Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 7

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 7
RITSTJORA SPJALL jón þór pétursson Sagnfræðinemar gefa nú út Sagnir í 24. sinn. Blaðið kem- ur nú út með hefðbundnu sniði líkt og síðast og endur- spegla greinarnar þær hræringar sem átt hafa sér stað í sagnfræðinni undanfarin ár. í heftinu eru til dæmis greinar sem falla undir einsögu, stjórnmálasögu, byggða- sögu, kvennasögu og félagssögu. Að stofni til eru allar greinarnar nema tvær unnar upp úr BA-verkefnum höfunda. Blaðið starfar því ennþá í anda þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið að kynna lokaverkefni sagnfræðinema. Efnið nær þannig yfir uppbygg- ingu Breiðholtsins og hugieiðinga um íslenskt og kanadískt þjóðerni svo eitthvað sé nefnt. Auðvelt reyndist að fylla síður blaðsins þar sem margir sýndu áhuga á að birta greinar. Sýnir það kannski helst nauðsyn þess að halda blaði á borð við Sagnir úti þar sem upprenn- andi sagnfræðingar fá tækifæri til þess að birta hugverk sín. Ungir sagnfræðingar fá þannig möguleika á að hafa áhrif á mótun fræði- greinarinnar. Fæstir sem útskrifast sem sagnfræðingar helga sig ein- göngu fræðistörfum þannig að blaðið er kjörinn vettvangur til þess að koma verkum þeirra á framfæri. Á þessu ári eru hundrað ár síðan íslendingar fengu heimastjórn og íslenskan ráðherra. Af því tilefni birtum við grein eftir Önnu Agnarsdóttur sagnfræðing um Hannes Hafstein ráðherra og Klemens Jónsson landritara. Þá vilja ritstjórar þakka greinahöfundum, viðmælendum og gagn- rýnanda fyrir framlag sitt. Sérstakar þakkir fá starfsmenn Ljós- myndasafns Reykjavíkur fyrir ómetanlega aðstoð við myndsöfnun. Haustið 2003 var haldið Hugvísindaþing þar sem meðal annars var fjallað um yfirlitsrit í sagnfræði. Þar komu fram mjög skiptar skoðan- ir um stöðu sagnfræðinnar og miðlun sögunnar. Til þess að taka upp þráðinn frá þinginu fengum við tvo viðmælendur til að tjá sig meðal annars um sögukennslu og hlutverk yfirlitsrita í þeirri kennslu. Von- um við að Sagnir haldi áfram að vera vettvangur fyrir álitamál og skiptar skoðanir innan greinarinnar. Gagnrýnin umræða um aðferðir söguritunar og miðlun sögunnar er það sem fagið þarfnast. Sagnir eiga að standa þar í fararbroddi sem framlag sagnfræðinema á 21. öld. SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.