Sagnir - 01.06.1997, Síða 109
Stórabóla- hlutfall látinna í Álftaneshreppi.
40
35
30
<8 25
| 20
í 15
10
0 I
Aldur Aldur Aldur Aldur Aldur Aldur Aldur
0-4 5-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59
Aldurshópar
Stöplarit sem upphajlegafylgdifyrirlestri Haraldar Briem.
' ■ %
>60
um einhverjar upplýsingar um bæði frá
plágunum og bólunni, þá einkanlega eyð-
ing byggðar. Af þeim drögum við álykt-
anir í átt við það t.d. að úr því að veruleg
byggðareyðing virðist hafa orðið miklu
langvinnari eftir plágurnar en bóluna, þá
hafi þær væntanlega verið mun mann-
skæðari en hún.
Hins vegar afleiðingar sem við þekkj-
um einungis á 18. öld og freistumst þá til
að yfirfæra á 15.-16. öld.Til dæmis að
hafi bólan ekki aukið verulega ójöfnuð í
eignaskiptingu, þá hafi plágurnar varla
gert það heldur.
En allar eru þessar ályktanir varhuga-
verðar, bæði af því að farsóttareðli sjúk-
dómanna tveggja var ólíkt — þó að vissu-
lega sé ýmislegt óljóst um hegðun plág-
unnar á Islandi á 15. öld — og af því að
ekki er víst að hin samfélagslega umgjörð
hafi verið sambærileg. Þar skiptir aðallega
tvennt máli:
I samfélagi stórubólu voru barneignir
aðallega verkefni húsmæðra, og í þeirra
raðir komust konur að jafnaði nálægt
miðju fijósemisskeiðinu, fýrir og eftir þrí-
tugt, en margar þó aldrei.Viðkoma lands-
manna var þá mjög næm fyrir öllum
breytingum á hjúskapartíðni og giftingar-
aldri kvenna, sem aftur valt að verulegu
leyti á aðgangi fólks að jarðnæði. I þessu
fólst raunar mikilvægt stýrikerfi fólks-
Qöldans frá 17. öld og fram á hina 19.
Bylgja fólksfjölgunar gat risið þegar
sæmilega stórir árgangar kvenna höfðu
tækifæri til að komast í húsmóðurstöðu á
tiltölulega ungum aldri, en bylgjan var
dæmd til að hjaðna þegar sú kynslóð
kvenna komst úr barneign sem hafði bor-
ið hana uppi. Þá fjölgaði heimilum með
roskna húsmóður, þar sem að jafnaði var
lítið um barneignir, en stórir árgangar
ungra kvenna tepptust að vaxandi hluta í
ófijórri hjúastétt.
Þannig voru farsóttir og önnur ákvörð-
unaröfl manndauðans alls ekki eins einráð
um fólksfjöldamynst-
ur Islands á 18. og
19. öld eins og al-
gengt virðist vera i
sögu mannkyns fýrir
iðnbyltingu, heldur
var breytileg fijósemi
einnig miklu ráðandi
í stýrikerfi semjafn-
an stefndi að nokkuð
ákveðnu sambandi fólksfjöldans við fjölda
þeirra sveitaheimila sem fólk komst með
góðu móti upp með að stofna. Mér hætt-
ir alltaf til að ímynda mér að svipuðu máli
hafi gegnt á 14.-16. öld, en vissulega er
umhugsunarefni hvort þá var kannski
miklu algengara að griðkonur ættu börn,
annaðhvort innan hjónabands eða utan,
þannig að tíðni barneigna hafi verið í
ntinni tengslum við fjölda sjálfstæðra
heimila. Líka er hugsanlegt að þá hafi
konur komist í húsmóðurstétt miklu
yngri að jafnaði, e.t.v. þannig að flestar
konur hafi annaðhvort gifst á unglingsár-
um eða piprað; a.m.k. þótti eðlilegt á
miðöldum að bjargálna fólk gifti dætur
sínar kornungar, og kann svipað að hafa
átt við um öreigana líka.
I annan stað réð það miklu um afleið-
ingar stórubólu að hún gekk yfir land
sem var tilfmnanlega ofsetið - ef ekki of-
setið miðað við auðlindir, þá a.m.k. ofset-
ið miðað við skipulag auðlindanýtingar,
þ.e.a.s. miðað við fjölda bújarða. Að vísu
voru nálægt tvær fjölskyldur að jafnaði á
hveiju lögbýli fýrir bólu, og komu þar til
tvíbýli, fleirbýli, hjáleigur og tómthús. En
fjöldi þessara fýrirbæra, og þar með fjöldi
mögulegra heimila í landinu, var treg-
breytanlegur, og auk þess hafði þeim
fækkað í harðindunum miklu við lok 17.
aldar. Fyrir fólk í giftingarhugleiðingum
var biðtíminn eftir
jarðnæði þess vegna
í lengsta lagi og
hjúskaparhlutfall
hvers aldursflokks
ákaflega lágt. Segja
má að fyrrnefnt
stýrikerfi fólksfjöld-
ans hafi verið stillt á
„fulla ferð aftur á
bak“ á fýrstu árum 18. aldar. í þessu efni
hættir mér líka til að ímynda mér að svip-
uðu máli hafi gegnt á íslandi um 1400, og
jafnvel líka um 1490: þjóðin hafi verið
fjölmenn, landið þröngt setið og margar
fjölskyldur orðið að láta sér lynda tví- og
fleirbýli, hjáleigur og tómthús. Rann-
sóknir Arna Daníels Júlíussonar, sem
hann hefur sagt okkur undan og ofan af,
hníga mjög í þessa átt hvað varðar stöð-
una um 1400, en heimildir eru þó lang-
mest bundnar við fjölda lögbýla og mik-
illi óvissu háð hvernig áætla skuli fjölda
heimila umfram lögbýhn. Enn óvissara er
það kringum 1490, heimildir jafnvel enn
snautlegri og ekki augljóst að fólksfjöldi
hafi komist í sanrt lag eftir áfall fýrri plág-
unnar. Hvorki Jón Olafur Isberg né Árni
Daníel myndu telja það sennilegt, þó að
Gísli Gunnarsson hafi sýnt hér með
reikningum að ekki þyrfti neitt sérlega
öra fólksfjölgun til að svo mætti verða.8
Þetta var um samfélagslega umgjörð, en
farsóttareðli sjúkdómanna virðist einkum
að tvennu leyti ólíkt — og horfi ég þá fram-
hjá öllum spurningum um smitleiðir pest-
arinnar. I fyrra lagi var það aldrei nema
minnihluti hinna sýktu sem bólan dró til
dauða, en plágurnar virðast hafa strádrepið
mjög stóran hluta þeirra sem á annað borð
sýktust. Og í öðru lagi voru margir
landsmenn, sem komnir voru yfir 35 ára
aldur, ónæmir fýrir bólunni, og nærri allir
yfir fimmtugu.Til samans olli þetta t.d. því
að heimili og fjölskyldur eyddust sjaldan
að fullu í bólunni, en í plágunum hefur
verið mikið um heimili sem annaðhvort
sluppu alveg eða gjöreyddust. Af þessu er
t.d. fljótséð að af stórubólu má ekkert
álykta um áhrif pláganna á eignaskiptingu
því að erfðamynstrið hefur verið gjörólíkt.
En hvað gerðist annars í
stórubólu?
Jón Steffensen ályktar að röskur fjórð-
ungur landsmanna hafi dáið í bólunni, og
„í annan stað réð það
miklu um afleiðingar
stórubólu að hún gekk yfir
land sem var tilfinnanlega
ofsetið ..."
SAGNIR 107