Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 95

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 95
ÞÓRÓLFUR SÆVAR SÆMUNDSSON lákur þvert yfir Jótland til Esbjerg og fékk skipsfar til Englands. Hann lenti í þeirri miklu hafnarborg Hull og fékk fljótlega far til ís- lands. Eftir að Þorlákur kom til íslands var hann nokkurn tíma á ís- lenskum togurum áður en hann hóf búskap.13 MARKAÐSFERÐIRNAR Á sínum yngri árum tók Þorlákur einnig þátt í svokölluðum markaðsferðum. Fyrsta túrinn fór hann árið 1924 með Guðmundi Böðvarssyni, umboðsmanni frá Reykjavík. Guðmundur fékkst við margvísleg viðskipti og keypti hesta sem umboðsmaður fyrir Louis Zöllner í Newcastle og einnig fyrir Zöllnerfyrirtæki í Kaupmanna- Frægt kvæði eftir Jóhannes úr Kötl- um, „Stjörnufákur", lýsir best sorglegri ævi sem margir hestar þurftu að þola ásamt breskum verkamönnum djúpt í iðrum jarðar höfn. Tilgangurinn með þessum mörkuðum var að safna saman hestum til þess að selja þá erlendis, aðallega til Bretlands, en þar var ætlunin að nota þá í námur. Markaðirnir voru auglýstir austur um sveitir og sá Þorlákur m.a. um dreifingu á auglýsingum og fór auk þess með bréf til hinna ýmsu manna sem Guðmundur skrifaði. Þegar markaðsmennirnir komu að sunnan tók Þorlákur á móti þeim og fylgdi þeim yfir vötnin. Á þessum tíma voru allar ár fyrir austan Garðsauka óbrúaðar nema Jökulsá á Sólheimasandi. Rekstrarmennirnir héldu síðan austur til að halda hrossamarkað- ina en fyrsti markaðurinn var haldinn í Vík. Einnig voru haldnir markaðir í Nikhól, á Hlíðarleiti, því næst á Seljalandi og að lokum í Voðmúlastaðaréttum í Landeyjum. Var þá hestahópurinn orðinn nokkuð stór en samt var haldið áfram að bæta í hann og síðast keypt við Ölfusá. Því næst var hrossahópurinn rekinn af stað yfir Hellisheiði og svo áfram á milli Hrauns og Hlfða niður á Kjalarnes. Þar fengu þeir haga fyrir stóðið í Brautarholti og gætti Þorlákur hestanna á nóttunni í hálfan mánuð. Daginn eftir komuna að Brautarholti bættist við í safnið hestahópur sem Böðvar, bróðir Guðmundar, hafði keypt vestur í Borgarfirði. Við komu þeirra bættust við tveir rekstrarmenn en ekki veitti af því enda hópurinn orðinn 517 hross en samtals voru rekstrarmennirnir u.þ.b. 16 tals- ins. Að lokum var allt stóðið rekið til Reykjavíkur þar sem hrossin voru öll hífð í skip og flutt út.14 Að sögn Þorláks fór mikið af falleg- um hrossum út en þau voru metin eftir hæð og gefið visst fyrir tommuna. í þessum ferðum brugðu rekstrarmennirnir sér stundum á bak folunum en yfirleitt voru þetta ótamin hross.15 Líklega sáu erlendu kaupendurnir um að temja hrossin sérstak- lega fyrir hlutverk þeirra þar úti. Sömuleiðis má álykta að kaup- endurnir hafi gelt stóðhestana því varla voru þeir hæfir til að gegna hlutverki sínu í kringum aðrar merar að öllu óbreyttu. Þessar markaðsferðir héldu svo áfram næstu árin og tók Þorlákur áfram þátt í þeim en um var að ræða verulegan útflutning á hross- um. Þetta var því tilvalin vinna fyrir ungan mann á þrítugsaldri með brennandi áhuga á hestum. Árið 1926 tók fyrir þessar ferðir að mestu og ástæðan var sú að í kjölfar kolaverkfalls í Englandi var hætt að nota hesta í námum að miklu leyti og farið að nota vélar í staðinn. Námurnar í Englandi voru síðasti viðkomustaður flestra íslenskra hesta sem fluttir voru út erlendis en sömuleiðis var tölu- verður hluti af þeim fluttur til Danmerkur.16 Hestaútflutningur íslendinga var ásamt sauðasölunni mikil lyfti- stöng fyrir íslenskt atvinnulíf á síðari hluta 19. aldar. Margir telja að sauðasalan hafi valdið byltingu í landbúnaði en útflutningur á sauð- fé á fæti hófst að einhverju marki um 1880 en þá hafði verið í gangi útflutningur hrossa síðustu áratugi. Sauða- og hrossasalan breytti viðskiptaháttum til bóta á 19. öld vegna þess að hún færði mönnum greiðslur í reiðufé og var það mikil búbót fyrir bændur sem flestir stunduðu viðskipti í gegnum reikning.17 Þrátt fyrir að útflutningur á íslenskum hrossum hafi verið góð bú- bót fyrir bændur og íslenskt viðskiptalíf og þeir hafi verið seldir á sanngjörnu verði til erlendra þjóða voru ekki allir sem græddu á þessu ævintýri. Islensku hestarnir sem fluttir voru út til Bretlands áttu margir hverjir ömurlega ævi í dimmum ótraustum kolanámum. Frægt kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum, „Stjörnufákur", lýsir best sorglegri ævi sem margir hestar þurftu að þola ásamt breskum verkamönnum djúpt í iðrum jarðar. Ekki er vitað til þess að ís- lenski hesturinn hafi aukið kyn sitt við þessa dvöl en hafi svo verið er sá stofn löngu glataður.18 EYJARHÓLABÓNDINN ÞORLÁKUR OG FJÖL- SKYLDA HANS Þrátt fyrir að Þorlákur hafi fengið tækifæri til að skoða heiminn og stunda sjómennsku blundaði alltaf í honum að gerast bóndi. Árið 1921, áður en hann fór í markaðstúrana, hafði hann lokið hálfu öðru ári í Bændaskólanum á Hvanneyri og útskrifast sem bú- fræðingur. Eftir markaðstúrana og siglingar á þýskum og islenskum togurum ákvað Þorlákur að festa kaup á jörð í sinni heimasveit og keypti Eyjarhóla undir Pétursey í Mýrdal þann fjórða janúar árið 1927. Jörðina keypti hann af Árna Einarssyni sem hafði búið þar í fjögur ár.19 Eftir kaupin á Eyjarhólum fluttist hann þangað ásamt Önnu móð- ur sinni. Ekki lá Þorláki mikið á að leita sér að konuefni fyrst um sinn en það var ekki fyrr en þriðja júní 1937 að hann giftist Ingi- björgu Emmu Emilíu Indriðadóttur og áttu þau átta börn í þessari röð: Anna Margrét, Björn Einar, Indriði Haukur, Guðrún Steina, Þórólfur, Ingólfur Helgi, Nanna og Þórarinn. Fyrir átti Ingibjörg soninn Gunnar Sævar Gunnarsson sem var alinn upp ásamt hálf- systkinum sínum í Eyjarhólum.20 Dýralækningar voru stór þáttur í lífi Þorláks en hann stundaði þær meira og minna alla ævi. Fyrstu kynni Þorláks af dýralækning- um hafa væntanlega verið í Bændaskólanum á Hvanneyri en hann var þó ekki menntaður sem slíkur. Þorlákur mun hafa lesið allt það efni sem hann komst yfir um dýralækningar og með því bætti hann sífellt við þekkingu sína. Hann naut mikillar farsældar í þessari aukabúgrein sinni en áratugum saman þjónaði hann bændum í Mýrdal og undir Eystri-Eyjafjöllum.21 Sjálfur sagði Þorlákur að dýralækningastarfið hefði byrjað með því að hann hjálpaði skepn- um við að bera ef upp komu erfiðleikar en einnig hugaði hann að minniháttar beinbrotum dýra fyrir bændur í sveitinni. Síðar vatt þetta starf upp á sig og þegar hestasvæfingar voru lögleiddar skip- aði sýslunefnd nokkra einstaklinga til þess að sjá um dýralækningar og var Þorlákur einn þeirra.22 Á búskaparárum Þorláks þurfti hann oft að fara frá hefðbundn- um bústörfum til þess að sinna aðkallandi tilfellum á hvaða tíma sólarhrings sem var. Þorlákur var sagður hafa verið nærfærinn og laginn dýralæknir og þótt að sum tilfellin hafi verið æði strembin tókst honum oftast furðuvel að leysa verkefnin. í einu slíku tilfelli þurfti Þorlákur að eiga við kú sem var með legið úti í flór og vegna sýkingarhættu var henni vart hugað líf. Þorlákur brá á það ráð að þvo legið og kæla það í klaka. Kom hann leginu síðan fyrir í kúnni, saumaði og gaf henni sýklalyf. Aðgerð þessi heppnaðist með slík- um ágætum að kýrin lifði í mörg ár til viðbótar.23 Flestir sem ég hef rætt við segja Þorlák hafa verið afburða hesta- mann og slunginn dýralækni en ekki mikinn búmann. Þessi gríðar- legi áhugi á hestum og umstangið í kringum dýralækningarnar hafa eflaust tekið allan hans tíma. Þorlákur átti aldrei stóran bústofn en var með nokkrar kýr, á fjórða hundrað sauðfjár og auk þess tals- verða garðrækt. Með Eyjarhólajörðinni fylgdu fáein hlunnindi eins og fýlatekja og strandreki.21 Vitaskuld fylgdi því mikil vinna að halda búinu gangandi í Eyjar- hólum og þurfti Ingibjörg og síðar börnin, þegar þau uxu úr grasi, Þ A Ð BÆTIR HVERN BRAGNA AÐ BEÍTA ÞEIM HESTI sagncr 24 árgangur 04 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.