Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 58

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 58
202 NÝTT HELGAFELL menntasögum, að slík heimildarit hljóta að vera honum að mestu staðlausir staíir. Hitt skal viðurkennt, að bók Kristmanns Guð- mundssonar er frekar skemmtileg, þ. e. a. s. þeir kaflar er fjalla um höfunda, sem eitt- hvað hafa verið bendlaðir við kvennafar eða dulfræði; hvorttveggja er alltaf vinsælt efni. Hefði höfundur vel mátt birta þá í smáköflum til skemmtilesturs í blaði eða tímariti, því að rithöfundum er ekki vandara um en t. d. leikurum, enda þótt vafasamt sé, að rith. lifi eins reyfaralegu lífi yfirleitt og allur almenningur. Hitt er annað mál, hvort Menningingarsjóði og Þjóðvinafélag- inu, m. ö. o. ríkinu, hafi verið nákomnast að gefa út þessa bók. K. K. Kjarnmikil og heilnæm fæða Jón Jóhannesson: Islendinga saga. I. Þjóðveldisöld. Almenna bóka- félagið, Reykjavík 1956. Höfundur þessarar bókar er prófessor við Háskóla íslands og kennir sögu íslendinga fram til miðrar 16. aldar. Bókin fjallar um söguna frá upphafi landsbyggðar til loka þjóðveldisins 1262—1264. Síðar mun vera von á öðru bindi, þar sem sagan verður rakin allt fram til siðaskipta. Bók Jóns Jóhannessonar markar á tvenn- an veg tímamót í ritun íslenzkrar fornaldar- sögu. Þar er lagt nýtt mat á allar heimildir, og jafnframt er litið á söguna frá öðrum sjónarhól en áður hefur tíðkazt. Á síðstu áratugum hafa dómar manna um heimildargildi íslenzkra fornrita tekið miklum breytingum. Um sögu Islendinga eru ekki til neinar samtímáheimildix, fyrr en kemur fram á 12. öld. En á 12. öld, og einkum hinni 13., voru samin mikil rit um sögu fyrstu alda Islands byggðar. Mörg þessara rita eru frábær listaverk, og hefur það að nokkru villt mönnum sýn um sann- leiksgildi þeirra, enda var litið á flestöll íslenzk fornrit sem sögulegar heimildir lengi vel. En nú er þetta mjög breytt, frá því sem áður var. Flestir munu raunar enn leggja trúnað á það, sem Ari segir í Islendingabók, og þykir „hans sögn öll merkilegust". En Landnámu trúa menn nú með varúð, og íslendinga sögur eru orðnar skáldsögur, sem styðjast þó þegar bezt lætur við munn- mælasagnir. En í stað þessara heimildar- gagna, sem menn eru nú hættir að treysta, hafa komið önnur, sem bæta missinn upp að nokkru leyti: fornleifafundir, náttúru- fræði, mannfræði og nýjar rannsóknir þeirra heimilda, sem enn er tekið mark á. Það er vonlaust, að ný sagnfræðirit finnist í stað þeirra, sem nú hafa orðið að þoka af stalli, en hins má vænta, að uppgröftur forleifa eigi enn eftir að varpa Ijósi á mörg atriði Islandssögunnar. Bók Jóns Jóhannessonar ber ærin merki þessarar nýju söguskoðunar. Hann tekur allar heimildir til nýrrar athugunar, metur þær og vegur, velur og hafnar. Það er ómælt, sem hér er rengt í barnalærdómi okkar, og hefur sumt af því raunar áður komið fram annars staðar, en hér er það dregið saman á einn stað og mörgum nýjum athugunum bætt við. Sumum kann að þykja það hörð kenning, að Ingólfur landnámsmaður hafi ekki verið Arnarson, heldur Bjömólfsson, hann hafi ekki numið land 874, heldur nokkr- um árum fyrr, alþingi hafi ekki verið stofnað 930, heldur að líkindum einum fimmtán ár- um áður o. s. frv. En Jón fylgir hér sömu reglu sem faðir hinnar íslenzku sagnarit- unar, að hafa það heldur, er sannara reyn- ist. Sökum þess hve hér er margt nýtt dregið fram, hlýtur höfundur víða að gera allnána grein fyrir gagnrýni sinni og mati á heim- ildum, færa fram sókn og vöm fyrir þeim skoðunum, sem hann heldur fram. Þetta er nauðsynlegt, meðan skoðanir þessar em nýjar og hafa ekki hlotið almenna viður- kenningu. Ætla mætti, að slík greinargerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.