Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 42
186
NÝTT HELGAFELL
Þessi forlagatrú á sér engan stuðning í
kenningum nútímavísinda. Vísindin hafa
sannarlega ekki enn opinberað okkur leynd-
ardóma framtíðarinnar, enda þótt þau haíi
kennt okkur ærið margt um einstaka þætti
þjóðíélagsins og hvernig sjá megi fyrir þró-
un þeirra. Þau öfl, sem áhrif hafa á atburða-
rás heimsins og á mannlegt samfélag eru
svo margþætt og flókin, að enn þá hyllir
ekki undir þá tíð, er menn geti sett fram
haldgóðar kenningar um þróunina nokkuð
fram í tímann. Þótt vísindin haíi að vísu
stóraukið þekkingu mannanna, hafa þau
um leið átt verulegan þátt í því að gerbylta
öllu þjóðfélaginu og valda svo örum breyt-
ingum, að engin dæmi eru til áður. Og hinn
sívaxandi hraði atburðarásarinnar hefur
áreiðanlega vegið upp á móti auknum
skilningi á lögmálum þjóðfélagsins^ Enn
stöndum við nútímamenn því á þröskuldi
framtíðarinnar litlu vísari um atburði næsta
dags en forfeður okkar fyrir hundruðum ára.
Saga síðustu áratuga hefur margsinnis fært
okkur heim sanninn um þetta, svo að ekki
verður um villzt. Hvar sáu menn fyrir þrjá-
tíu árum þá veilu í menningu vesturlanda,
er átti eftir að verða að fári nazismans, svo
að eitt dæmi sé nefnt?
Með þessum orðum ætla ég sannarlega
ekki að gera lítið úr afrekum vísindanna.
Hitt verða menn að muna, að þau byggjast
á efa, en ekki trú. Þau ættu að gera mann-
inn umburðarlyndan, en ekki ofstækisfull-
an. Þau eru ekki aðeins bezti leiðbeinandi
okkar í leit að þekkingu, þau eiga líka þrá-
faldlega að benda okkur á þá mörgu hluti,
sem við enn ekki skiljum. En því miður hef-
ur vald það, sem vísindin hafa lagt mönn-
um í hendur, einatt fyllt þá hroka, án þess
að þeir hafi l^ert að meta hina hlið þeirra,
sem er varfærni í dómum og meðvitundin
um takmarkaða þekkingu mannanna.
II.
Eftir þennan formála væri ofdirfska
að spá nokkru um framtíðarhorfur íslend-
inga í þessum róstusama heimi. Hitt er kunn-
ara en frá þurfi að segja, að byltingar þess-
arar aldar hafa ekki siglt hér hjá garði eins
og mörg umbrot í sögu heimsins fyrr á öld-
um. A örskömmum tíma og eftir margra
alda kyrrstöðu hafa Islendingar steypzt út
í hringiðu tuttugustu aldarinnar. Og þeir hafa
lært ótrúlega fljótt að tileinka sér trú nútím-
ans á efnahagslegar framfarir og blessun
þeirra. Af er sú tíð, að Islendingar kveði
heimsósóma af botnlausri svartsýni á ver-
aldarinnar gang. Nú er um að gera fyrir alla
að fylgjast með tímanum, en ákjósanlegast
af öllu er þó að vera á undan samtíð sinni.
Og mörgum stjórnmálamönnum virðist
meira um það hugað að slá sig til riddara
með stórkostlegum tillögum um framtíðina
en að dvelja við vandamál líðandi stundar.
Enginn skyldi lasta framsýni, en það er til
lítils að beina sjónaukanum að drauma-
landinu í fjarska, ef ekki er gætt að þeim
skerjum, sem leynast fyrir stafni.
Sé siglt með gát, hafa Islendingar þó
óneitanlega ástæðu til bjartsýni. Auðlindir
landsins eru miklar fyrir hina litlu þjóð, sem
í því býr, og skiptir þá mestu, að menn hafi
vilja og atorku til að nýta þær til fulls.
Frægur sérfræðingur í hagsögu, prófessor
Rostow, hefur bent á nokkur atriði í viðhorfi
þjóða, sem hann álítur mikilvæga forsendu
efnahagslegra framfara. I fyrsta lagi telur
hann áhuga á vísindalegum rannsóknum, í
öðru lagi tilhneigingu manna til að beita
aðferðum vísindanna við lausn hagnýtra
viðfangsefna, í þriðja lagi er eftirsókn eftir
nýjungum, í fjórða lagi löngun manna í
bætt lífskjör og aukna neyzlu og að lokum
tilhneigingin til fólksfjölgunar.
I öllum þessum greinum virðast íslending-
ar standa forystuþjóðum heimsins á sporði,
nema líklega í fræðilegum rannsóknum og
í hagnýtingu vísinda í þágu atvinnulífsins,
en hvoru tveggja miðar í rétta átt. Hins veg-
ar vantar sízt nýjungagimina eða löngun í
veraldlega velmegun, svo að sumum mun
finnast nóg um. Einnig er enginn vafi á því,
að hin öra fólksfjölgun er mikilvæg for-
senda efnahagslegra framfara í landinu, en