Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 86
,JEG ER FÆDD
(CANADA OG ÞVÍ CANADÍSK AÐ ÆH...
Stefanía Elínþóra
Þórðardóttir
Stefanía var búin með sína lágmarks skólagöngu 16 ára og hún
hafði engan áhuga á að fara að heiman og vinna: „Ég hef ekki farið
í vinnu að heiman en þá, meg lángar ekkert til að fara að heiman
ég held ég sje nú sampt nóu gömul til þess, því ég verð 16 ára ef ég
lifi 18. Júlí.“13 Næstu árin var Stefanía því heima hjá foreldrum
sínum og hjálpaði þar til við heimilishaldið ásamt því að lifa lífinu
eins og aðrar ungar kanadískar stúlkur.
Hjá Ragnheiði var þessu öðruvísi farið enda var hún eldri og bar
ábyrgð á sjálfri sér. Hún virðist þó hafa lifað fremur fjölbreyttu lífi.
Hún vann við hin ýmsu störf sem í boði voru fyrir ungar konur á
þessum tíma og eru mörg dæmi í bréfunum um þau störf sem
Ránka gegndi. Má þar nefna afgreiðslustörf, aðhlynningu eða
þjónustu í heimahúsum.
Árið 1928 giftist Ragnheiður enskum manni þá 32 ára gömul.
Eftir það vann hún úti nær eingöngu á sumrin en var heimavinn-
andi á veturna. Hjónin unnu öll sumur á einhvers konar heimili
fyrir fátæk börn og mæður þeirra.14 Eftir að Ránka gifti sig virðist
hún hafa tekið að sér hið hefðbundna kvenhlutverk sem húsmóðir.
Hún var heima að hugsa um heimilið á meðan maðurinn vann þó
svo að þau væru aðeins tvö á heimilinu: „Okkur líður vel og mað-
urin minn hefur altaf vinnu.“15 Ástandið virðist þó versna í
Winnipeg á árunum 1930-1931 og hafði hann þá litla eða enga
vinnu en þá bar líka svo við að Ránka var í vinnu þannig að hún
virtist fara að vinna þegar nauðsyn var.16 Slæmt atvinnuástand
kom þó ekki endilega illa niður á þeim því þau höfðu alltaf vinn-
una í Campinum en það kallaði hún heimilið þar sem þau unnu á
sumrin.
Það er því nokkuð ljóst að störfin sem í boði voru fyrir ungar
konur í Kanada á fyrstu áratugum 20. aldar voru nokkuð fjölbreytt.
Líklega hafa þær þó tekið öll þau störf sem þeim buðust. Þær
höfðu að öllum líkindum lítil efni á að velja úr eða velja sér ein-
hvern sérstakan starfsframa. Til þess hefði auðvitað þurft að
rnennta sig en það var einmitt það sem sumar gerðu. Þær völdu að
vera sjálfstæðar. Stefanía var ein þeirra og hún tilkynnti Soffíu í
bréfi frá 10. október 1923 að hún ætlaði sér að fara aftur í skóla og
í öðru bréfi sagði hún að stefnan væri að verða hjúkrunarkona.17
Soffía fékk að fylgjast með hjúkrunarnámi Stefaníu frá upphafi.
Stefanía hélt áfram að skrifa henni þó að bréfunum fækkaði í u.þ.b.
1-2 á ári þau ár sem hún var í námi. Bréfin bárust þó reglulega
þannig að þær héldu alltaf sambandi. í nóvember 1925 skrifaði
Stefanía að hún hefði þurft að taka próf eftir að hún var búin að
vera í þrjá mánuði við sjúkrahúsið, launalaust. Þær sem náðu því
prófi fengu að halda áfram í næsta áfanga, sem hún fékk og þá fór
hún að fá laun, 14 dollara á mánuði.18 í lokaprófunum vorið 1928
var hún svo „næst hæðst í mínum klassa.“19
Þegar hún hafði lokið prófi og orðin fullgild hjúkrunarkona sem
hafði „nokkurs konar leyfi til að nursa hvar sem er í Manitoba“20
tóku við alls kyns lýsingar á hjúkrunarstörfum hennar. Fyrst var
hún að vinna á spítölum en líklega fannst henni það of bindandi og
erfitt að skreppa heim því fljótlega fór hún að stunda heimahjúkr-
un. Það starf gerði að verkum að hún var á sífelldum flækingi og
það átti nú ekki mjög vel við hana því hún var mjög heimakær: „ég
er svo sjaldan heima og á svo miklum flækjing að vera hjúkrunar
kona er ekki svo gott embætti eftir alt. Þú ert á eintómum flækjing
frá einum stað í annan, frá einum sjúkling til annars að maður hefir
varla tíma til að skrifa...“21
f september árið 1934 hrundi veröld Stefaníu þegar Ragnheiður
systir hennar lést aðeins átta dögum eftir að hún hafði eignast aðra
dóttur sína. Hún dó úr blóðtappa á fertugasta afmælisdeginum sín-
um og brúðkaupsdegi, þann 17. september. Stefanía sat yfir henni
þegar hún dó. Fyrir utan áfallið að takast á við skyndilegan dauða
systur sinnar var hún nú með tvær litlar móðurlausar telpur sem
hún þurfti að hugsa um. Alís, sú eldri sem var fædd í mars árið
1933 var þó að mestu hjá föður sxnum en þá nýfæddu, Bettý Joan,
tók Stefanía að sér og ól upp.22
Eftir að Stefanía tók litlu stúlkuna að sér var ekki mikill tími til
að stökkva í burtu til að sinna hjúkrunarstörfum. Þó hún byggi
heima hjá móður sinni og bræðrum, en faðir hennar dó árið 1933,
þá var móðir hennar orðin of gömul til að Stefanía gæti skilið barn-
ið eftir í hennar höndum, eða réttara sagt vildi hún ekki leggja það
á móður sína.23 Niðurstaðan varð því sú að hún var heima hjá
barninu. Eitthvað var hún þó að fara burtu í stuttan tíma í senn.
Guðrún, elsta systir hennar, dó eftir langvinna baráttu við krabba-
mein árið 1937. Stefanía hafði hjúkrað henni meira og minna frá
árinu 1935, ýmist heima við eða farið með henni til Winnipeg á
sjúkrahús, og hafði hún þá alltaf Bettý litlu með sér. Það má því
segja að fjórði áratugurinn hafi verið sá erfiðasti í lífi Stefaníu.
Faðir hennar og báðar systur dóu og hjúkrunarstarfið vék fyrir
uppeldi og umönnun litlu systurdóttur hennar.
Þessi störf systranna, eins og ég hef lýst þeim, falla vel að þeirri
mynd sem við höfum nú þegar af störfum vestur-íslenskra kvenna.
Þær sem höfðu enga menntun, fyrir utan barnaskólamenntun,
sinntu hinum ýmsu þjónustu- og verslunarstörfum.24 Ef um frekari
menntun hjá konum eða ungum stúlkum var að ræða var líklegast
að kennarastarfið yrði fyrir valinu. Það var kannski vegna þess að
það þótti virðingarvert starf og ekki þurfti langa og tímafreka
menntun til þess að verða kennari eins og kemur fram í sjálfsævi-
sögu landnemadótturinnar Lauru Goodman Salverson: „Ég
[asdfljþurfti bara að ljúka við níunda bekk, bæta við mig einu ári í
kennaradeild (sem var hægt í þá daga) og afla mér svo frægðar og
frama við kennslu...“25 Þannig að ekki er ótrúlegt að mörgum ung-
um stúlkum hafi þótt þetta fýsilegur kostur. í bókinni Bréf Vestur-
Það má því segja að fjórði áratugurinn
hafi verið sá erfiðasti í lífi Stefaníu.
Faðir hennar og báðar systur dóu og
hjúkrunarstarfið vék fyrir uppeldi og
umönnun litlu systurdóttur hennar.
íslendinga II má sjá í mörgum bréfum hvers kyns störf og nám
ungar konur lögðu fyrir sig. Má þar nefna saumastörf, kjólasaums-
nám og tónlistarnám fyrir utan þau störf sem hér hafa þegar verið
nefnd.26
TILFINNINGALÍFIÐ OG SORGIN
Við lestur bréfanna varð ég vitni að tilfinningalegum þroska
tveggja ungra stúlkna. í fyrstu bréfunum var greinilega um óreynd-
ar unglingsstúlkur að ræða en þær þroskuðust og urðu að fullorðn-
um konum mótuðum af reynslu lífsins. Fyrstu árin einkenndust
84 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 UPPBYGGING
E F R A
B R E
Ð H O L T