Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 38
] 82
NÝTT HELGAFELL
nýrri tíma á þessu landi, vísitöluna. Þó
ætti þaö að vera vinnandi vegur að haga
sköttum, tollum og styrkjum þannig, að
ekki væri komið við kaunin á henni. En
með því að halda áfram að ,,£ara í kjallar-
ann“, þynna mjöðinn eða bæta kopar í
Haralds-sláttuna verður verðbólgan aldrei
stöðvuð.
Ég læt nú útrætt um þetta vanrækta
hlutverk pemnganna, að vernda spariféð.
Læt þess aðeins getið að lokum, að þarna
er heimtur ranglátur skattur, oft þar sem
sízt skyldi, af ráðdeildarsömu alþýðufólki
og öðrum, sem ekki hafa af miklu að taka.
Á Alþingi hefir verið rætt um „ráðstafan-
ii til þess að tryggja sparifó landsmanna“,
og óg hefi heyrt því haldið fram, að skurð-
goðið, sem óg nefndi áðan, hin háttvirta
vísitala, ætti að kunna ráð til þess. Ég tel
mjög ólíklegt, að þar yrði um annað en
skottulækningu að ræða, en mun ekki fara
frekara út í þá sálma að sinni. Lækningin
er sú, að þeir sem ráða fjármálum þjóðar-
innar konu sór saman um að slá skjaldborg
um heilbrigða krónu.
Þá kem óg að hinu þnðja hlutverki pen-
inganna, að vera verðmœlir. Fljótt á litið
kann svo að sýnast sem þetta hlutverk
liggi í augum uppi, að ekki só ástæða til
orðalenginga um það. Góður þegn þjóð-
fólagsins gjaldi í upphafi hvers mánaðar
keisaranum, það sem keisarans er — eða
Eysteini það, sem Eysteins er, ef orðtæk-
íð er fært til nýtízku máls —, telji síðan
það, sem eftir er í buddunni, láti hugann
reika um kostnaðinn a£ þeim mörgu hlut-
um, sem hjarta hans girnist, og ráðstafi
síðan aurunum til nokkurra a£ allra brýn-
ustu nauðsynjum. Þetta sýmst ósköp
hversdagslegt og varla í frásögur færandi.
En við nánari íhugun er það samt stór-
merkilegt — mór liggur við að segja dá-
samlegt — að eiga þarna samnefnara fyrir
öll þessa heims gæði, sem á annað borð
verða keypt. Þessi samnefnari segir okkur
á augabragði til um það, hvað af þessum
gæðum við getum gert okkur nokkra von
um að öðlast nú þegar, og jafnvel á ókomn-
um árum, ef penmgarnir eru heilbrigðir og
geta rækt hlutverk sitt í sambandi við
sparnaðinn, sem óg hefi þegar farið svo
mörgum orðum um. Þessi samnefnari leið-
beimr einmg reikningsglöggum manni,
sem er svo heppinn að eiga pemnga eða
njóta lánstrausts, um það, hvernig hann
geti bezt ávaxtað sitt pund, — hvort hann
eigi að kaupa sór mótorbát, leggja út í
húsabrask eða stofna ísbar. Þetta er hlut-
laus dómari, sem dæmir hlutina út frá ís-
kaldri skynsemi. En hann er ekkert við-
kvæmur og lítur ekki á annað en peninga-
hliðina eina, þ. e. gróðavonma, eins og hún
er þá og þá stundina, og því getur frá al-
mennu sjónarmiði verið ástæða til að hafa
nokkra gát á ráðleggingum hans.
Þessi leiðbeiningarstarfsemi pemnganna
sem samnefnara verðmætanna fer daglega
fram í öllum viðskiptum. Þeir, sem nask-
astir eru að hlusta eftir leiðbeiningunum,
finna nýjar leiðir til að auðga sjálfa sig.
Þegar nýir haftamúrar eru reistir, finna
þeir gróðalind undir hverjum steini. Það
er þessi leiðbeiningarstarfsemi, sem ræður
mestu um það, hvernig starfsorku þjóðar-
innar er varið, þótt þar komi reyndar fleira
til greina, eins og mannleg tregða við að
fara af þeirri braut, sem tilviljun eða önn-
ur atvik hefir beint manni á, — stundum
má kalla það þrjózku gegn því að svíkja
köllun sína.