Sagnir - 01.06.1997, Page 117

Sagnir - 01.06.1997, Page 117
Helgi Þorláksson Er ritstjórn Sagna á réttri leið? Umsögn um Sagnir 17, flutt á fundi 6. febrúar 1997 Eitthvert huggulegt glansprent Arið 1984 var Sögnum líkt við sagn- fræðilega Rás 2 og kallaðar „eitthvert huggulegt glansprent sem væri dæmt til að mistakast.“ Þetta gerðist eftir bylting- una þegar Sagnir fengu nýjan búning og vöktu rnikla athygli, ekki síst íslensku- nema. Ummælin eru úr fréttabréfi þeirra. Viðtökur almennings voru hins vegar afar góðar og blaðið seldist allvel og hefur komið út árlega síðan, mjög í sama bún- ingi. Eg var beðinn urn að fjalla um rit- stjórnarstefnu síðasta árgangs (nr. 17) og blaðið í heild. Ritstjórnarstefna Sagna, eins og ég skil hana, er alltaf sú sama, að ná til almennra lesenda, ekki síst utan sagnfræðinnar, án þess að slá af fræðileg- um kröfum. Þetta skyldi frá 1984 gert með frísklegri framsetningu textans, fjör- legri uppsetningu og umbroti og ríkulegu myndavali. Sú stefna ríkir enn og núna er fengin svo mikil reynsla að ritstjórum á hverju ári ætti að vera leikurinn tiltölu- lega auðveldur. I aðalatriðum hefur líka tekist vel en þó get ég ekki látið hjá líða að gagnrýna sumt í von uin að það geti orðið til þess að Sagnir verði enn betra tímarit. Sagnfræðinemar birta oftast skólarit- gerðir sinar í Sögn- um og er ætlað að endursemja þær með það í huga að þær falli fleiri í geð en kennurum í sagnfræði. Kennarar spyrja fyrst og fremst um það hvort efnið sé vel kannað og ályktanir vel rökstuddar en kippa sér litt upp við það þótt textinn sé líflaus og fram- setning öll drunga- leg. Það er hins vegar haft fyrir satt að þeir sem standa utan sagnfræðinnar en hafa áhuga á sögu nenni ekki að lesa líflausa og tyrfna texta, jafnvel þótt rannsókn sé góð og merk. Þetta var sagnfræðinemum afar hugstætt þegar afráðið var að koma Sögnum í nýjan búning árið 1984. Menn þóttust skynja það að textar eftir háskólamenntaða sagn- fræðinga þættu jafnan eða oft bragðlausir, „Sagnfræðinemar hljóta að gera þá kröfu til sjálfra sín að þeir hafi eitthvað nýtt fram að færa í Sagnagrein- um, skoði mál á nýjan hátt eða dragi fram óþekkt efni." ef ekki leiðinlegir, og vildu breyta þessari ímynd, ekkert minna. Það sem olli þessu kannski einkum voru atvinnuhorfur sem mönnum þóttu ekki bjartar en það hefur jafnan legið í landi meðal sagnfræðinema við Háskóla Islands að örvænta um fram- tíð sína. Menn vildu fá vinnu við skriftir og það er afar gleðilegt hversu margir af þeim sem tóku þátt í útgáfu Sagna 1984 og næstu ár á eftir fást einmitt við sagn- fræðilegar skriftir og glíma við að fá efni sínu læsilegan búning án þess að draga úr fræðilegum kröfum. Reynslan af Sögnum sýnir að það er þörf fyrir sagnfræðilegt efni í læsilegum búningi og núna efast varla neinn um að breytingin, sem gerð var árið 1984, var réttmæt. Til þess að ná þessu nefnda markmiði verður efni að vera grípandi á einhvern hátt. En hvernig, um það má deila. Sagn- fræðinemar hljóta að gera þá kröfu til sjálfra sin að þeir hafi eitthvað nýtt fram að færa í Sagnagreinum, skoði mál á nýj- an hátt eða dragi fram óþekkt efni. En hvers óska lesendur Sagna? Okkur er sagt að rúmur helmingur þeírra sem kaupa ritið sé ekki í Sögufélagi. Ætli þeir hugsi Forslðumynd 17. árgangs Sagna. SAGNIR 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.