Sagnir - 01.06.2004, Blaðsíða 100
SAGNIR
umsogn um
23. árgang Sagna
23. árgangur Sagna kom út sl. sumar
og því með fyrri skipunum. Ber það
vott um góðan vinnuaga ritstjórnar
að Ijúka verkinu með hraði. í ritstjóra-
spjalli, en ritstjórn skipuðu Þóra Fjelsted,
Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Jón Sigurð-
ur Friðriksson, kemur fram að Sagnir séu
„vettvangur sagnfrœðinema, nýútskrif-
aðra eða enn í námi, og hefur þá sér-
stöðu að vera nœr eina tímaritið þar
sem nemar birta hluta af B.A, ritgerðun-
um sínum“ (bls. 3). Hér virðist ritstjórn
hafa mótað sér skýra stefnu því að efni
a.m.k. sex greina er sótt í nýlegar BA-rit-
gerðir. Hér er því um að rœða ársrit sem
er ritað af nýúskrifuðum sagnfrceðing-
um, fremur en sagnfrceðinemum, enda
þótt vissulega séu hér á ferð námsrit-
gerðir.
Sverrir Jakobsson.
UM KRISTNIRÉTT OG KIRKJUMIÐSTÖÐVAR
fslandssaga fyrri alda hefur lengi verið mikilvæg útflutningsafurð, enda þótt
áherslur í kennslu við Háskóla Islands taki ekki mið af því. Áhugi sagnfræði-
nema á íslenskum miðöldum virðist fara vaxandi, en í 22. árgangi Sagna var
miðaldasagan sniðgengin með öllu. Núna hefur tekist að rétta þær áherslur af
þannig að tvær greinar í heftinu fjalla um Islandssögu fyrir 1700. Þar skortir
heldur ekki forvitnileg rannsóknarefni.
Magnús Magnússon hefur rannsakað kristinrétt Árna Magnússonar rækilega,
eins og MA-ritgerð upp á 259 bls. er til vitnis um. í ritgerðinni var fjallað um
varðveislu réttarins í miðaldahandritum (fram til 1551) en nú leitar Magnús á
ný mið og tekur fyrir tvö pappírshandrit frá 17. öld sem ætla má að Árni Magn-
ússon hafi látið skrifa upp (bls. 42).
98 SAGNIR 24 ÁRGANGUR 04 U M S Ö G N
U M 2 3
ÁRGANG SAGNA