Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 11

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 11
runa að státa heldur tveimur. Sú hugsun leggur áherslu á íslend- inga sem sérstæðan hóp, ólíkan upprunahópunum sem blönduðust saman og mynduðu hina göfugu íslensku þjóð. Það virðist nokkuð ljóst að skrif þessara manna voru mjög í anda þjóðemishyggjunnar og má skoða sem framlag þeirra til sjálfstæð- isbaráttunnar. Þeir nýttu sér báðir söguleg rök og vísuðu þá fyrst og fremst til íslendingasagnanna og Landnámu. MANNKYNBÆTUR Á sama tíma voru önnur vísindi að öðlast auknar vinsældir á þessum tíma, einkum í Þýskalandi og Bandaríkjunum, en það var „kynbótastefnan" (eugenics).‘ Þar bættust nýir liðsmenn í hóp þeirra manna sem héldu fram göfugum uppruna fslendinga. Ólafur Ó. Lárusson, héraðslæknir, birti í Eimreiðinni árið 1925 stutta rit- gerð sem ber mjög keim af þessari stefnu þó svo að hann noti orðið „ættvísi" um sama fyrirbæri. Hann tók undir skoðanir þeirra Björns og Jóns og taldi uppruna íslendinga merkilegan: [landnámsmenn] voru allflestir af góðu bergi brotnir. Ýmsir þeirra voru af beztu ættum heimalandsins ... Þessi hrausta og harð- gera þjóð var afspringur þess norræna kyns, kvísl Germana þeirra, er leitað höfðu í norðurveg ... Kraftur landnámsmanna var runninn þeim í merg og bein frá forfeðrum hins norræna kyns, sem í margar raunir höfðu ratað, enda hafa afkomendurnir reynst ódrepandi, þrátt fyrir alt og alt, sem yfir þá hefur dunið ... Eiginleika þessa þróttmikla norræna kyns hefur íslenzka þjóðin erft, til sálar og lík- ama.’ Ólafur lauk síðan ritgerð sinni á hugleiðingu um mikilvægi þess að varðveita „hið göfuga norræna kyn“ hér á landi svo ekki hljótist af „kynspilling.“ Þarna má hugsa sér að Ólafur taki mið af skoðun- um Guðmundar Finnbogasonar, landsbókavarðar, en hann hafði þremur árum áður kynnt mannbótastefnuna ítarlega í grein í And- vara þar sem hann rakti sögu hennar og varaði við að það myndi miða „til kynspella, ef inn í landið flyzt alls konar ruslaralýður, ver ættaður en þeir, sem fyrir eru.““ Þannig mátti alls ekki spilla hinum göfuga kynþætti sem hafðist við á íslandi og hafði gert í meira en þúsund ár. Guðmundur Finnbogason birti síðan grein í Skírni árið 1925 þar sem sömu hugmyndum var haldið á lofti: Þegar land er nýfundið fjarri öðrum löndum, þá veljast þangað í fyrstu einkum þeir, sem einhver framgirni, atorka og áræði er í... [s]é nú litið til íslands, þá voru aðalmennirnir, er hingað fluttu í öndverðu, úrvalsmenn.’ Ekki taldi Guðmundur það nóg heldur staðhæfði að ,,[f]yrstu ís- lendingarnir voru fyrir ofan meðallag kyns síns eða nálega hvers annars kyns að andlegu atgjörvi: íslendingar nútímans eru enn fyr- ir ofan meðallag kyns síns.“10 Þarna blönduðust saman hugmyndir að uppruni íslendinga væri afskaplega göfugur og að fslendingar væru svo til óblandaðir öðrum þjóðum. Það þýðir samkvæmt áliti Guðmundar að íslendingar árið 1925 væru slíkt úrvalsfólk að leit- un væri á og þá sérstaklega vegna hins göfuga uppruna sem síðan hefði haldist óbreyttur allt frá landnámi. Annar Guðmundur sem einnig lét málið til sín taka var Guð- mundur Hannesson, prófessor í læknisfræði. Hann skrifaði í And- vara árið 1924 grein sem hann nefndi „Norræna kynið.“ Þar lýsti hann einkennum hinna ýmsu kynþátta og eiginleikum þeirra og að sjálfsögðu taldi hann íslendinga til hins göfuga norræna kyns. Hann rakti síðan afrek þess og taldi jafnvel að Grikkir til forna hafi verið af norrænu kyni. Hann lauk grein sinni á hvatningu til íslend- inga um að halda kynstofninum hreinum: Á síðustu árum hefir og víða sú skoðun komið í ljós, að menning og gifta þjóðanna sje að mestu bundin við norrænt kyn og að aftur- förin sje vís, ef það hverfur og blóð þess blandast svo, að það njóti sín ekki... Þessi arfur hefir hlotnast oss íslendingum og vonandi er, að hann nægi oss til nýrrar frægðar og framkvæmda." Þarna birtist hinn göfugi norræni uppruni enn og aftur. Annars lagði Guðmundur Hannesson nokkuð á sig fyrir málstaðinn því að hann gerði samanburðarmælingar á Islendingum, með aðferðum mannfræðinnar, væntanlega til þess að fá fram vísindaleg rök fyrir máli sínu. Mannfræðilegar mælingar segja því miður ekkert til um N GÖFUGI UPPRUNI hversu göfugur uppruninn er en Guðmundur Hannesson taldi þó að niðurstöður mælinganna staðfestu frásagnir fornsagnanna.12 MALDAÐ í MÓINN Ekki virtust þó allir jafn sannfærðir um hinn göfuga uppruna ís- lendinga. Jakob J. Smári, menntaskólakennari, birti í tímaritinu Eimreiðinni árið 1925 grein sem hann nefndi „Norræn sál.“ Þar vitnaði hann í rit eftir þýskan mann að nafni Dr. Clausz. Eftir að hafa haft augun hjá sér og skoðað fólkið í kringum sig með kenn- ingar Dr. Clausz í huga sagði Jakob sem svo: Hér á Islandi hefur lítið verið átt við mannfræðilegar mælingar, en mér virðist svo, sem hér séu til öll þau þrjú kyn, sem höf. talar helzt um (norræna, austræna og vestræna kynið), þótt lang-mest beri á því norræna.13 Jakob virðist því ekki jafn sannfærður um sannleiksgildi kenning- anna um hinn göfuga norræna uppruna íslendinga sem svo margir samtíðarmenn hans vildu halda fram á þessum tíma. Þarna má jafnvel segja að rödd skynseminnar heyrist til mótvægis við kenn- ingar mannkynbótamanna og að ljósi efasemdanna sé varpað á þær. Jakob hélt áfram að vitna í Dr. Clausz: Clausz tekur mönnum réttilega vara fyrir því, að hyggja, að eitt kynið sé gáfaðara eða heimskara en annað, og gerir gys að því, að mannfræðingarnir telji jafnan það kynið gáfaðast og bezt, er þeir teljist sjálfir til.14 I grein í Eimreiðinni árið 1931 var Jakob enn á sömu skoðun og sagði þar litla sögu um tvo sýrlenska stúdenta er hér voru á ferð en birtust Jakobi svo seinna sem bændur vestan úr Miðdölum. Reynd- ar var ekki um sömu menn að ræða en greinarhöfundur segir þá hafa verið nauðalíka.15 Og þá hljóta menn að fara að velta fyrir sér upprunanum og skyldleika bænda vestan af landi við Sýrlendinga. : Eru Sýrlendingar kannski forfeður íslendinga? Eiga þeir hugsan- lega sameiginlega forfeður? Hvað er þá orðið um hugmyndirnar um hið göfuga norræna kyn? Annan mann má hér einnig nefna til sögunnar en það er mann- fræðingurinn Eiður S. Kvaran. I grein í Skírni árið 1934 notaði Eið- ur aðferðir mannfræðinnar til athugunar á mannlýsingum í íslensk- um fornsögum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt þeim gátu landnámsmenn: með engu móti hafa verið af einum og sama kynstofni. Megin- | þorri þeirra hefir verið af norrænum kynstofni ... en einnig hefir ÍSLENDINGA sagnir 24 árgangur 04 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.