Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 17
Eru yfirlitsrít best til þess fallin aö kenna sögu?
Sú aðferð að kenna yfirlitssögu fyrst tel ég mjög mikilvæga til
þess að öðlast ákveðin grunn. Ég held að þegar við segjum að slík
grunnþekking sé ekki nauðsynleg þá vill það gleymast að grunn-
þekkingin er ákveðinn stökkpallur að dýpri skilningi. Það er erfitt
að draga ályktanir og kafa dýpra í söguna ef yfirlitsþekkingin er
engin. Hins vegar má spyrja hvort þessi aðferð sé nauðsynleg í há-
skóla. Einn nemandi minn sem fór í sagnfræðinám í háskólanum
sagði við mig að hann væri að fara sama hringinn í þriðja sinn;
fyrst var gróft yfirlit í grunnskóla, þá kom yfirlitskennsla í fram-
haldsskóla og loks nokkrir yfirlitsáfangar í háskólanum. Spurning-
in er hvort ekki megi samræma kennsluna milli skólastiga og þá
hvort nauðsyn sé að halda áfram tímabilaskiptri yfirlitskennslu í
háskólanámi.
Hvernig finnst þér aö mœtti samrœma kennsluna?
Hugmyndin er að 16 ára nemandi komi í framhaldsskóla og hljóti
kennslu í yfirlitssögu og þannig mætti losna við þá gríðarlegu yfir-
ferð sem einkennir háskólasagnfræðina. Það þarf að eiga sér stað
ákveðin hugarfarsbreyting hjá kennurum. Við erum oft of upp-
teknir af því að leiða nemendur í gegnum söguna í stað þess að
treysta þeim fyrir þekkingaleitinni. Ég trúi að með því að semja
góða yfirlitsbók geti nemendur sótt sér þekkinguna sjálfir og í
kennslu megi þá fara dýpra ofan í ákveðin efni. Stundum virka yf-
irlitsritin sem þægilegt kennsluform fyrir suma kennara; þá þarf
minna að hafa fyrir kennslunni því öll umgjörðin er til staðar. f
valáföngunum þarf að hafa meira fyrir efninu, leita það uppi
hverju sinni. Það er ákveðin hætta á því fyrir kennara að hjakka
alltaf í sama farinu. Það liggur í eðli kennslunnar að gera það sama
og eftir ákveðin tíma er komin hefð fyrir einhverju efni umfram
annað. Við vorum mörgjákvæð gagnvart nýju námskránni því hún
losaði okkur undan þessu hefðbundna kennsluformi og bauð upp á
meira val. Hugmyndin var að auka samkeppni milli greina og
bjóða upp á meira val, en eins og áður sagði þá skortir reynsluna
af þessari nýju námskrá til þess að geta fullyrt um hvort þessi hugs-
un gengur upp.
Ég hef trú á því að sögubækur geti skipt máli. Það er tíska í dag
að tala illa um sögubækur Jónasar frá Hriflu en þær voru frábærar
að því leyti að þær vöktu áhuga. Mér fannst þær mjög skemmtileg-
ar sem krakki. Hann setti söguna upp á vafasaman hátt, stillti upp
góðu gegn illu eins og söguskoðunin um góðu íslendingana gegn
vondu Dönunum. Gunnar Karlsson hefur nefnt þetta vekjandi
sögu. Að vekja nemendur til umhugsunar er einmitt það sem
grunn- og barnaskólar geta gert best. Mér finnst oft mikilvægt að
taka afstöðu, t.d. varðandi nasismann. Og ég legg ekki sjónarmið
deiluaðila í kalda stríðinu að jöfnu.. Ég er kannski afslappaðri í
áföngum þar sem þroskaðri nemendur eru en það er hægt að fara
yfir strikið. Einnig er mögulegt að vera eins hlutlaus og hægt er og
drepa allan áhuga. Það er lenska í háskólanum að setja fyrirvara
við allt saman en það er hægt að ganga of langt í þeim efnum.
Þetta er skiljanlega viðkvæmt málefni þar sem innræting í skólum
hefur verið deilumál og kennarar orðnir gætnari í kennslu. Við eig-
um að geta treyst nemendum sem gagnrýnt hugsandi verum.
LÁRA MAGNÚSARDÓTTIR
Fædd árið 1960, tók verslunarpróf og lauk stúdentsprófi
frá M.H. Hún útskrifaðist úr Háskóla íslands með B.A.-
gráðu í sagnfræöi. Stundaði framhaldsnám í miðaldafræð-
um við sama skóla og miðaldasagnfræði við Háskólann í
Genf. Lára lærðí spænsku á árunum 1980-82 og frönsku
1995-96 og lauk námskeíði fyrir aðstoðarmenn við kvik-
myndagerð við Kvikinyndaskóla islands 1998. Hún er nú í
doktorsnámi víð Háskóla islands.
Af hverju valdiröu sagnfrœöi?
Ég hóf nám í almennum málvísindum en fannst vanta
meiri menntun og hætti við að taka þau til 90 eininga af því
að í svona lítilli skor eru svo fá námskeið í boði og mér
fannst ég ekki geta beint náminu að neinu sérstöku. Mig
langaði ekki að læra bókmenntir og vildi þess vegna ekki
taka íslensku sem aukagrein, þótt ég hefði tekið þar marga
málfræðikúrsa. Ég endaði því eiginlega fyrir tilviljun í sagn-
fræði. í mínum huga var sagnfræði strákafag sem mér fannst
ekki voðalega spennandi til að byrja með, en þegar ég hóf
nám þar var aftur á móti konum að fjölga í deildinni. Að-
ferðafræðikennslan í sagnfræðinni fannst mér frábær, það
var ekkert svoleiðis í íslenskunni og málvísindunum. Mér
fannst ég læra mikið og fann líka að fagið átti ágætlega við
mig að mörgu leyti. Aginn í aðferðinni var góður skóli og að
mörgu leyti hentaði tjáningarmáti sagnfræðinnar mér betur
en í málfræði. Ég var mjög ánægð með kennsluhættina.
Hvert er þitt sérsvið í faginu?
Ég skrifaði B.A.-ritgerð mína hjá Gísla Gunnarssyni og
spurði í henni hvað hafi mótað heimsmynd alþýðu annað en
kirkjan á 18. öld. Hugmyndin vaknaði þegar ég tók nám-
skeið hjá Inga Sigurðssyni prófessor og las um upplýsingar-
LÁRA MAGN
O
N