Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 22

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 22
UM HVAÐ VAR DEILT7 Stjórnarráðs viðræður um efnahagsmál í september 1968. Frá vinstri: Lúðvík Jósefsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson og Jóhann Hafstein. leysi. Eitt skilyrði til þess að hagkvæmur iðnaður risi upp á íslandi var að hann myndi njóta þeirra tollakjara sem iðnaður annarra þjóða naut svo hann yrði samkeppnishæfur.22 Stuðningsmenn EFTA sáu fyrir sér að í framtíðinni yrði hægt að efla iðnað á Islandi með orkuframleiðslu með nýtingu fossafls og jarðhita. Um þetta leyti var farið að byggja álver í Straumsvík og þegar því yrði lokið væri til nýtt innlent hráefni á hagstæðu verði sem gæti orðið undirstaða margvíslegs málmiðnaðar. Hins vegar benti Jóhannes Nordal á það að íslenski markaðurinn væri of lítill til þess að hægt yrði að byggja hagkvæmt álvinnsluver sem yrði samkeppnishæft við stórfyrirtæki annarra landa. Allsstaðar væru framleiðsluvörur úr áli tollskyldar og lítil von væri því á að veruleg- ur áliðnaður gæti vaxið á fslandi nema íslendingar fengju aðgang að erlendum mörkuðum, eins og myndi fást með aðild að EFTA.23 í fundargerð EFTA-nefndarinnar frá ágústmánuði árið 1968 kemur fram að rætt hafi verið við fulltrúa iðnaðarins um það hvort ísland ætti að sækja um aðild að EFTA. Þeir viðmælendur sem rætt var við voru síður en svo á móti því að aðildarbeiðni af íslands hálfu yrði lögð fram en sögðu þó að ýmis aðlögunarvandamál gætu komið upp. Töldu þeir að þau vandamál myndu án efa leysast og þannig myndi iðnaðurinn vaxa og nýjar útflutningsgreinar geta ris- ið. Vildu þeir að sú stefna yrði mótuð gagnvart iðnaðinum að hann nyti alls ekki lakari kjara en sjávarútvegurinn.24 Nokkru síðar barst Gylfa Þ. Gíslasyni bréf frá Félagi íslenzkra iðnrekenda þar sern kom fram að stjórn félagsins teldi það rétt að sækja um aðild „þannig að unnt sé að gera sér fullkomna grein fyr- Árið 1966 var áætlað að um 3800 manns ynnu við þá iðnaðar- framleiðslu þar sem talið var að neikvæðra áhrifa myndi gæta af af- námi tolla og hafta samfara aðild að EFTA. Þetta voru tæp 5% alls vinnandi fólks í landinu og um 19% þeirra sem störfuðu við iðnað í heild sinni.19 Andstæðingar EFTA-aðildarinnar óttuðust mikið atvinnuleysi ef íslenski iðnaðurinn yrði ekki lengur varinn með tollum og höftum. Menn gátu þó ekki lokað augunum fyrir því að eitthvað varð að gera til þess að bæta efnahagsástandið á íslandi. Erfiðleikar á sölu sjávarafurða héidu áfram og verðfall á mörgum mikilvægum sjávar- afurðum var yfirvofandi, ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar í heiminum á þessum tíma. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri taldi að ekki væri nein von um verulega aukningu útflutnings nema fslendingar fengju greiðan og tollfrjálsan aðgang að stórum mörkuðum.20 Með inngöngu í EFTA myndi 100 milljóna manna markaður opnast og því veltu menn fyrir sér hvaða hlutverki ís- lenskur iðnaður þyrfti að gegna í atvinnulífinu í framtíðinni. f frum- greinum þjóðarbúskapsins, landbúnaði og sjávarútvegi, hafði vinn- andi fólki fækkað mjög mikið hlutfallslega og samkvæmt áætlun Efnahags-stofnunarinnar var gert ráð fyrir að fjöldinn sem stund- aði fiskveiðar myndi standa í stað en í landbúnaði yrði fækkun.21 Mikil fólksfjölgun hafði verið á íslandi um langt skeið og því fór vinnufæru fólki fjölgandi. Óbreyttir atvinnuvegir íslendinga gátu ekki tekið við fjölgun vinnandi fólks. Ýmsir töldu því að uppbygg- ing atvinnuvega þyrfti að breytast í átt til miklu rneiri eiginlegrar iðnvæðingar til þess að ekki yrði efnhagsleg stöðnun og atvinnu- 20 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 A Ð I L D I N A Ð FRÍVERSLUNA RS M T Ö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.