Sagnir - 01.06.1997, Page 105
Arni Daníel Júlíusson
Svartidauði
Vitnisburður heimilda um
byggðaþróun á 15. og 16. öld
Islendingar eru svo heppnir að eiga, sé
miðað við flestar aðrar þjóðir, góðar
heimildir um byggðaþróun á síðmiðöld-
urn, bæði fyrir og eftir svartadauða. Að-
eins einn galli er þar á gjöf Njarðar: Ekki
hefur nægilega verið unnið úr þeim.
Mikilvægasta framlag til rannsókna á
byggð aþróun síðmiðalda varð til fyrir til-
stuðlan norræna eyðibýlaverkefnisins á
milli 1970—1980. Sérstaklega er rannsókn
BjörnsTeitssonar á byggðaþróun í Suður-
Þingeyjarsýslu 1300-1600 athyglisverð,
byggðahámark 14. aldar
var mun hærra en nokkurt
það byggðahámark sem
náðist á tímabilinu 1404-
1860."
þótt ekki sé nerna fýrir að vekja athygli á
því hve auðugar síðmiðaldaheimildir um
byggðasögu eru.
Hluti Ph.d. verkefnis nríns við Kaup-
mannahafnarháskóla var rannsókn á ís-
lenskri byggðasögu tímabilsins 1300—
1570. Markmið hennar var að meta áhrif
plágufaraldranna á byggð í landinu og
voru aðferðir og heimildakönnun miðuð
við það. Annars vegar var gerð rannsókn á
máldögum, þar sem nefnd voru nöfn eða
fjöldi tollgreiðandi býla, þ.e. lögbýla í
hverri sókn, og hins vegar athuganir á
fjórum landsvæðum á grundvelli jarða-
bóka, máldaga og annarra heimilda frá 14.
°g 15. öld. Landsvæði þessi voru á Síðu,
við Sund (Mosfellssveit og Seltjarnarnes),
innanvert Snæfellsnes (Miklaholtshreppur
og Helgafellssveit) og svæðið umhverfis
Hóla í Hjaltadal (Kolbeinsdalur, Hjalta-
dalur,Viðvíkursveit, Hegranes, nyrsti hluti
Blönduhlíðar). Einnig voru athugaðar
heimildir um hjáleigur, tvíbýli og þurra-
búðahverfi, og sérstök athugun gerð á
höfuðbólum.
Svo virðist sem mörg þeirra lögbýla
sem fóru í eyði á 15. öld hafi aldrei byggst
aftur. Með öðrum orðum: byggðahámark
14. aldar var mun hærra en nokkurt það
byggðahámark sem náðist á tímabilinu
1404-1860 (sjá mynd 1). Best er að segja
strax að ekkert bendir til annars en að
bústærð og fjölskyldusamsetning á fjöl-
skyldubúum hafi verið svipuð á 14. öld
og síðar. Ibúafjöldi hefur því verið um-
talsvert meiri á 14. öld en nokkurn tíma á
tímabilinu rnilli 1404—1860.
I annan stað virðist mat á heimildum
um eyðibyggð á 15. öld, sérstaklega
jarðabókum frá því um 1446—1449, hafa
verið verulegum annmörkum háð.Jarða-
skrá Guðmundar Arasonar frá 1446 hef-
ur t.d. alltaf verið talin til vitnis um að
faar jarðir hafi farið í eyði á Vestfjörðum,
því skráin sjálf getur aðeins um örfá
eyðibýli. Hins vegar gefur samanburður
við 14. aldar heimildir allt aðra rnynd. í
vestfirskum máldögum 14. aldar eru
skráðar mun fleiri jarðir en í 15. aldar
heimildum, t.d. í Reykhólasókn , Ön-
undarfirði og víðar. Skráin um jarðir
Guðmundar getur ekki um þessar jarðir
á neinn hátt, en augljóst virðist að fjöldi
jarða hafi farið í eyði áVestfjörðum við
svartadauða. Nefna má að samtímaheim-
íldir frá 1458 geta um að átta af 50 jörð-
um Vatnsfjarðar-Kristínar hafi legið í
eyði, flestar í Sléttuhreppi og Grunnavík-
urhreppi.
Skrá um jarðir Hólastóls frá 1449 get-
ur heldur ekki um margar eyðijarðir, en
með samanburði við skrá um jarðir Hóla-
stóls frá 1388 má sjá að fjöldi jarða í
næsta nágrenni við Hóla, hefur farið í
eyði við svartadauða og margar þeirra
Tafla 1. Heimildir um eyðibyggðir 1431/1432 í 8 sóknum norðanlands.
Sóknir Jarðafjöldi á 14. öld Jarðir i byggð 1431/1432 Jarðir 20 hdr. og stasrri 1686
Urðasókn 17 7 11
Ufsasókn 7 4 5
Árskógssókn 16 II 11
Staðarsókn 14 11 9
Helgastaðasókn 7 4 4
Auðkúlusókn 9 7 8
Breiðab.st.sókn 14 8 7
Másstaðasókn 7 4 3
AIIs 91 56 58
% 100 61,5 63,7
Tafla 2. Byggð á jörðum í Skagafirði og Eyjafirði um miðja 15. öld eftir stærö - Hóla- jarðir í austanverðum Skagafirði, Reynisstaðarjarðir í Skagafirði, jarðir Möðru- vallaklausturs í Eyjafirði, jarðir Munkaþverárklausturs í Eyjafirði.
Byggðar jarðir Jarðir í eyði
Stærri en 20 hdr. 92 16
20 hdr. 29 5
Minni en 20 hdr. 14 22
þekkt 2 14
Alls 137 57
% 71 29
Heimild: Arni DaníelJúlíusson, Bönder i pestens tid, appendiks 5.
SAGNIR 103