Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 14
HINN GÖFUGl
UPPRUNIÍSLENDINGA
Margir íslendingar hafa séð forfeður sína í rómantísku Ijósi sem hetjur og hreystimenni
■' \ r ' J ú&lfí'Áí- -■)' •’a' á \ »5
,i*w ] • ™ I ; Jj 'r ' y j y., sa i .*t-y- , i fin ^ ’Sr ' j -vvn
11 V-’: 1
Jft' jf J | i Jl
r ^LiiH iHflPicr-:/ í' .& IfM
■ jggj. 1 1 - JlfWji Jy ?| ||| w\ 1. 'i l’ |LÍ1
M -tftjjP'y gAL' p: 1 ÍM | ■ m \ I a J *
0 f JHHr BB' 1, •
H: 1 i Jr Mi m. á K i H 1 ■ p \ * *
jjp I 1 m/p
þegar veruleikinn fjarlægist þær hugmyndir sem þeir gera sér um
heiminn."41 Þetta leiðir af sér að þeir sem ekki bera hin augljósu
einkenni göfugs norræns uppruna hljóti því að vera mengaðir af er-
lendum áhrifum sunnar úr álfunni:
Halda skyldi Þjóðinni og tungunni „hreinum.“ ... Vegna dýrmætr-
ar sameignar sinnar, þ.e. hreins kynstofns, hreinnar tungu og einn-
ar stéttar, átti íslensk þjóð að hafa allar forsendur til að standa sam-
einuð í öllum málum.4-
Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að íslensk þjóðernis-
hyggja í upphafi 20. aldar virðist ekki á neinn hátt frábrugðin þjóð-
ernishyggju eins og hún birtist víða annars staðar eða almennum
skilgreiningum á henni. Það á þó einkum við þjóðernishyggju smá-
þjóða:
Þótt íslenskt þjóðfélag stæði vanmáttugt gagnvart framfarahyggju
nútímans átti þjóðin sér ríka bókmenntaarfleifð og tungu sem
hafði varðveist lítt breytt í gegnum aldirnar. Þessar aðstæður voru
hinn ákjósanlegasti jarðvegur fyrir mikilmennskuhugmyndir
byggðar á minnimáttarkennd.43
Mikilmennskuhugmyndir birtast enn í þeirri hugsun að þjóðin,
sem menn telja sig tilheyra, sé betri, gáfaðri, fallegri, tali betra og
göfugra tungumál o.s.frv. heldur en aðrar þjóðir. Minnimáttar-
kennd íslenskrar þjóðernishyggju birtist ennþá í því að enn eigum
„við“ sterkustu karlmennina og fallegustu konurnar.
ÞÉR LANDNEMAR HETJUR AF KONUNGAKYNI
Hugmyndir þjóðernishyggjunnar má að sjálfsögðu rekja lengra
aftur í tímann en hér hefur verið gert. Hugmyndin um hið hreina
fagra tungumál, íslenskuna, varð áberandi á 19. öld og má jafnvel
rekja ennþá lengra aftur eða allt til rita Arngríms lærða. Mál-
hreinsunarmenn gengu svo fram á vígvöllin og hreinsuðu tungu-
málið af erlendum „slæmum“ áhrifum og skáru úr um hvað væri
rétt og hvað rangt. Að sjálfsögðu var svo íslenskan talin „eðal-
tungumál" og æðri öðrum tungumálum.44 Gat það því ekki alveg
eins átt við um mannfólkið?
Hugmyndin um hinn göfuga uppruna virðist þó ekki vera notuð
af þjóðfrelsisbaráttumönnum sem vopn í baráttunni fyrr en í upp-
hafi 20. aldar.
Að vísu var erfiðara í framkvæmd að hreinsa íslensku þjóðina af
hinum slæmu erlendu áhrifum þótt ákveðnar hugmyndir hafi kom-
ið fram í þá átt, þ.e. hugmyndir mannkynbótastefnunnar. Aftur á
móti rnátti hamra á hinum göfuga uppruna þjóðarinnar. Upp-
runann var hægt að líta á sem óbreytanlega staðreynd sem varð því
jafn göfugur kynslóðum saman.
Með ættfræðinni fá menn svo upp í hendurnar skjalfesta sönnun á
göfugum uppruna. I ættfræði skiptir talsverðu máli að finna merki-
lega forfeður og halda nafni þeirra á lofti. Ættfræðin gegnir auk
þess skilgreiningarhlutverki, þ.e.a.s. samkvæmt skilgreiningu
mannfræðinnar, að finna út hverjum menn mega giftast og eiga af-
kvæmi með og hverjum ekki. Mismunandi reglur gilda um það í
hinum ólíku samfélögum hvernig fólk má eða má ekki vera skylt
maka sínum. Einnig tengist ættfræðin þeirri þörf mannsins að skil-
greina sjálfan sig. Ef honum tekst nú með hjálp ættfræðinnar að
finna göfuga forfeður, þá gerir það hann merkilegri en annað fólk.
Ef við færum nú þetta yfir á hópinn sem maðurinn telur sig tilheyra
eða í þessu tilfelli hina svokölluðu íslensku þjóð þá gerir það hana
einnig göfugri og merkilegri en aðrar þjóðir einmitt vegna hins göf-
uga uppruna.
Islendingasögurnar, sem með réttu eru enn taldar bókmenntir á
heimsmælikvarða, voru óræk skráð og skjalfest sönnun á fornri
frægð og göfugum uppruna fbúanna. Hetjur sagnanna, þeir Gissur
og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll, voru forfeður íslendinga sem
hver maður gat rakið ættir sínar til. Þeir voru síðan, samkvæmt ætt-
færslum íslendingasagnanna, komnir af bestu og mætustu höfð-
ingjum Noregs og írlands. Ekki mátti það minna vera en að þeir
væru síðan sumir ættfærðir til konunga og drottninga sem þýðir að
samkvæmt mýtunni voru íslendingar því eðalbornir og ættgöfugir
hvar sem á var litið. Það sönnuðu ísiendingasögumar svo ekki varð
um villst.
í því sambandi má benda á að Eiður Kvaran mannfræðingur kom
fram með þá hugmynd á millistríðsárunum, sem voru blómatími
þessara hugmynda, að jafnvel bókmenntaarfurinn ætti sér sínar
genetísku ástæður. Fenginn að erfðum ef svo má segja. Út frá því
gekk einnig þýski forleggjarinn Diederichs sem gaf út íslendinga-
sögurnar á þýsku í upphafi 20. aldar.45 Sömu hugmynd má einnig
sjá í skrifum þýskra og ítalskra tímarita háskólamanna á árum
seinni heimsstyrjaldarinnar.4'’
Hugmyndin um hina hreinræktuðu einsleitu þjóð af göfugum
uppruna virðist því augljóslega tilbúningur. Hugmyndin tengist
sjálfstæðisbaráttunni undir merkjum þjóðernishyggjunnar og til-
heyrir þeirri hugmyndafræði. I raun og veru er fátt sem bendir til
þess að íslensk þjóðernisbarátta hafi verið hugmyndafræðilega frá-
brugðin þjóðernisbaráttu annarra smáþjóða Evrópu. Hugmyndin
um hinn göfuga uppruna er mýta sem fengin var að láni úr hug-
myndabanka þjóðernisstefnunnar. Þá má í framhaldi af því spyrja
þeirrar spurningar hvort íslendingar hafi frá upphafi verið mikið
annað en sami hrærigrauturinn og ýmsar aðrar þjóðir Evrópu?
12 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 H I N N
U P P R U N
SLENDINGA