Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 43

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 43
■ STEFÁN GUNNAR SVEINSSON herbúðunum eða við höfnina, sem þið teljið að íslenzkir verka- menn hafi áður unnið, eða ef ykkur er skipað að skerast í leikinn við verkfallsmenn á einhvern hátt, eigið þið að neita sem einn mað- ur. Sendið undirforingja ykkar til yfirforingjanna með þau skilaboð að þið teljið ekki slík afskipti skyldu ykkar sem hermanna. Bendið á að þið séuð í hernum til þess að berjast gegn fasisma, ekki til þess að berjast gegn íslenzku þjóðinni er gerir nákvæmlega það sama, sem þið munduð gera í hennar sporum.45 Breska setuliðið taldi að þessi tilmæli væru hvatning til agabrots sem er mjög alvarlegur glæpur þegar her á í hlut. Bretar ákváðu því að handtaka þá sem stóðu að málinu og voru alls sjö kommúnistar handteknir og afhentir íslenskri lögreglu. Tveir hinna handteknu, Eggert Þorbjarnarson og Hallgrímur Hallgrímsson, gengust við því að hafa samið bréfið og þýtt það á ensku. Einar Olgeirsson sagði í ævisögu sinni að þeir hefðu tekið á sig þá sök til þess „að firra Sós- íalistaflokkinn því að farið væri að rannsaka málið frekar..."46 Þjóð- viljinn kallaði handtökurnar versta glæp og hélt fram sakleysi þeirra sem handteknir voru. Auk þess birtust í blaðinu viðtöl við aðstandendur þeirra handteknu þar sem m.a. sagði: „Við höfum áður heyrt sagt frá því að fólk hverfi í Þýzkalandi á sama hátt og hefur slíkt vakið óhug og gremju allra ærlegra manna hér á landi.“J? Líktu sósíalistar handtökunum þannig við aðfarir þýskra nasista. Dreifibréfsmálið var sagt „hin virðingarverðasta viðleitni til skipu- lagningar á frelsisbaráttu vorri..."48 og lofað sem andstaða við her- námsliðið. Spurt var hvernig litið yrði á þá ef þetta mál hefði átt sér stað í Noregi. Þá yrði litið á þá dreifibréfsmenn sem frelsishetjur sem berðust gegn oki Þjóðverja en hér á landi væru þeir handtekn- ir og dæmdir af eigin þjóð.49 Þegar málið fór fyrir dómstóla voru ritstjórar Þjóðviljans, Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson, ákærðir ásamt 8 öðrum mönnum þar sem Þjóðviljinn hafði tekið málstað þeirra í dreifi- bréfs-málinu. Eggert og Hallgrímur voru dæmdir í átján mánaða fangelsi hvor og sviptir borgaralegum réttindum, þ.e. kosningarétti og kjörgengi, en Hæstiréttur stytti dóm þeirra í 15 mánuði. Tveir aðrir sem dreift höfðu bréfinu, Ásgeir Pétursson og Eðvarð Sig- urðsson voru dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og ritstjórarnir Einar og Sigfús fengu þriggja mánaða fangelsi hvor. Fjórir hinna ákærðu voru sýknaðir. Þjóðviljinn lýsti þessum dómi sem svo að réttarríkið hefði verið afnumið og íslenskir dómstólar ákveðið að verða „handbendi valdhafanna."50 Eftir dreifibréfsmálið herti Þjóðviljinn mjög árásir á Breta. í mars 1941 var sagt frá því að heilahimnubólga hefði aukist mjög og þess getið að sá sjúkdómur væri landlægur á Englandi og hafi því líkast til borist hingað með hermönnunum. Herstjórnin mótmælti þess- um fréttaflutningi og sagði að hann væri eingöngu ætlaður til þess vekja sundurþykkju á milli íslendinga og Breta.51 Um svipað leyti hófst herferð fyrir því að Englandssiglingar íslenskra skipa yrðu stöðvaðar vegna hættu á að þeim yrði sökkt.52 Að auki var kvartað undan atviki á veitingahúsi þar sem íslendingar fengu ekki kartöfl- ur með mat sínum en enskir hermenn sem hefðu komið inn á eftir þeim hefðu fengið kartöflur næsta auðveldlega.53 Þegar Þjóðverjar gerðu harða loftárás á Belgrad birtist leiðari í Þjóðviljanum þar sem líkt var beinlínis saman þeirri afsökun sem Þjóðverjar færðu fyrir því að lýsa Belgrad hernaðarskotmark og aðstæðum í Reykjavík. Þetta var framhald á baráttu sósíalista fyrir að fá herinn til að hverfa frá Reykjavík. Það var kallaður „hreinn og beinn glæpur gagnvart Reykvíkingum...“54 að leggja flugvöll og byggja herskála í Reykjavík: „Allt það sem Bretar hafa gert hér í Reykjavík og að því miðar að Þjóðverjar geta sagt að Reykjavík sé hernaðarmiðstöð hefðu þeir getað látið ógert án þess að veikja á nokkurn hátt þá aðstöðu sem þeir virðast telja sér nauðsynlegt að hafa hér á landi."55 Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu hreyfði við þeirri hugmynd í apríl 1941 að vopna íslenska togara þó ekki væri nema vegna þess að Jónas Jónsson frá Hriflu. það væri karlmannlegra að geta svarað fyrir sig svaraði Þjóðviljinn með því að líkja enn einu sinni saman bresku hernámi á íslandi og þýskri kúgun á meginlandi Evrópu: Hvað karlmennskuna og hetjuskapinn snertir, þá er það vissulega rétt, að karlmannlegra er að taka á móti þegar á mann er ráðizt... Út frá sama sjónarmiði hefðum við íslendingar átt að skjóta sem flesta Englendinga, er þeir réðust hér á oss 10. maí 1940, og ef við ekki höfðum nægar byssur, þá að berja þá með axarsköftum og öðru þvílíku. Við hefðum átt að segja þeim stríð á hendur, bílstjór- arnir hefðu átt að keyra þá beint fram af Kambabrún, eins og norskir bílstjórar keyrðu þýzku innrásarhermennina niður í gljúfr- in.56 Þegar málið fór fyrir dómstóla voru ritstjórar Þjóðviljans, Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson, ákærðir ásamt 8 öðrum mönnum þar sem Þjóðviljinn hafði tekið málstað þeiiTa í dreifibréfs-málinu. Eitt það síðasta sem birtist í Þjóðviljanum áður en hann var bann- aður var svar frá Hallgrími Hallgrímssyni, einum af sökudólgunum í dreifibréfsmálinu, til þýsks manns sem búsettur var á íslandi. Sá hafði ritað gegn Hitler en orðið á þau „mistök" að segja að Eng- land væri nú aðalmótstöðuaflið gegn Hitler og því ætti að styðja Breta til dáða gegn nasistum. Hallgrímur reiddist mjög við þau orð og svaraði m.a. með þeim orðum að „hlekkir Versalafriðsins brezka“ hefðu ýtt Hitler til valda og að það væri Bretum að kenna að Hitler hefði náð jafnmiklum völdum og raun bar vitni.57 Einnig sagði Hall- grímur að Þjóðveijinn ætti að „athuga hvaða ríki það er sem hefur sýnt oss Islendingum fullan fjandskap með því - eitt allra rfkja fyrr og síðar að ráðast á oss með hervaldi og leggja undir sig land vort. Það er Bretland.“58 Fjórum dögum eftir að þetta bréf birtist hinn 27. apríl 1941 var Þjóðviljinn bannaður og ritstjórar hans handteknir ásamt einum blaðamanni blaðsins, Sigurði Guðmundssyni, og færðir til Bretlands. Lauk þá sögu Þjóðviljans á tímabili griðasáttmálans. Ekki er erfitt að ímynda sér af hverju Bretar stigu þetta skref en augljóst er að Þjóð- viljamenn höfðu gert allt sem í valdi blaðsins stóð til þess að spilla fyrir breska setuliðinu hér á landi andstætt því sem Einar Olgeirsson hélt fram í ævisögu sinni.59 Bretar birtu tilkynningu um að bannað væri að gefa Þjóðviljann aftur út sama í hvaða formi það var. Var það því ekki fyrr en eftir að Þjóðverjar höfðu ráðist á Sovétríkin sem Nýtt Dagblað birtist í fyrsta sinn 1. júlí 1941. Kom það út fram til 13. maí 1942 þegar Þjóðviljinn var endurreistur sem málgagn Sósíalista- flokksins. Þá hafði stríðið breyst frá því að vera heimsvaldastríð yfir í „frelsisstríð öreiganna“ og Bretar voru ekki lengur fjandmenn ís- lendinga.60 Réð þar mestu að Þjóðveijar og Rússar voru ekki lengur hálfgildingsbandamenn heldur fullir fjandmenn.61 HERNÁMS BRETA Á ÍSLANDI HATAST VIÐ HERNÁMIÐ sagnir 24 árgangur 04 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.