Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 30

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 30
174 NÝTT HELGAFELL júní næsta vor reið Özur vestur að Fjalli að finna Gró. Þau tóku sér göngutúr um kvöldið norður með fjallinu og settust í skógi vaxna brekku undir kletti. Það kvöld kom undir Þórdís, móðir Halls á Síðu. Nafn Þórdísar hefur lifað í Austur-Skaftafellssýslu alla tíð síðan. Af henni var komin Þórdís, dóttir Jóns siglingamanns á Bæ í Lóni. Hún var móðir Steimmnar, móður Þórdísar for- móður minnar. Nafnið mun vera komið frá Þórdísi jarlsdóttur, systur Hrollaugs. Hún hefur sennilega verið mikil fyrir sér, því að hún deildi við Örn hinn sterka, son Þórðar illuga. Þau Özur og Gró giftu sig 10. október um haustið og stóð brúðkaup þeirra að Breiða- bólsstað. Þar var margt boðsgesta og margt fyrirmanna. Þar var Ulfljótur lögmaður frá Bæ í Lóni og Grímur geitskör, Ketill bóndi frá Meðalfelli í Nesjum, Auðunn hinn rauði frá Hoffelli, Þorsteinn hinn skjálgi af Mýr- um og Vestmar sonur hans, Úlfur hinn vorski frá Skálafelli og Þorgeir sonur hans frá Hofi í Papbýli, Þórdís jarlsdóttir, Þorgerður í Sandfelli, ekkja Ásbjarnar Heyangurs- Bjarnarsonar, Özur sonur hennar, faðir Þórðar Freysgoða, og Veðormur bróðir hans, faðir Þuríðar hofgyðju, og margt fleira fólk. Þá var mikið étið á Breiðabólsstað og drukkið fast og flogizt á að norskum sið. Þeir Úlfljótur og Hrollaugur gengu á milli áflogamannanna. Þeir fundu lítið á sér. En í klettinum í Fjalli, sem Özur og Gró sátu undir kvöldið sem drögin urðu til að móður Halls á Síðu, sást brenna bjart ljós öðru hverju í sjö aldir síðan. Það sá síðast, svo að sögur fari af, Özur Arnarson, bóndi að Breiðá. Þarna drukknaði Ingunn fróða á leið til að skemmta í veizlu á Felli, og þarna úti undir sjónum fannst lík hennar, mikið kroppað af mávi. Daginn, sem Ingunn drukknaði, bar það til á Felli, að hrafn gall á glugga litlu fyrir miðja nótt, og datt þá niður veizlu- glaumurinn. Og hérna var Breiðármörk. Hún náði yfir allt þetta svæði. Svona stuttur var þá sand- urinn, og svona hár var skógurinn. I honum hurfu Þórði illuga tíu stóðhross á einu hausti og fundust ekki fyrr en vorið eftir. Þarna ofan við Esjufjöll, röskan fimm tíma gang frá sjó, var fremsti endi Breiðamerkurjökuls á dögum Þórðar. Þetta litla hefur hann geng- ið fram síðan. Og þarna stóð bærinn Breiðá. Þarna stóð Kári Svínfells fyrir skáladyrum, gyrtur gull- reknu spjóti, eftir fagurt kvöldkukk í tungls- ljósi og hlustaði á sjávarniðinn fyrir Breið- ársandi og hugsaði: „Mér þykir Flosa vera farið að seinka með húsaviðinn." Þá kall- aði Hildigunnur Svínfells kona hans út um dymar: „Farðu nú að snáfast inn, Svínfells. Vertu ekki að þessu bölvuðu næturgöltri lengur. Manstu ekki?" „Jú," svaraði Kári og gekk dræmt inn. 1 dagbók Mikaels prests á Breiðá fannst þessi vísa um Kára: Hórna Kári á Breiðá bjó, býsna mikill skrokkur, glaður í lund, en grimmur þó, gamall vígarokkur. Við þennan ós veiddust 100 selir, daginn sem Ólafur helgi féll á Stiklastöðum. Þá varð dimmt um allt Skaftafellsþing úr sól- skini á miðjum degi, og héldu margir trúaðir dómsdag kominn. Þarna var Fjall. Þar stóð Þórður illugi oft úti og horfði upp í fullt tungl og spurði: „Hvað getur þetta verið í tunglinu, sem er eins og mannsandlit?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.