Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 24

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 24
168 NÝTT HELGAFELL hækkun á fjallinu yfir Hvítingsdal. Þá næðu norðvestanrokin ekki hingað heim á bæina. Mikil lifandi ósköp hefði verið gaman að standa í glaða tunglsljósi uppi á dekki á hvítmálaðri skonnortu undir hvítum seglum hérna úti á sjónum og vera að éta heila brauðköku af frönsku duggukexi með smjöri og svínsfleski ofan á, og horfa á þegar Fellsfjall fæddist og Öræfajökull gaus og eyðilagði Öræfin. Hann gnæfði hátt í vestri frá Hala, frá nónstað norður að Fellsfjalli og 'eitthvað lengra norður bak við vestur- hlíðar þess. Það sá ég á því, að hann var ekki endaður þar sem Fellsfjall byrjaði. Mér sýndist hann vera rétt vestan við það. En þegar ég fór um Breiðamerkursand í fyrsta sinn, sá ég, að það var mikil mis- sýning, og á henni lærði ég að taka eftir því, að fjall, sem sést bak við fjall, sýnist alltaf vera fast hjá því, hvað langt sem er á milli þeirra. Ég heyrði seinna sagt, að röskur göngumaður væri að minnsta kosti þrjá klukkutíma að ganga frá Fellsfjalli beint vestur að rótum Öræfajökuls, og land- ið, sem þar lá á milli, var Breiðamerkur- jökull ofanverður. Hann var ekki nærri eins hár og Fellsfjall og ekki meira en dá- lítill hæðarhryggur í samanburði við Ör- æfajökul, sem reis til himins bak við hann, þegar horft var í vestur og allt til suðvesturs frá Hala. Það var ekkert fjall, sem manni varð eins oft litið á, og Öræfajökull. Hann var svo hár og langur og mikilfenglegur, að maður var farinn að stara á hann, áður en maður vissi af. Hann var eins og risar þjóð- sagnannq við hliðina á mennskum manni í samanburði við önnur fjöll. Og ekkert fjall var fáfræði manns önnur eins ráðgáta. Ég var alltaf að spyrja sjálfan mig: ,,Hvað er eiginlega Öræfajökull?" Hann var svo mikill fyrirferðar, svo margvíslegur, svo óviðráðanlegur í hugsiminni og. svo ólíkur öðrum jöklum, að ég botnaði lengi vel ekk- ert í honum. Breiðamerkurjökull lækkaði fram til dæmis. Öræfajökull hækkaði fram. Hvernig fór hann að því, ef hann var jök- ull? Og það stóð eitthvað dökkt út úr hon- um hér og þar, sem var í engu sambandi hvað við annað. Það stóð ekkert svoleiðis út úr Breiðamerkurjökli. Hann er kallaður jökull, Öræfajökull. Getur það verið, að þetta sé eintómt jökulbákn niður úr, sona geysilega hátt og mishæðótt, framhækkandi og síðan framlækkandi og endar í íslausu fjalli og breiðir sig fyrir næstum áttunda part úr sjóndeildarhringnum. Seint og síðar meir komst ég að raun um, að þetta var risavaxið fjall, þakið jökli og eilífum snjó, sem fell og klettahryggir, tind- ar, strókar og hnappar möruðu upp úr hér Og þar. Jökullinn var skjallahvítur, og í sól- skini sýndist birtan sindra af þessum mikla líkama. Af honum skein þvílíkur mikilleiki og heiðrík ró, þvílíkur hreinleiki og hátign, að maður fór að hugsa alveg ósjálfrátt upp- lyftandi hugsanir, þegar maður horfði á hann. Ahrif hans voru alger andstæða við hina dapurlegu langdregnu og niðurdrag- andi andakt um pínu, blóðrennsli og skugga- legan dauða Passíusálmanna og Vikkhúsar- hugvekja. Þó að Öræfajökull virtist eilífur og óum- breytanlegur að lögun, var hann svo til- breytingarfkur að blæ, að hann varð aldrei þreytandi. Hann endurspeglaði með undur- samlegum næmleik hverja tilbreytingu í lofti og á láði. Hann skipti um blæ og svip með hverri árstíð, hverjum mánuði, hverri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.