Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 89

Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 89
MARTHA LILJA MARTHENSDÓTTIR OLSEN minningar foreldranna um ísland fengu stúlkurnar í arf og sá arfur gerði þeim kleift að þekkja og halda tengslum við ísland. Smám saman dró úr íslenskri þjóðernisvitund meðal Vestur-fs- lendinga og tel ég að þessa minnkandi íslensku þjóðernisvitund megi að mörgu leyti færa upp á það að hinum gömlu upprunalegu Vesturförum fór fækkandi. Nú var ekki eftir nema gamalt fólk sem mundi upphaflegu erfiðleikana við landnámið og flutningana og það sem meira var, það var bara þetta fólk sem mundi eftir íslandi. Það fólk sem komst til manns á stríðsárunum var fólk sem hafði fæðst og alist upp í Kanada og taldi sig þ.a.l. vera Kanadamenn og gátu fáir hugsað sér að yfirgefa fósturjörðina nokkru sinni að fullu og öllu. Þess vegna var líka erfitt fyrir þetta fólk að ímynda sér hvernig það hafi verið fyrir foreldra þeirra að yfirgefa sína heima- jörð fyrir fullt og allt. Kanada var heimaland þessa fólk þótt það þýði að sjálfsögðu [asdf7]ekki að það hafi ekki verið stolt af ís- lenskum uppruna sínum. Langflestir voru mjög stoltir af því að geta sagst vera Islendingar. Hinn íslenski uppruni var það sem fólkið reyndi að halda í. Annarrar kynslóðar Vestur-íslendingar voru mjög stoltir af heimalandi foreldra sinna og fannst ísland vera ósnertanlegt töfraland sem þeir voru óendanlega stoltir af að til- heyra. Önnur kynslóð Vestur-íslendinga hafði ekkert raunverulegt Island. Hún hafði bara minninguna um Island sem hún fékk í arf frá foreldrum sínum en minningamar eru þó ansi mikið. Ef við hefðum engar minningar hefðum við líklega enga raunverulega sjálfsmynd. Minningar hvers manns eru hluti af sjálfsmynd hans og þær minningar sem okkur hlotnast frá foreldrum okkar verða þá einnig hluti af sjálfsmynd okkar. Ég tel því að þetta fólk hafi álitið sig vera íslendinga, það er að segja Vestur-íslendinga, og ég held þau hafi reynt að halda í myndina af fslandi. Þetta fólk var í raun- inni bæði Kanadamenn og Islendingar. Uppruni þeirra var þess eðlis að í uppeldi sínu fengu þau reynsluna af hvoru tveggja. Reynsluna af íslandi fengu þau í gegnum foreldra sína en reynslan af Kanada var þeirra persónulega reynsla. Sjálfsmynd þeirra hlaut því að hafa mótast af hvoru tveggja. íslenska þjóðernið var það sem gerði þá sérstaka í Kanada vegna þess að Kanada var að byggjast upp af innflytjendum. Þar komu saman mörg þjóðarbrot og reyndu að mynda sitt eigið sérstaka samfélag, sína eigin sameig- inlegu þjóðernisvitund. Sérkenni íslenska þjóðernisbrotsins var framlag þeirra til myndunar hins kanadíska þjóðernis. Á Skíðastöðum fengu börnin íslenskt uppeldi. Meira að segja las Þórður gamli húslestur á öllum helgidögum, það er „svo lengi sem hann gat fengið yngri kynslóðina til að taka þátt í þeirri helgiat- höfn...“41 Þarna kemur greinilega fram að gamli húsbóndinn hafi reynt að halda uppi gömlum og góðum íslenskum gildum og siðum, en líklega hefur eitthvað farið að halla undan fæti hjá honum hvað það varðaði eftir því sem börnin urðu eldri og fóru að fara meira út í samfélagið. f samfélaginu kynntust þau ekki þessum gildum sem hann reyndi að kenna þeim heima heldur einhverjum allt öðrum. í gegnum uppeldið tel ég að foreldrum stúlknanna hafi tekist að halda minningunni um Island lifandi. Alltaf kom það fram, nánast í hverju einasta bréfi, hversu mikið þær langaði til að sjá ísland, gamla landið, og alltaf töluðu þær um „heim“ og „heima.“ Þetta fengu þær í gegnum uppeldið en í bréfunum kom greinilega fram að þeirra „heima“ var Skíðastaðir og umhverfið þar í kring. Þar slitu þær barnskónum og þaðan áttu þær sínar minningar sem þær töldu sínar dýrmætustu og það kemur berlega í ljós að þarna vildu þær vera og hvergi annars staðar. Samkvæmt margendurteknum orðum í bréfunum þá hoppuðu stúlkurnar í loft upp af gleði þegar bréf kom frá íslandi. Systurnar voru sífellt að spyrja frétta fyrir for- eldra sína af fólki sem þau þekktu þegar þau voru á Hesteyri: „Mamma bað með að biðja þeg að seiga okkur mikið um folken sem þaug þektu, næst þegar að þú skrifar...“42 Þetta er úr fyrsta bréfinu en í mörgum þeirra voru kveðjur frá foreldrunum til vina og ættingja. Auk þess báðu þau Soffíu um að segja sér hvað hafi orðið af fólki sem þau hafa ekki heyrt af lengi, hvernig þeim líði, Soffia Vagnsdóttir .JEG E R F Æ D D 1 CANADA OG t>Vi CANADÍSK AÐ ÆTT * sagnir 24 árgangur 04 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.