fámennir árið 1801 en það voru
einmitt árgangar mannfellisáranna miklu
1784 og 1785. Hér hefur há dánartíðni
sennilega ráðið mestu en einnig getur lít—
il frjósemi á hung-
ursárunum hafa
valdið smæð þessara
árganga. Ef árin á
undan eru skoðuð
sérstaklega virðist
ljóst að fólk fætt
1779 og 1780 hafi
lifað móðuharðindin
vel af, þá 4—6 ára að
aldri.Ver gekk hins
vegar fyrir árgangana
fædda 1781—1783 að lifa harðindin, þá
1-3 ára að aldri. Afþessu má draga þá
ályktun að foreldrar hafi ekki svelt börn
sín umfram það sem gerðist með heimil-
isfólk, heldur hafi þau almennt fallið í
landsfarsóttunum miklu sem gengu á
hungursneyðarárunum. Þær má á að öll-
um líkindum rekja til tvenns; í fyrsta lagi
sækja sóttir hart á fólk sem illa er nært,
það er næstum því alnæmt eins og rakið
var hér að framan; í öðru lagi magnast
auðveldlega farsóttir við þessar aðstæður.
Mismunur á dánartíðni ungbarna miðað
við dánartíðni almennt í sýslum landsins i
nióðuharðindunum virðist benda til þess
að skæð ungbarnadrepsótt hafi þá geisað
unt Vesturland og vestanvert Norður-
land.'"
I töflu 6 sjáum við að endurheimtan
eftir móðuharðindin var miklu hraðari en
eftir stórubólu og sýnir þetta ljóslega hve
margir sem voru á „besta aldri“ lifðu
harðindin líkt og Hannes biskup rakti svo
skilmerkilega. Einnig er líklegt samkvæmt
töflu 5 að börn sem ekki voru lengur á
hendi hafi lifað harðindin. Því hefur ver-
ið hlutfallslega mikið um sæmilega hraust
fólk á fijósamasta og vinnusamasta skeiði
eftir að harðindunum lauk þótt óneitan-
lega hafi bólusóttin 1786 tekið hér
nokkurn toll.
Stórabóla og móðuharðindin:
Mannfjöldaíærdómar í kjölfar
svartadauða?
Getur hrun og endurheimtur mannfjölda
i stórubólu og móðuharðindum sagt okk-
Ur eitthvað um sömu tilbrigði i mannlíf-
lnu á tímum svartadauða á 15. öld og
fyrstu áratugi 16. aldar? Hér er átt við
pestirnar sem gengu yfir landið 1402 og
1495.
Efnisatriði málsins eru dregin saman í
töflu 7. Ljóst er að mannfjöldi getur náð
fyrri stærð á tiltölulega skömmum tíma ef
frjósemi er jafn sveigjanlegur þáttur og
hann sannarlega var á Islandi á 18. öld.
Engin ástæða er til að ætla að ástandið
hafi verið allt öðru
vísi í þessum efnum
á 15. öld. Þvert á
móti má gera ráð
fyrir því að á þeim
tíma hafi frjósemi
verið enn þá sveigj-
anlegri þáttur en á
18. öldinni því að á
15. öld var sannar-
legur gróskutími í
atvinnulífi Islend-
inga: Aldrei voru viðskiptakjör Islendinga
jafn góð í aldaraðir frá elstu miðöldum
fram á okkar tíma og einmitt þá. Jafn-
framt var mikil eftirspurn eftir helstu út-
flutningsvöru okkar, skreiðinni. Afkomu-
möguleikar okkar voru með öðrum orð-
um með besta mód.Tilgreint kaup ein-
staks verkafólks virðist þá almennt hafa
verið hærra en dæmi eru um frá öðrum
tímum fram að seinni hluta 19. aldar.
Astæða er til að ætla að ungt fólk hafi þá
fremur verið hvatt til giftinga og fólks-
fjölgunar en latt.
En einnig skiptir máli fyrir endur-
heimtur fólksfjöldans í kjölfar svartadauða
hvaða aldursflokkar hafi þá einkum ládst.
Þar sem allur þorri þeirra sem smitaðist
lést úr pestinni og enginn var ónæmur
fyrir henni, má færa fyrir því líkur að
mannamunur af völdum hennar hafi eng-
inn verið; allir sem smituðust hafi látist
jafnt án tillits til aldurs.
Því virðist vera skynsamlegt að álykta
sem svo að endurheimtur mannfjölda í
kjölfar svartadauða hafi verið skjótari en
eftir stórubólu en hægari en eftir móðu-
Tafla 6. Móöuharöindin
1783-1785 og fólksfjöldinn.
• Vitaö er hve margir féllu í
móöuharöindunum.
• Einnig aö mannfjölgun ár
hvert 1787-1801 var aö meö-
altali 1,5%.
Nánar tiltekið
1787-1791: 0,9%
1792-1796: 1,7%
1797-1801: 1,8%
harðindin. Því er reiknað í töflu 7 með
fólksfjölgun eftir svartadauða sem legið hafi
mitt á milli fólksfjölgunar eftir stórubólu
annars vegar og móðuharðinda hins vegar.
Smitunarleiðir bakteríu svarta-
dauðans
Smitunarleiðir taugaveikisbakteríu líkjast
fljótt á litið þeim smitunarleiðum sem til-
einkaðar hafa verið bakteríu svartadauð-
ans. I báðum dlfellum er smitberinn fló
sem flyst frá rottum á menn.
Ferill taugaveikissmitunar er í stuttu
máli þessi: Bakterían Rickettsia smitar
rottufló (Xenopsylla) og rottulús (Polyplax)
og veldur báðum hroðalegum dauðdaga.
En áður smita flærnar og lýsnar hýsil sinn,
sem venjulega er rotta. Hún veikist og
Tafla 7. Mismunur á áhrifum stórubólu og móöuharöinda á viökomu fólks.
Hvaö segir þetta okkur um áhrif svartadauða?
Eftir stórubólu fjölgun á ári: 0,8%
Eftir móöuharöindin fjölgun á ári: 1,5%
> Ástæöan: Ólík aldurssamsetning eftirlifenda.
Stóra spurningin um svartadauöa þess vegna: Drap hann suma aldurshópa
meir en aöra?
Hvorum líkari var svartidauði í þessum efnum: Stórubólu? Móöuharöindum?
Ef mitt á milli => Árleg endurheimta 1,15% sem þýöir tvöföldun fólksfjöld-
ans á 61 ári.
• Segjum aö helmingur þjóöarinnar hafi dáiö í svartadauða.
• Segjum aö landsmenn hafi veriö 60.000 áriö 1401.
• Þá voru þeir 30.000 áriö 1404.
• Þá voru þeir 40.000 áriö 1430.
• Þá voru þeir 50.000 áriö 1450.
• Þá voru þeir 60.000 áriö 1465.
á 15. öld var sannarleg-
urgróskutími í atvinnulífi
íslendinga: Aldrei voru
viðskiptakjör íslendinga
jafn góð í aldaraðir frá
elstu miðöldum fram á
okkartíma og einmitt þá."
SAGNIR 101