Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 70
.FELLAPAKKIÐ
í GEITÓINU'
Á þessari mynd sést vel hvernig byggingarkraninn gekk á teinum meðfram blokkunum.
son fram tillögu í borgarstjórn, þar sem hann fór fram á að vegna
mikils aðstreymis fólks í Breiðholtshverfin skyldi borgarverkfræð-
ingi falið að gera áætlun, sem miðaði að því að flýta verklegum
framkvæmdum og uppbyggingu þjónustu í hverfunum.:4 A þessum
fjórum árum hafði þó ýmislegt verið gert, stofnuð var Breiðholts-
nefnd og líka Framfarafélag Breiðholts 3 en þau voru bæði með
það að markmiði að flýta fyrir og koma á ýmis konar þjónustu fyr-
ir íbúa hverfisins. í apríl 1973 kom eftirfarandi fram í fréttabréfi
Framfarafélagsins:
Framfarafél. Breiðholts 3 er ungt félag með mörg óleyst verkefni
framundan. Eitt af þeim er að hlúa sem bezt að börnum okkar og
reyna að veita þeim aðhald og öryggi. Þarfir íbúa hverfisins og
barna þeirra eru misjafnar, en öllum börnum er nauðsynlegt að
geta notið útivistar og foreldrum þeirra að geta veitt þeim útivist. í
okkar hverfi er þessum þörfum ekki fullnægt og ber okkur því brýn
nauðsyn að benda ráðamönnum borgarinnar á það afleita ástand
sem hér ríkir. Við höfum frétt, að úrbóta væri að vænta seinni hluta
sumars í fyrsta lagi, en síðan höfum við haft spurnir af því, að þetta
yrði kannski fyrr, en allar aðstæður í hverfinu hvetja okkur til að
reyna að flýta þessu að mun. Byggingarframkvæmdir þær, sem eiga
sér stað í Fellunum, við Vesturberg og í Hólahlutanum, skapa svo
gífurlega umferð, að öllum stafar stórhætta af og þá ekki sízt smá-
börnum. Undirskriftarsöfnun var því talin óumflýjanleg og var
henni hrundið af stað.25
68 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 UPPBYGGIN
Við afhendingu undirskriftalistans, kvað borgarstjóri það rétt að
hverfið hefði vaxið mun örar en gert var ráð fyrir í skipulagningu
þess. Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar gerði ekki ráð fyrir því
að hverfið yrði fullbyggt fyrr en um 1980. f bréfi til borgarstjóra
segir Framfarafélagið m.a. að:
[Mjikill hugur (sé( í íbúum hverfisins varðandi félagslega aðstöðu
fyrir börn og unglinga, sem því miður hafa, enn sem komið er, ekki
í önnur hús að venda en götuna, byggingar og hin ágætu óskipu-
lögðu svæði... Það er því ekki um óeðlilega kröfugerð að ræða frá
6500 íbúa hverfi (sem verður væntanlega ca. 10.000 íbúa nú í haust
og ca. 15.000 íbúa haustið 1974) að fara fram á, að félagsleg að-
staða fyrir a.m.k. börn og unglinga verði fyrir hendi.26
í kjölfar baráttu Framfarafélagsins var íþróttafélag Breiðholts 3
stofnað 17. maí 1973 sem sfðar varð íþróttafélagið Leiknir og fé-
lagsmiðstöðin Fellahellir stofnsett í kjallara Fellaskóla árið 1974.27
GÓLANHÆÐIR OG GASASVÆÐIÐ!
Margar greinar hafa verið skrifaðar um Breiðholtið og í mörgum
þeirra er mikil neikvæðni í garð hverfisins. í blaðagreinum endur-
speglast oft viðhorf fólks, en ýmislegt rýrir heimildagildi þeirra.
Þar koma oft fram ýmsar fullyrðingar sem standast ekki, sleggju-
dómar auk þess sem margt er sagt í hita leiksins. I gegnum tíðina
hefur verið talað um Breiðholtið sem eina heild en ekki þrjú hverfi
sem í bjuggu um 20. þúsund manns. Oftar en ekki var þá verið að
G EFRA-BREIÐHOt