Sagnir - 01.06.1997, Síða 105

Sagnir - 01.06.1997, Síða 105
Arni Daníel Júlíusson Svartidauði Vitnisburður heimilda um byggðaþróun á 15. og 16. öld Islendingar eru svo heppnir að eiga, sé miðað við flestar aðrar þjóðir, góðar heimildir um byggðaþróun á síðmiðöld- urn, bæði fyrir og eftir svartadauða. Að- eins einn galli er þar á gjöf Njarðar: Ekki hefur nægilega verið unnið úr þeim. Mikilvægasta framlag til rannsókna á byggð aþróun síðmiðalda varð til fyrir til- stuðlan norræna eyðibýlaverkefnisins á milli 1970—1980. Sérstaklega er rannsókn BjörnsTeitssonar á byggðaþróun í Suður- Þingeyjarsýslu 1300-1600 athyglisverð, byggðahámark 14. aldar var mun hærra en nokkurt það byggðahámark sem náðist á tímabilinu 1404- 1860." þótt ekki sé nerna fýrir að vekja athygli á því hve auðugar síðmiðaldaheimildir um byggðasögu eru. Hluti Ph.d. verkefnis nríns við Kaup- mannahafnarháskóla var rannsókn á ís- lenskri byggðasögu tímabilsins 1300— 1570. Markmið hennar var að meta áhrif plágufaraldranna á byggð í landinu og voru aðferðir og heimildakönnun miðuð við það. Annars vegar var gerð rannsókn á máldögum, þar sem nefnd voru nöfn eða fjöldi tollgreiðandi býla, þ.e. lögbýla í hverri sókn, og hins vegar athuganir á fjórum landsvæðum á grundvelli jarða- bóka, máldaga og annarra heimilda frá 14. °g 15. öld. Landsvæði þessi voru á Síðu, við Sund (Mosfellssveit og Seltjarnarnes), innanvert Snæfellsnes (Miklaholtshreppur og Helgafellssveit) og svæðið umhverfis Hóla í Hjaltadal (Kolbeinsdalur, Hjalta- dalur,Viðvíkursveit, Hegranes, nyrsti hluti Blönduhlíðar). Einnig voru athugaðar heimildir um hjáleigur, tvíbýli og þurra- búðahverfi, og sérstök athugun gerð á höfuðbólum. Svo virðist sem mörg þeirra lögbýla sem fóru í eyði á 15. öld hafi aldrei byggst aftur. Með öðrum orðum: byggðahámark 14. aldar var mun hærra en nokkurt það byggðahámark sem náðist á tímabilinu 1404-1860 (sjá mynd 1). Best er að segja strax að ekkert bendir til annars en að bústærð og fjölskyldusamsetning á fjöl- skyldubúum hafi verið svipuð á 14. öld og síðar. Ibúafjöldi hefur því verið um- talsvert meiri á 14. öld en nokkurn tíma á tímabilinu rnilli 1404—1860. I annan stað virðist mat á heimildum um eyðibyggð á 15. öld, sérstaklega jarðabókum frá því um 1446—1449, hafa verið verulegum annmörkum háð.Jarða- skrá Guðmundar Arasonar frá 1446 hef- ur t.d. alltaf verið talin til vitnis um að faar jarðir hafi farið í eyði á Vestfjörðum, því skráin sjálf getur aðeins um örfá eyðibýli. Hins vegar gefur samanburður við 14. aldar heimildir allt aðra rnynd. í vestfirskum máldögum 14. aldar eru skráðar mun fleiri jarðir en í 15. aldar heimildum, t.d. í Reykhólasókn , Ön- undarfirði og víðar. Skráin um jarðir Guðmundar getur ekki um þessar jarðir á neinn hátt, en augljóst virðist að fjöldi jarða hafi farið í eyði áVestfjörðum við svartadauða. Nefna má að samtímaheim- íldir frá 1458 geta um að átta af 50 jörð- um Vatnsfjarðar-Kristínar hafi legið í eyði, flestar í Sléttuhreppi og Grunnavík- urhreppi. Skrá um jarðir Hólastóls frá 1449 get- ur heldur ekki um margar eyðijarðir, en með samanburði við skrá um jarðir Hóla- stóls frá 1388 má sjá að fjöldi jarða í næsta nágrenni við Hóla, hefur farið í eyði við svartadauða og margar þeirra Tafla 1. Heimildir um eyðibyggðir 1431/1432 í 8 sóknum norðanlands. Sóknir Jarðafjöldi á 14. öld Jarðir i byggð 1431/1432 Jarðir 20 hdr. og stasrri 1686 Urðasókn 17 7 11 Ufsasókn 7 4 5 Árskógssókn 16 II 11 Staðarsókn 14 11 9 Helgastaðasókn 7 4 4 Auðkúlusókn 9 7 8 Breiðab.st.sókn 14 8 7 Másstaðasókn 7 4 3 AIIs 91 56 58 % 100 61,5 63,7 Tafla 2. Byggð á jörðum í Skagafirði og Eyjafirði um miðja 15. öld eftir stærö - Hóla- jarðir í austanverðum Skagafirði, Reynisstaðarjarðir í Skagafirði, jarðir Möðru- vallaklausturs í Eyjafirði, jarðir Munkaþverárklausturs í Eyjafirði. Byggðar jarðir Jarðir í eyði Stærri en 20 hdr. 92 16 20 hdr. 29 5 Minni en 20 hdr. 14 22 þekkt 2 14 Alls 137 57 % 71 29 Heimild: Arni DaníelJúlíusson, Bönder i pestens tid, appendiks 5. SAGNIR 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.