Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 10
154
NÝTT HELGAFELL
Er hann bendir, á mig blínir,
ætla að guggna fætur mínir.
Á ég að flýja? Eða hvað?
æ-i, hvermg verður það?
Mefistofeles
bendir:
Kom vinur hér. — Þér heitið Nikódemus.
Handgenginn lœrisveinn:
Já, herra minn, svo nefmst ég — Óremus.
Mefistofeles:
Því sleppum við.
Handgenginn lœrisveinn:
Þér vitið hver ég er?
Mefistofeles:
Já víst. Til ára kommr munuð þér,
og námið orðnir mosavaxnir við.
Það verður einnig lærðum manni að sið.
Menn reisa við sitt hæfi spilahöll,
hjá hinum mestu ei þó hún verður öll.
En meistari yðar merkur er og slyngur,
hinn mæta doktor þekkir almenningur,
hann Wagner, sem af öllum öðrum ber
um allan heimsins lærdóm skjaldborg er
og vizkuna eykur dag frá degi.
Og þeir, sem leita að vísdómsvegi,
þeir vitja hans í stórri hjörð.
Ur lærðra stóli lýsir enginn betur.
hann lykil ber sem sánkti Pétur,
sem opnar hlið að himni og jörð.
Hver fær hans lærdómsljóma metið?
Hans lof og frægð er meiri en nokkur hlaut.
Um Faust er hljótt, þá hans er getið,
því hann einn ruddi nýja braut.
Handgenginn lœrisveinn:
Keiðizt ei hái herra þótt ég segi,
að hér ég betur vita megi.
Þannig farið er þessu stigi eigi
því honum meðfætt lítillætið er.
Sfðan oss hvarf hinn mikli maður,
sem má ei finna, sjaldan er hann glaður,
og endurkomu hans hann fyrir brjósti ber.
Og herbergið, sem Faust var forðum daga,
í engu er breytt að boði hans
og bíður gamla húsbóndans,
svo ínn ég þori varla að vaga.
En hvaða stjörnu er stundin háð?
Mér steinveggirnir fundust nötra,
hrökkva upp skrár og hurðir gnötra;
þér hefðuð ella ei hingað náð.
Mefistofeles:
Hvar lítum vér hinn lærða mann?
Lofið þér mér að finna hann.
Handgenginn lærisveinn:
Æ, við því forboð hans er hart,
ég held að slíkt ég þori vart.
Mánuðum saman verksins mikla vegna
hann vildi ei neinni heimsókn gegna.
Hinn prúðasti meðal lærðra lýða
nú líkist þeim, sem kolin svfða,
ataður sóti og blökkum baugum
blæs í glóð með rauðum augum,
ann sér hvíldar enga bið.
Eldtengurnar glymja við.
Mefistofeles:
Eg veit, mér aðgang vart hann bannar.
Ég verð að meira hði en nokkur annar.
Handgenginn lærisveinn fer burtu.
Mefistofeles
sezt niður með alvörusvip:
Ég hefi tæpast hérna setzt,
er 'heyri ég koma að baki þekktan gest.
Þó er hann, þessi, af yngsta tagi.
Það uggl aust verður hroki í lagi.