Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 65

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 65
Spádómurinn, verðlaunaleikrit Tryggva Sveinbjörnssonar, var sýnt sex sinnum íyrir hálftómu húsi í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust. Ætli nokkurt leikrit, sem sérstaklega hefur verið verðlaunað, hafi orðið svo skammlíft, er það var tekið til sýningar? Spádómurinn mun upphaflega vera skrifaður á dönsku og mun hafa verið á því máli, er honum voru veitt fyrstu verð- laun í íslenzku deild norrænnar leikritasam- keppni. En nú verður manni á að spyrja, hvernig hann yfirleitt komst inn í þessa keppni, þar sem hann var ekki einu sinni skrifaður á íslenzku, og hvernig fór dóm- nefndin að því að vita, að hann var eftir fslending? Eða hafði hún kannske einhverja vitneskju, sem hún ekki átti að hafa um það, hverjir væru höfundar hinna ýmsu leikrita, sem til keppninnar bárust? En kann- ske er ekki vert að hrella dómnefndina, hún er sjálfsagt búin að hafa nógu margar ang- ursstundir síðan það kom fyrir almennings- sjónir, hvaða kröfur hún gerir til verðlauna- leikrita. En ef dómnefndin var væg í kröfum sín- um, og þótti rétt að taka viljann fyrir verkið, þá voru dómarar blaðanna, þessir skeleggu baráttumenn fyrir góðri leikmennt, ekki al- veg á því að láta slíkt henda sig. Þeir réð- ust að leikritinu með slíku offorsi og óbil- girni, að flestum þótti nóg um. Var Spá- dómurinn sá risi, að til hans hefði þurft að leggja öllum þessum breiðu spjótum? Eins og áður er sagt, mun Spádómurinn upphaflega vera skrifaður á dönsku. Ég er þeirrar trúar, að örlög hans hefðu ekki orð- ið slík sem raun varð á, ef höfundurinn hefði tekið sér þá höfunda íslenzka til fyrirmynd- ar, sem skrifað hafa á erlendum málum, en látið öðrum eftir að snúa verkum -þeirra á íslenzku. Sá boðskapur, sem leikritið flytur, hefur svo oft áður verið fluttur, að hann verður að vera borinn fram af dálítið meiri reisn, ef mönnum á að firmast, að þeir séu að hlusta á eitthvað nýtt. En eitt langar mig til að taka fram. Skamm- lífi Spádómsins verður ekki kennt því, að til flutnings hans hafi verið kastað höndun- um. Sýningin var að mörgu leyti glæsileg, og ég er þeirrar trúar, að ef menn hefðu farið í leikhúsið og séð með eigin augum, í stað þess að láta sér nægja að hafa eftir óbilgjarnar skammir blaðanna, þá hefðu þeir ekki séð eftir þeim tíma og þeim pen- ingum, sem í það fóru. Leikstjórn Indriða Waage hafði margt til sín ágætis, en leik- stjóranum er æði þröngur stakkur skorinn frá höfundarins hendi, þar sem hann getur yfirleitt ekki notað nema helming sviðsins í einu. Leikendumir virtust vera af lífi og sál í því sem þeir voru að gera, ég hefi t. d. aldrei séð Benedikt Árnason gera betur, og ungur leikari, Ólafur Jónsson, þreytti þarna frumraun sína með miklum glæsibrag. Loks voru leiktjöld Lothar Grund ein hin fegurstu, sem ég hefi séð hérlendis. Að lokum: Hvað verður um íslenzka leik- mennt, ef sérhver tilraun íslenzk er kyrkt í fæðingunni, en ómerkilegu erlendu gríni er tekið eins og það væri lausn allra mála. Þorsteinn Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.