Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 88
,JEG ER fÆDD
í CANADA OG ÞVl CANADÍSK AÐ ÆIT...
bréfin af töluverðri tilfinningasemi sem róaðist svolítið eftir því
sem árin liðu og þær, sérstaklega þó Stefanía, upplifðu miklar sorg-
ir. Stefanía taldi Soffíu ekki aðeins vera frænku á íslandi sem hún
skrifaði einstaka bréf heldur nána og mikilvæga vinkonu. Hún taldi
sig vera mjög nána Soffíu í anda og þær komust að því að þær voru
um margt líkar og þeim þótti greinilega mjög vænt hvorri um aðra.
Um hver jól sendu þær hvor annarri gjafir.27 Það er því ljóst að þær
Stefanía og Soffía hafa náð að tengjast traustum vináttuböndum og
ég tel að bréfaskriftunum geti engan veginn hafa verið lokið árið
1947 þó svo að síðasta varðveitta bréfið í safninu sé frá því ári.
Bréfaskriftir þeirra bera þess vitni að hafa verið sérstakur hluti af
lífi þeirra rétt eins þörfin fyrir að eiga vini er hluti af lífi hvers ein-
staklings:
mér finst ég þekki þig svo vel þó ég hafi aldrey sjeð þig, enn það
er í gegnum brjefin þín sem eru svo elskulega góð og innileg, ég
vildi bara að við ættum eftir að sjást og geta talast við, því það er
svo fátt af því sem ég vildi seiga sem er hægt að sitja á brjef
miða...28
Af bréfasambandi Soffíu og Stefaníu má glöggt sjá að þær treystu
hvor á aðra þegar allt annað brást.
Mikill tilfinningaþrungi kom fram þegar um lát náinna fjölskyldu-
meðlima var að ræða. Fyrst var það þegar faðir systranna dó, orð-
inn háaldraður maður og var í rauninni léttir að dauðanum en lát
hans var þó sárt.29 Þetta var þó andlát aldraðs manns sem var farin
að þrá hvfldina. Það sama er ekki hægt að segja um andlát Ragn-
heiðar. Systurnar voru greinilega mjög nánar.30 Viðhorfið til dauð-
ans er oft eitthvað á þessa leið: svona gengur það, það hlýtur að
hafa átt að fara svona. Þegar erfitt er að sætta sig við hlutina þá er
líka erfitt að finna rökréttar skýringar og sárin eru lengi að gróa ef
þau gróa einhvern tíma. Dauði Ragnheiðar tók mjög á Stefaníu en
hún fékk þó lítið ljós í myrkrinu. Ljós sem Ragnheiður skyldi eftir í
hennar umsjá. Og ljósið fékk nafnið Ránka Bettý Joan, en var alltaf
kölluð Bettý. Það átti að kalla hana Ránku en einhvern veginn fékk
sig aldrei neinn til að byrja á því. Amma hennar byrjaði á því að
kalla hana Bettý og það nafn fylgdi henni.31
Stefanía var lengi í sárum eftir dauða Ragnheiðar og fékk í raun-
inni ekki langan tíma til að syrgja áður en næsta áfall dundi yfir.
Árið 1935 greindist Guðrún systir hennar með sjúkdóm sem hún
kallaði innvortis mein en ég giska á að það sé krabbamein.32 Sjúk-
dómi þessum fylgdu mikil og erfið veikindi, stundum sjúkrahúsleg-
ur og stöku sinnum þurfti Stefanía að hjúkra henni heima en þetta
voru tvö erfið ár því sjúkdómurinn leiddi Guðrúnu til dauða árið
1937.33 Ég hef ekki bréfið þar sem Stefanía sagði Soffíu frá dauða
Guðrúnar en hún er ekki eins þrumu lostin af sorg eins og hún
hafði verið eftir dauða Ragnheiðar. Andlát Guðrúnar átti sér lang-
an aðdraganda og líklega var hann hálfgerður léttir því Guðrún var
orðin rúmliggjandi, með drep í fæti en annar fóturinn á henni var
alveg svartur og dauður. Andlát Ragnheiðar var því það erfiðasta
sem Stefanía glímdi við þegar talað er um sorgina þvf jafnvel árið
1937, þegar Stefanía samhryggðist Soffíu vegna dauða föður henn-
ar, ýfðust upp gömul sár sem enn sátu eftir vegna dauða Ragnheið-
ar.34
Viðbrögð Stefaníu við sorginni koma heim og saman við þær skil-
greiningar á sorg og sorgarviðbrögðum sem Sigurður G. Magnús-
son talar um í bók sinni Menntun, ást og sorg. Þar vann hann með
eftirfarandi skilgreiningu:
Sorgin er skilgreind sem saknaðartilfinning sem brýst fram eða er
tjáð í orðum, sem starfsleiði, þunglyndi, svefn- eða lystarleysi eða
önnur teikn um óreiðu vegna fráfalls ákveðins einstaklings eða ein-
staklinga. Sorgin getur einnig komið fram sem löngun til endur-
funda við hinn látna eða til að heyra frá honum.35
Sigurður talar um að allar kenningar um sorg og sorgarviðbrögð
leiði að þeirri niðurstöðu að því minna sem unnið er úr sorginni því
meiri áhrif hafi hún á framtíð fólks.36 Þær kenningar sem hann
vinnur með miðast einnig við að áfallið sem fylgir dauða náinna
ættingja sé oft minna þegar aðdragandi dauðsfallsins sé langur. Það
er kenningin um fyrirfram gefna sorg. Þegar þannig er farið er það
oft vonin sem hjálpar fólki að takast á við sorgina. Á meðan hin
langdregnu veikindi eru að ganga yfir þá heldur fólk alltaf í vonina
um að allt verði betra. Fólk hefur þannig langan tíma til að búa sig
undir missinn. Vinnan við sorgarferlið byrjar þá í raun þegar grun-
urinn kviknar um að viðkomandi komi líklega til með að deyja. Þó
að sorgin sé mikil þegar viðkomandi svo deyr þá er aðstandandinn
búinn að fá tíma til að undirbúa sig fyrir áfallið[asdf2].37 Sigurður
veltir svo fyrir sér hvort þetta sé ekki hægt að yfirfæra á stærra sam-
hengi. Það er að segja að kenningin taki til þess þegar fólk lifi í
stöðugum ótta við dauðann. Dauðinn er alltaf nálægur. Við slíkar
aðstæður telur Sigurður að kenningin um fyrirfram gefna sorg verði
að varanlegu ástandi.38 Þessar kenningar má heimfæra upp á sorg-
arviðbrögð Stefaníu. Bæði hvað varðar einstök dauðsföll og einnig
hvað varðar viðhorf til dauðans yfirleitt. Dauðinn var alltaf nálæg-
ur en það sést berlega í öll þau skipti þegar varnagli er sleginn eins
og „ef ég lifi[asdf3]“39 eða „ef guð gefur mér að ég veikist ekki.“40
Oftast þegar hún lýsti einhverjum áformum þá fylgdi einhver at-
hugasemd af þessu tagi. Hvað varðar einstök dauðsföll er hægt að
sjá mismunandi viðbrögð Stefaníu við dauða föður síns og Guðrún-
ar annars vegar og svo Ragnheiðar hins vegar. Kenningin um fyrir-
fram gefna sorg passar einmitt við viðbrögð hennar við dauða föð-
urins og Guðrúnar en dauði Ragnheiðar tók verulega á hana og var
mikið meira og erfiðara áfall.
Önnur kynslóð Vestur-íslendinga, og þá
er ég að tala um þá sem voru fæddir og
aldir upp eingöngu í Kanada og þekktu
ísland ekki af eigin raun, tel ég að hafi
álitið sig Kanadamenn þó svo að ræt-
uraar til íslands hafi verið mjög sterkar
ÞJÓÐERNI OG ÞJÓÐERNISKENND
Það hafa margir haldið því fram að íslendingar í Kanada hafi
lengi haldið þjóðareinkennum sínum en ég held þó að þessi sameig-
inlegu þjóðareinkenni hafi aðeins komið fram í umgengni á meðal
íslendinga sjálfra. í umgengni við kanadískt samfélag held ég að
þeir hafi fallið inn í það samfélag, að minnsta kosti þegar leið að
lokum nítjándu aldar og tuttugasta öldin gekk í garð. Önnur kyn-
slóð Vestur-íslendinga, og þá er ég að tala um þá sem voru fæddir
og aldir upp eingöngu í Kanada og þekktu ísland ekki af eigin raun,
tel ég að hafi álitið sig Kanadamenn þó svo að ræturnar til íslands
hafi verið mjög sterkar[asdf4]. Þessar rætur komu fram sem róman-
tískur ljómi sem þessu fólki þótti stafa af íslandi. Það var myndin
sem það fékk af landinu í gegnum sögur foreldra sinna og myndin
sem það hélt lifandi í sínum hugarheimi. Þetta fólk þekkti ekki ís-
land af eigin raun og fólkið sem það umgekkst var að minnstu ís-
lendingar nema nánasta fjölskylda. Það sem mér finnst hins vegar
undravert er að gamla fólkið sem flutti til Vesturheims komst sumt
af allt sitt líf án þess að læra nokkurn tíma ensku. Það á við um
hjónin á Skíðastöðum. Þau lærðu aldrei ensku og þ.a.l. var ekkert
annað tungumál en íslenska talað á þeirra heimili. Það háði þeim
þó nokkuð þegar kom fram á tuttugustu öldina því þau gátu aldrei
farið neitt án þess að eitthvað af börnunum þeirra væri með þeim
til að túlka.
Það má svo velta fyrir sér þeirri staðreynd að fjölskyldan sem ól af
sér þessa annarrar kynslóðar Vestur-Islendinga var rammís-
lensk[asdf5]. Það hlýtur að hafa haft mikil áhrif á þessa einstak-
linga að alast upp hjá alíslenskri fjölskyldu. Það að vera íslendingar
var stór hluti af sjálfsmynd foreldra Stebbu og Ránku[asdf6] og
86 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 EINSÖGURANNSOKN A
TVEGGJA VESTUR
SLENSKRA