Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 82

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 82
'GÓÐKVENDI GÖFUGTVAR... KAUPSTAÐAFERÐIR Merkilegt er að sjá í bréfi frá 12. ágúst 1812 að Guðrún hefur fengið að fara með í kaupstað árlega, frá því hún var 9 ára gömul: Eg kom fyrst í kaupstað, þegar ég var 9 ára, og síðan árlega, og seinast nú, þann 14. júlí, og nú er ég á 73 ári, og hef alltjafnt haft nokkuð burt með mér, af kramvöru, nema nú í síðasta sinn. Maske ég lifi ei til, að koma þar oftar.*1 Ef Guðrún kom fyrst í kaupstað þegar hún var níu ára, hefur það verið árið 1749. Það ár varð Skúli faðir hennar landfógeti og má því álykta að þessi kaupstaðarferð hafi staðið í tengslum við fóstur hennar á Miðgrund. Þaðan í frá fékk hún að fara með í kaupstað- inn árlega. Ástandið í landinu árið 1812 var slæmt og það sem til var hjá kaupmönnum var svo dýrt að enginn hafði efni á að versla það. Guðrún gerði dýrtíðina hjá kaupmönnunum að umtalsefni og segir einnig að lítið hafi verið til af vörum í landinu. Hún ritaði um þessi atriði í bréfi frá 16. ágúst 1812: „Lítið gagn af kaupstöðunum, því matvaran sem til var, kostaði svo mikið, að enginn fátækur, gat keypt nokkuð.“5, Ástæðan fyrir því að ástandið var svo slæmt í þetta sinn, var m.a. sú að við landið var hafís og lítið af skipum komst til kaupmanna. Þá hefur myntbreytingin í Danaveldi haft einhver áhrif á dýrtíð- ina hér þar sem lítið sem ekkert fékkst fyrir seðlana og nefndi Guðrún það í bréfi frá 27. ágúst 1814: Ein ólukka lands vors, er það að banco seðlarnir eru orðnir ónýt- ir, því það voru margir, bæði meiri, og minni háttar, sem áttu mikið af þeim, en ekkert að kalla af mynt. Nú taka danskir þá hér, á 8 til 12 skþldingaj hvorn, svo þar sem vörumar þrjóta, til að kaupa nauðsynjarnar, þá reitast burt peningarnir, en enginn peningur kemur í skarðið, svo ég held hér verði peninga hallæri.58 LOKAORÐ Varðveitt bréf Guðrúnar eru á margan hátt sérstök og það ekki síst fyrir fjölbreytileika þeirra. Efni þeirra er margvíslegt sama á hvoru tímabilinu þau voru skrifuð. Áhugasvið Guðrúnar hefur greinilega verið annað þegar hún var ekkja í Skagafirði og hafði umsjón með jörðum föður síns í fjarveru hans. Þar skrifaði hún mest um búskap og efni tengt honum ásamt því að fjalla mikið um fjárhagsáhyggjur sínar og lýsa þessi bréf því mjög vel raunum skuldugrar ekkju á þessum tíma. Eftir að hún var flutt í Viðey þurfti hún ekki að hafa áhyggjur af búskap lengur og bréf hennar bera merki um allt aðrar áherslur en áður. Þá skrifaði hún um dauðsföll, giftingar, veðurfar, náttúruhamfarir og annað sem líklegt var að viðtakandi hefði áhuga á. Þá eru þessi bréf frábær lýsing á áhrifum Napóleonsstyrjaldanna á verslun og verðlag á íslandi á fyrri hluta 18. aldar. Allar konur á þessum tíma áttu að stunda hannyrðir og þar var Guðrún fremst í flokki og var líklega laghentari við þá iðju en aðr- ar miðað við þær heimildir sem áður hafa verið nefndar. Þó að Guðrún hafi átt margt sameiginlegt með kynsystrum sínum frá sama tíma þá hafði hún sérstöðu á margan hátt eins og að vera dóttir fyrsta íslenska landfógetans. Það þótti mjög merkilegt að fá íslenskan mann í þetta embætti og hefur eflaust haft áhrif á börn hans. Guðrún og systur hennar voru að auki sérstakar að því leyti að þær fengu heimakennslu eins og bræður þeirra og var Guðrún mjög vel menntuð á mælikvarða þess tíma og er sama hvort miðað er við konur eða karlmenn. Bent hefur verið á að hún hafi kunnað bæði dönsku og þýsku og almennt verið einstaklega vel lesin. Bréf Guðrúnar Skúladóttur eldri eru áhugaverð, fjölbreytt og skemmtileg. Þau fanga anda líðandi stundar og eru frábær sam- tímaheimild um raunir skuldugrar ekkju í Skagafirði sem þyrsti í erlendar fréttir og vörur. Óskir og þrár Guðrúnar birtust í bréfun- um sem varpa smá glætu á hugarheim liðinnar tíðar. Tilvísanir 1 Jón Þorláksson, íslenzk Ijóðabók, II. deild, Kaupmannahöfn, 1843, bls. 277. Þessi texti er úr erfiljóði sem Björg Halldórsdóttir að Hálsi í Fnjóskadal bað um að saminn yrði um Guðrúnu við andlát hennar. I texta á undan ljóðinu kemur fram að Guðrún hafi látist 20. júní 1816. 2 Sem dæmi um útgáfu á persónulegum heimild- um má nefna bókaflokk sem fékk nafnið Sýnis- bók íslenskrar alþýðumenningar. Fjallað er um ýmsa þætti þessara heimilda í bókunum svo sem sendibréf, dagbækur, ævisögur, sjálfsævisögur o.fl. 3 Sjá t.d. „Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Á vit persónulegra heimilda“ Sagnir 22. árg. 2001, bls. 72-79. Þar er rætt við þrjá sagnfræð- inga, eða verðandi sagnfræðinga sem sérhæfa sig á þessu sviði. 4 Meðal þess sem Finnur Sigmundsson stóð fyrir útgáfu á voru tvö bindi af sendibréfum ýmissa kvenna. Eru það Konur skrifa bréf. Sendibréf 1797-1907, Finnur Sigmundsson bjó til prentunar, Reykjavík, 1961. - Sendibréf frá íslenzkum kon- um 1784-1900, Finnur Sigmundsson bjó til prent- unar, Reykjavík, 1952. 5 Húsfreyjan á Bessastöðum. Bréf Ingibjargar Jónsdóttur til bróður síns, Gríms amtmanns, Finnur Sigmundsson bjó til prentunar, Reykja- vík, 1946. 6 Karítas Kristjánsdóttir, „„Verði á mér Guðs vilji!" Um bréfabók Valgerðar Jónsdóttur í Skál- holti frá 1796-1806“, BA-ritgerð í guðfræði við Háskóla íslands 1999, Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. 7 Lbs. 3407, 4to, Guðrún Skúladóttir til Gríms Jónssonar amtmanns. 8 Þau bréf eru í Lbs. 1321, 4to. - í. B. 7, fol, Guð- rún Skúladóttir til Sveins Pálssonar læknis. - Einnig 3407, 4to. - Ny kgl. sml. 3268, 4to, V. (filma), Guðrún Skúladóttir til Gríms Jónssonar amtmanns. - ÞÍ. E. 8, Skúli Magnússon, en þar er að finna bréf Guðrúnar til föður síns. 9 Sendibréf frá íslenzkum konum 1784-1900, bls. 14-18 og 42-57. 10 Lbs. 20, fol, Skúli Magnússon til Guðrúnar Skúladóttur. - Jón Ásgrímsson til Guðrúnar Skúladóttur. 11 Páll E. Ólason, íslenzkar œviskrár. Frá land- námstímum til ársloka 1940, III. bindi, Reykja- vík, 1950, bls. 274. - í Bogi Benediktsson, Sýslu- mannaœfir. IV. bindi, Reykjavík, 1909-1915, bls. 624, er Guðrún sögð fædd 1739. - í ævisögu Skúla eftir Jón Jakobsson kemur fram að Guð- rún sé fædd 1740, sbr. Jón Jakobsson, „Skúli Magnússon", Merkir íslendingar. Ævisögur og minningargreinar, V. bindi, Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar, Reykjavík, 1951, bls. 43. 12 ÞÍ. Hannes Þorsteinsson, Æfir lœrðra manna, Sjá umfjöllun um Jón Snorrason sýslumann Skagafjarðarsýslu, bls. 9. 13 Jón J. Aðils, Skúli Magnússon landfógeti 1711-1911, Reykjavík, 1911, bls. 290. 14 Hrefna Róbertsdóttir, Landsins forbetran. 80 SAGNIR 24 ARGANGUR '04 S E N D B R E F GUÐRÚNAR £ SKULADOTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.