Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 36

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 36
HVERVER I I HUN kaupenda gerði því erfitt fyrir. Sífelldar beiðnir um að kaupendur borgi blaðið bera vitni um það. Einnig kom fram að ritstýran hagnaðist ekkert á blaðinu en gerði sig ánægða með að halda því skuldlausu. Hækkun prentkostnaðar þrengdi að því eins og öðrum blöðum á landinu og má teljast merkilegt að það skuli ekki hafa gefið upp öndina fyrr. Inga Lára hélt sífellt í vonina um að tímarnir yrðu betri og hún gæti stækkað blaðið. Loks árið 1926 kom blaðið út í helmingi stærra broti og sagði hún í ritstýruspjallinu að það hafi verið um tvennt að ræða, að stækka það og vonast þannig eftir auknum vinsældum eða leggja upp laupana. Kom fram oftar en einu sinni að hún varð fyrir vonbrigðum með gengi blaðsins og átti bágt með að trúa því að konur vildu ganga af eina kvennablaði bæjarins dauðu. I síðasta tölublaðinu ríkti óvissa um hvort það kæmi út aftur eða ekki, hún var ekki viss. Hún hafði lagt óhemju vinnu í blaðið og því yrði það henni sárt að sjá það leggjast niður en sendi lesendum sínum kveðju ef svo yrði. Það varð síðasta kveðjan.69 LOKAORÐ Inga Lára Lárusdóttir markaði sér stöðu sem ein róttækasta kvenrétt- indakona íslendinga á fyrri hluta 20. aldar. Tímarit hennar, 19. júní, var pólitískt þjóðmálarit og Inga Lára ekki aðeins sú sem skráði sögu kven- réttindabaráttunnar á þessum tíma heldur greindi hún hana einnig og túlkaði. Hún tók sér stöðu sem pólitískur þjóðfélagsskýrandi á svipaðan hátt og Bríet og gaf henni hvergi eftir. Inga Lára var þjóðfélagsgagnrýn- andi, kröftug í skrifum sínum og lék stórt hlutverk innan kvennabarátt- unar. Tímarit hennar var málsvari kvenréttindakvenna frá upphafi til endaloka. Hún tók upp hanskann fyrir kvenréttindi við hvert tilefni og aðrar kvenréttindakonur notuðu einnig 19. júní til að koma skoðunum sínum á framfæri. 19. júní var fyrst og fremst kvenréttindablað. Steinunn H. Bjarnason var viss um að Ingu Láru yrði minnst um aldur og ævi fyrir störf sín og frumkvæði þegar hún skrifaði: „Þegar saga kvenréttinda- málsins verður skráð mun Inga Lárusdóttir fá þar veglegan sess; hún hefur sjálf lagt fram málgögnin í 19. júní.“70 Þessi ósk hefur enn ekki ræst. Tilvísanir I Hagemann, Gro, „Det kvinnelige element, lutret og styrket. Kvinnesak og kvinnelighed 1 forrige árhundredets Kristiania", H0ydeskrekk. Kvinner og offentlighet, ritstj. Gro Hagemann og Anne Krogstad, Osló, 1994, bls. 29-32. 2 ÞÍ. Kirknasafn. Ministerialbók Selárdals- prestakalls V-Barðastrandarsýslu 1873-1906, aðföng BA 6, bls. 14. 3 Alþingismannatal 1845-1995, ritnefnd Vig- dís Jónsdóttir o.fl., Reykjavík, 1996, bls. 309- 310. - íslenzkir guðfrœðingar 1847-1947. Minningarrit á aldarafmæli Prestaskólans, Björn Magnússon tók saman, II. bindi, Reykjavík, 1947, bls. 184-185. - Páll E. Ólafs- son, íslenzkar œviskrár J-N. Frá landnáms- tímum til ársloka 1940, III. bindi, Reykjavík, 1950, bls. 385-386. - Sveinn Níelsson, Presta- tal og Prófastar á íslandi, Reykjavík, 1949, bls. 182-183. 4 Agnar Kl. Jónsson, Lögfrœðingatal 1736- 1950, Reykjavík, 1950, bls. 273-274. - íslensk- ir guðfrœðingar 1847-1947, bls. 184-185. - Páll E. Ólafsson, íslenzkar œviskrár J-N, bls. 385- 386. 5 Borgarskjalasafn. Gjörðabók skólanefndar 1901-1931, bls. 11-41. - Magnús M. Lárusson, íslenzkir guðfræðingar 1847-1947, bls. 184- 185. - Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, ritnefnd Guðrún P. Helgadóttir o.fl., Reykja- vík, 1974, bls. 291. 6 Kvennskólinn í Reykjavík 1874-1974, bls. 79, 318. 7 Borgarskjalasafn. Gjörðabók barnaskóla- nefndar 1901-1931, bls. 66. - Ólafur Þ. Krist- jánsson, Kennaratal á fslandi, I. bindi, Reykjavík, 1958, bls. 301. - Sigríður Thorlaci- us, Saga Bandalags kvenna í Reykjavík 1917- 1977, Reykjavík, 1983, bls. 114. - Steinunn H. Bjarnason, „Inga Lárusdóttir, kennari. 23. sept. 1880-7. nóv. 1949“, Nýtt kvennablað 11. árg. 1. tbl. 1950, bls. 4. 8 Kvennablaðið 17. árg. 5. tbl. 1911, bls. 37. - Gísli Jónsson, Konur og kosningar. Þœttir úr sögu íslenskrar kvennréttindabaráttu, Reykja- vík, 1977, bls. 98. 9 Borgarskjalasafn. Gjörðabók barnaskóla- nefndar 1901-1931, bls. 165-172,188. 10 Skólaskýrsla Kvennaskólans í Reykjavík 1923-1948 og 1948-1951, bls. 61. - Sigríður Thorlacius, Saga Bandalags kvenna, bls. 114. - Steinunn H. Bjarnason, „Inga Lárusdóttir, kennari", bls. 4. II Borgarskjalasafn. Manntal í Reykjavík 1920. - Alþingismannatal, bls. 309-310. - Lbs. 699 fol. Einkaskjöl og skilrfki úr dánarbúi Ólafs Lárussonar. Til samanburðar voru árs- laun Ingu Láru frá Barnaskólanum veturinn 1916-1917 u.þ.b. 950 kr. Arfurinn sem hún fékk eftir föður sinn var að verðmæti 26.500 kr., þar af rúmlega 2190 kr. í lausafé. Átti þá eftir að skipta 21.493,45 kr. á milli systkin- anna fimm. 34 SAGNIR 24 ÁRGANGUR '04 N G A L Á R A L Á R U S D Ó T T R O G T í M A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.