Sagnir - 01.06.1997, Side 114
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495
stinga." Benedictow réðst harkalega að
Jóni Steffenesen fyrir að þýða þetta orð
„stingi" senr brjóstverkur. Eg skoðaði ná-
kvæmlega fmnanleg dænri um orðið stingi
og þar kemur í ljós að hægt er að ákveða
hverslags verkur stingi er, það er að segja
verkur í brjóstholi. Þetta er miklu betri
heimild um sjúkdómseinkenni sóttarinnar
en er til um pláguna á Islandi.
Haraldur Briem: Þetta er örugglega rétt
að menn hafi fengið lungnabólgu sem er
mjög algengur fylgikvilli hvort heldur
kýlapestar eða hreinnar blóðsýklunar án
kýlasóttar. Það er hins vegar ekki forsenda
fyrir því að sjúkdómurinn breiðist út að
mínu viti. Þegar menn fá sína lungnasýk-
ingu þá fá þeir sting fyrir bijóstið, þeir fá
brjósthimnubólgu, blóðspýju og deyja
yfirleitt innan sólarhrings. En það segir
ekkert til um það hvort farsóttin breiðist
út sem lungnapest.
Hclgi Sktili Kjartansson: Lungnapestar-
kenningjóns StefFensens gerir ráð fyrir
smitferju.Jón gengur út frá því alla tíð að
það þurfi smitferju og hans hugmynd er
að smitið varðveitist í fótunr eða tuskum.
Hann var ekki óvitandi unr þennan ann-
rnarka.
Haraldur Briem: En í fötunum var flóin.
Eg satt að segja á erfitt með að ímynda
mér að bakterían liggi bara í fötum og
geti þá þyrlast upp með þeim hætti að
hún valdi lungnasótt. Það er fýrir mér afar
óskiljanlegt.
Jón Olafur ísberg: Rétt er að taka fram
hvernig þessi lungnapestarkenning er til-
komin.Jón Steffensen gekk út frá því sem
vísu að hér hafi ekki verið rottur. Hann
leitaði að skýringu: Hvernig getur þetta
gengið án þess að hafa rottur? Hann hafði
lesið bók eftir Pollitzer og Meier sem
hann átti og eina eintak hennar er geymt
í safni hans. I henni voru fræðimenn að
rannsaka útbreiðslu plágunnar í Suður-
Egyptalandi. Þar kom upp lungnapestar-
tilfelli sem dó mjög fljótt út. Þeir veltu
vöngum yfir þessu og giskuðu á að
lungnapestin gengi ekki í heitu og þurru
loftslagi. Þetta er nákvæmlega það sem
Gísli nefndi, einhver raunvísindamaður
kemur með tillögu og það verður að
staðreynd hjá öðrum fræðimanni. Jón
Steffensen tók þetta sem staðreynd: Hún
þrífst ekki í heitu og
þurru loftslagi, hún
þrífst vel í köldu og
röku loftslagi.
Þannig er kenningin
tilkomin og hægt er
að rekja þetta í skrif-
um hjá Jóni og af
miðum hans í um-
ræddri bók. En eins
og Gísli sagði þá er
kenningin komin út
í hafsauga og til-
gangslaust að vera að eltast við rottur
lengur. Beina frekar sjónunum að ein-
hverju öðru.
Haraldur Briem: Eg get nú ekki alveg
skilið þessa umræðu með rottuna. Kvikind-
ið hefúr ábyggilega verið alls staðar þó hún
sé ekki í bókinni góðu hans Gunnars. Hún
hlýtur að hafa verið til út um allt og hlýtur
að hafa komið til Islands með skipaferðum
þó hún hafi ekki náð sér hér á strik.
Jón Olafur Isberg: Jón Steffensen gerði
ráð fyrir því að hún hefði komið en hafi
dáið strax.
Karl Skírnisson: Eg vildi gjarnan taka
þátt í að kveða þessa rottuumræðu end-
anlega niður. Eg vil leggja á það áherslu
að ef við gefum okkur að rottur hafi ver-
ið hér á miðöldum og fram undir 1750,
þá hefðu bein af þeim fundist í öllum
þeim öskuhaugum sem fornleifafræðing-
ar hafa verið að grafa í. Þær hafa ekki
fundist og það er í mínum huga sönnun
fyrir því að þær hafa verið mjög sjaldgæf-
ar þó ég taki undir það sem Haraldur
sagði að þær gætu hafa komið af og til
með skipaferðum. En af líffræðilegum or-
sökum hafi þær ekki getað lifað í landinu.
Gunnar Karlsson: Eg held að við séum
sammála því að kominn sé tími til að
ræða um eitthvað annað en rottuna og
því var ég í mínu erindi að reyna að færa
þetta yfir á rannsóknarfræðilegt og rann-
sóknarsögulegt plan. Ef maður segir að
lungnapest geti ekki borist svona um
landið, þá er þeim mun ósennilegra að
sótt geti borist um landið með skepnu
sem ferðast ekki yfir ársprænu af sjálfsdáð-
um. Hér voru ekki brýr yfir ár. Hér var
ekkert farartæki á hjólum. Það er ekki
hægt að ferðast með betra farartæki en
hrossi. En plágan berst mjög hratt. Maður
þarf að vísu að taka mark á Vatns-
fjarðarannál, sem Jón Olafur var að hafna
hér áðan, til að fá vitneskju um hvenær
pláguna bar að landi. En við vitum að
hún er komin norður í Eyjafjörð í janúar.
Það ferli gengur ekki upp ef við hugsum
okkur að hún berist
með því að mynda
farsótt í rottum. Því
næst drepist rott-
urnar á hverjum
stað og flærnar fara
á menn og rnenn-
irnir flytja flærnar í
næstu sveit.
Haraldur Briem:
Hvað gera menn
með varning þegar
skip koma að landi?
Er honum ekki dreift um landið? Jafnvel
þó ekki séu til hjól á Islandi fýrr en á 19.
öld þá var hægt að skipa þessu í koff-
ortum sem flærnar leyndust í og eins og
Karl nefndi getur mannafló lifað býsna
lengi með pestarsýklinum í sér. Eg hef
Plágati hetjar á bókagerðarmctm.
„Ég satt að segja á erfitt
með að ímynda mér að
bakterían liggi bara í fötum
og geti þá þyrlast upp með
þeim hætti að hún valdi
lungnasótt. Það er fyrir mér
afar óskiljanlegt."
Haraldur Briem
112 SAGNIR