Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 56

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 56
UNDANHALD SAMKVÆMT ÁÆTLUN fram en í þetta skiptið settu skæruliðarnir markið lægra þar sem þeir vissu að Bandaríkjamenn gætu enn beitt herstyrk sínum öfugt við Frakka árin 1953 og 1954. Karnow taldi Norður-Víetnama fúsa til þess að ganga til viðræðna í þeirri von að atburðarásin myndi leiða til þess að þeir næðu völdum.29 I apríl 1968 gagnrýndi Morgunblaðið Bandaríkjaforseta og stjórn hans fyrir að standa ekki við yfirlýsingar um að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til þess að ræða við Norður-Víetnama hvar og hvenær sem væri. Þá hafði dregist í þrjár vikur að ákveða fundarstað þótt fjölmargar borgir í öllum heimsálfum hefðu verið nefndar.30 Eftir að samkomulag náðist um að viðræður færu fram í París var því fagnað en Morgunblaðið varaði jafnframt við því að þær gætu tek- ið langan tíma og á meðan yrði væntanlega áfram barist af mikilli hörku. Blaðið taldi að hernaðarlegt jafnvægi hefði náðst í Víetnam og því væru litlar líkur á að annar hvor aðilinn gæti unnið hernað- arsigur í stríðinu. Sú staða vekti vonir um að samningaviðræður yrðu árangursn'kar.’' Sumarið 1968 birtust ekki leiðarar um Víetnamstríðið í Morgun- blaðinu. I júní var morðið á Robert Kennedy helsta umfjöllunar- efnið og í ágúst beindist öll athyglin, eins og gefur að skilja, að inn- rás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. í nóvember tilkynnti Johnson síðan að öllum loftárásum á Norður-Víetnam yrði hætt.32 I byrjun janúar 1969 fjallaði Morgunblaðið um væntanleg stjórn- arskipti í Bandaríkjunum. Þar var tekið vel í það að Richard M. Nixon hyggðist skipa Henry Cabot Lodge, fyrrverandi sendiherra í Saigon, sem aðalsamningafulltrúa Bandaríkjanna í viðræðunum í Morgunblaðið fór mikinn í gagnrýni sinni á stjórnvöld í Hanoi og á „friðar- dúfur“ kommúnista á íslandi sem hefðu ekki mótmælt árásunum í Suður-Ví- etnam. París. Blaðið velti fyrir sér hver stefna Nixons yrði í stríðinu. Hann hefði sagt að hann vildi ljúka stríðinu en ekki væri endanlega ljóst hvaða leiðir hann veldi, hvort Bandaríkjastjórn myndi standa við skuldbindingar sínar við stjórnina í Suður-Víetnam eða hvort reynt yrði að leysa málið sama hvað það kostaði. Von Morgunblaðsins var að Nixon tækist að binda enda á stríðið „án þess að ofurselja Suður-Víetnam harðstjórn kommúnista."33 Það fór ekki mikið fyrir bjartsýni í þessum orðum blaðsins og það virtist sjá endalokin fyrir. Síðar í mánuðinum var þó ekki annað að sjá Morgunblaðið næði upp smá sjálfstrausti á ný. í leiðara sem skrifaður var í tilefni af for- setaskiptunum sagði Morgunblaðið eftirfarandi: [Kjommúnistar virðast loks gera sér grein fyrir því, að þeim muni ekki auðnast að vinna sigur í Víetnam og eru þess vegna fúsari til viðræðna um stjórnmálalega lausn deilunnar en þeir hafa verið fram til þessa.34 Á sama tíma og allt var í hnút í samningaviðræðunum í París í byrjun febrúar 1969 hófu Viet Minh eldflaugaárásir á Saigon og fleiri borgir í Suður-Víetnam. f leiðara voru árásirnar kallaðar hryðjuverk og talað var um morð á friðelskandi borgurum. Morg- unblaðið fór mikinn í gagnrýni sinni á stjórnvöld í Hanoi og á „frið- ardúfur“ kommúnista á íslandi sem hefðu ekki mótmælt árásunum í Suður-Víetnam. Blaðið sagði íslensku kommúnistadeildina, eins og það var orðað, engan frið vilja og þar á bæ vonuðu menn að stríðið yrði sem lengst og blóðugast til þess að unnt væri að nota það áfram í áróðursskyni gegn Bandaríkjamönnum og stuðnings- mönnum þeirra.35 MY LAI Seinni hluta nóvember 1969 fóru að berast fréttir af voðaverkum bandarískra hermanna í Víetnam og að rannsókn væri hafin vegna ásakana um fjöldamorð á óbreyttum borgurum í My Lai.36 Frétt af ódæðisverkum bandarískra hermanna var á forsíðu Morgunblaðs- ins 27. nóvember og um þau var fjallað í leiðara. í blaðinu var einnig að finna frásögn sjónarvotta af morðunum í My Lai. Greint var frá frétt breska blaðsins Observer af hópi hermanna sem rændi ungri stúlku, misþyrmdi henni kynferðislega og myrti hana að lok- um. Einnig var talað um fjöldamorðin í My Lai. Blaðið sagði að glæpir sem þessir yrðu ekki afsakaðir með því að í Suður-Víetnam færi fram styrjöld né þvf að kommúnistar gerðust sekir um svipaða glæpi. Ymsir þættir í sögu Bandaríkjanna yllu því að gerðar væru meiri kröfur til þeirra en annarra. Ef Bandaríkin gerðu ekki hreint fyrir sínum dyrum gæti farið svo að sá siðferðilegi grunnur, sem þau stæðu á sem forystuþjóð lýðræðis í heiminum, kynni að bresta. Morgunblaðið spurði að Iokum hvort þetta væri ekki einn megin- tilgangur kommúnista með Víetnamstríðinu.37 Þetta var í fyrsta skipti sem fjallað var um það í leiðara að eitt- hvað siðferðilega rangt hefði átt sér stað af hálfu Bandarfkjamanna og bandamanna þeirra í stríðsátökunum. Yfirleitt voru slík voða- verk eignuð hermönnum Suður-Víetnam og almennt var það af- staða blaðsins að slíkir atburðir væru því miður óhjákvæmilegir fylgifiskar stríðsátaka. Hin fræga mynd þar sem Nguyen Ngoc Loan hershöfðingi, yfirmaður lögreglunnar í Suður-Víetnam, tók skæruliða Viet Minh af lífi birtist á forsíðu Morgunblaðsins með yf- irskriftinni: „Þeir myrtu landa mína.1138 Stutt frétt sem fylgdi snerist öll urn réttlætingu hershöfðingjans fyrir aftökunni sem Morgun- blaðið sagði réttilega kaldrifjaða. í „Reykjavíkurbréfi“ þar sem fjallað var um stríðsglæpina í My Lai var í fyrsta skipti talað um að- gerðir Bandaríkjahers í Víetnam sem hryðjuverk.39 Fram til þess dags höfðu þær ávallt heitið „hernaður" og orðið hryðjuverk ein- göngu notað um baráttuaðferðir Viet Minh.40 I október dró til tíðinda er Nixon lagði fram tillögur til þess að ná samningum við Norður-Víetnama. í tillögunum bauð hann m.a. tafarlaust vopnahlé án skilyrða undir erlendu eftirliti og kölluð yrði saman ný friðarráðstefna samhliða viðræðum í París. Að auki yrði herlið flutt brott frá Víetnam og víetnamska þjóðin fengi að ráða framtíð sinni og allir stríðsfangar í Víetnam yrðu látnir lausir þegar í stað án viðræðna og skilyrða.41 í leiðara þar sem farið var yfir tillögur Nixons var þeim fagnað mjög um leið og lýst var yfir áhyggjum af því að kommúnistar myndu ekki fallast á þessar tillög- ur frekar en aðrar. Um styrjöldina í Víetnam sagði blaðið: Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna hafa að flestra dómi verið ill nauðsyn, á sama hátt og aðild frelsisunnandi ríkja í Kóreu átti á sínum tíma þátt í að stöðva yfirgang kommúnista þar... [Sjtyrjöldin í Víetnam hefur orðið Bandaríkjunum verulegur álitshnekkir, stefna þeirra hefur verið misjafnlega ákveðin, um styrjöldina hafa orðið mikil átök heimafyrir í Bandaríkjunum, hún hefur veikt þjóðina, en ekki styrkt, sundrað henni en ekki sameinað. Með þessa vitneskju í huga hafa kommúnistar ekki haft sérstakan áhuga á friðsamlegri lausn Víetnam styrjaldarinnar.42 Frá október 1970 fram í aprílbyrjun 1971 voru engin ritstjómar- skrif um Víetnamstríðið. Þá var gagnrýni kommúnista og ýmissa vinstrimanna á afstöðu Morgunblaðsins til Víetnamstríðsins tekin fyrir í „Reykjavíkurbréfi" m.a. fullyrðingar um að Morgunblaðið styddi fjöldamorð sem framin væru í Víetnam. Því taldi blaðið þörf á að árétta stefnu sína í Víetnammálinu: Morgunblaðið virðist hafa sinnt lítt því hlutverki sínu að skýra fólki frá afstöðu sinni til Víetnamstríðsins. Þar virðist margt hafa farið fyrir ofan garð og neðan. En stefna blaðsins er skýr og ótví- ræð: Ríkisstjóm Islands á að ná samkomulagi við aðrar norrænar þjóðir um það, að þær krefjist þess á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna að allur erlendur her fari þegar úr öllum sjálfstæðum löndum í Indókína.43 0 1 54 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04MORGUNBLAÐIÐ O G V í E T N A M 19 6 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.