Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 18

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 18
162 NÝTT HELGAFELL á við Þónsdal í jökli í nútíð, þátíð og þjóð- sögum; vel meðfarinn sauður yrði fallegri á lagðinn en fó almennt, kúm þyrfti að kemba eins og hrossum og ala stóðið allt með tölu ekki síður en klaufpemnginn, halda til hundum og burstarhana, að öðrum hönum og hænum ógleymdum, og vafa- laust mætti koma sór upp varpi á flesjunum við Stapavatn og varla nauðsynlegt að ein- skorða það við æður; endur og jafnvel svam kvað vera hægt að hæna að ákveðnum tjörnum, hver veit nema sumt af þeim fugli kynm að ílendast og æskja vetrarsetu . . . Þegar hór var konuð hugarórum van- heila piltsins undir lágn súð setti að gest- inum grát með ekkasogum, sem hún ætl- aði ekki að geta kæft, líkast ekkjugrát, þar sem kært hefur verið milli hjóna. Vósteinn skildi hana svo sem: hún hóldi sjálfsagt að hann mundi seint verða mað- ur til að hrinda í framkvæmd jafnmiklum og sumpart annarlegum áformum. En þar skjátlaðist henni. Hún hafði enga hug- mynd um hvað í honum bjó — vel að merkja ef hann fengi að njóta sín. Hvern- ig ætti hana að gruna, hvílíkan óratíma það útheimtir að leggja niður fyrir sór og ráða fram úr stóræðum! Legan langa hafði ekki orðið honum til ónýtis, það var fjarri því að nokkuð hefði farið forgörðum hórna undir glugganum litla. Oðru nær! Það mundi fljótlega vitnast þegar hann fengi heilsuna aftur, þá skyldi hann sýna og sanna Valgerði og öðrum að einmitt sjúk- dómurinn hafði fært honum drýgsta búsí- lagið. Að hún væn orðin honum afhuga eða jafnvel fráhverf kom ekki td mála. Vera mætti — vera mætti að kryppa upp úr baki væri í hennar augum alls ekki til lýta! Það kynni að koma á daginn. Að vísu hafði hún kvöldið sæla snúizt ósköpin öll með manni, sem honum gazt ekki að, vesa- lingnum honum Dodda. Nafnið sagði til um manninn og var þó ekki það afleitasta við hann, hrokagikkinn því líkastur sem ætti hann töluvert undir sór auk skrokk- þungans — reigingurinn dæmalaus. En J'að var þó við áhorfandann á krókbekk að hún hafði sagt: Það ert þú einn sem óg dansa við, — hafði hvíslað því glóðvolgu í eyrað á honum, orðm ómetanleg og tók þó ástríðan þeim fram, tvöfaldaði og raun- ar margfaldaði dýrmætið, enda orð og yl- ur svo miklu ástúðlegri en handtakið: það var orðið eitthvað svo rolulegt, að honum fannst, hlódrægt um skör fram: gerólíkt andhitanum við eyra og vanga. Samt sem áður: allt heimslán er fallvalt. Það spakmæli hafði hann sannað og ætti víst eftir að sanna það betur. Hver veit — — hver veit nema svo kynni að fara, að Valgerður lóti undan ásóknum Dodda — — og ætti hann. Að hún biði eftir sór öllu lengur, því gat Vósteinn Vasandason naumast búizt við, það mundi taka hann enn nokkur ár að ná sór að fullu. Og vera kynni að hún vissi ekki betur: andvöku- nætur ungrar heimasætu eru víst helzti fá- ar. En að hún mundi nokkru sinni geta ,,búið“ með Dodda eins og hún og Vó- steinn bjuggu hór áður fyrr, það var úti- lokað, — vonandi væri hún nógu skynsöm til að sjá það sjálf. Og var þá nokkurt vit í að gifta sig? . . . Vesalmgs Valgerður. Raunar var ekki fyrir að synja, að sá ráða- hagur kynm að verða henni til hamingju — að einhverju leyti. Þá yrði hún þó fyrst og fremst að gleyma bústangi þeirra í barn- æsku, — gleyma honum. Mundi hann nokkurn tíma verða maður til að biðja Guð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.