Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 51

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 51
TVÖ BRÉF UM ANDLEGT FRELSI 195 málamctnnanna að eiga slíkt yfir höfði sér, og hvar sem þeir standa í flokki vilja þeir ekki láta skerða valdsvið sitt. En hvað eigum við að gera til þess að vernda persónufrelsi manna innanlands betur en verði hefur til þessa? Margir munu segja, að því sé vel borgið með fullu prent- frelsi. Sú fullyrðing getur þó naumast stað- izt. Hér er hægt að ráðast á menn með upp- lognum svívirðingum í blöðum, án þess að þeir geti fengið tækifæri til þess að svara fyrir sig í sama blaði, sem segir, þegar kom- ið er með svargrein til þess, að það taki ekki svargreinar frá andstæðingum sínum. Fyrir þá, sem halda aðeins þetta eina blað, stendur sá, sem fyrir árásinni varð, sem glæpamaður eða ómerkingur eða hvort- tveggja. I Englandi getur maður heimtað jafnlanga grein á sama stað í sama blaði og í Frakklandi tvöfalt lengri grein á sama stað. I báðum löndunum verður blaðið að birta greinina athugasemdalaust. Og ef það neitar að birta svargreinina getur greinar- höfundur heimtað af lögreglustjóra, að hann banni útkomu blaðsins þangað til svargrein hans komi í því. Ef slík ákvæði væru í ís- lenzkum lögum myndi blaðamennska verða kurteisari og sorpblöð, sem lifa á að skrifa svívirðingasögur um menn og málefni, fljótt týna tölunni. Hér hefir ráðherra á sinni tíð fyrirskipað símahleranir og látið hlusta á einkasímtöl manna, til þess eins að hafa uppi á bílstjór- um, sem grunur lék á að væru að selja brennivín. Þetta er freklegt brot á friðhelgi einkalífsins. Leitað hefir verið í bílum ferða- manna að áfengisflöskum og jafnvel mjólkur- flöskum og löglega keypt eða fengin eign þeirra af þeim tekin með lögregluvaldi. Allt er þetta misbeiting á vfldi gegn persónulegu frelsi einstaklingsins. Þjóðina virðist vanta og hafa lengi vantað meðvitund um persónuleg mannréttindi sín og sérstaklega að kunna að meta og halda í þann rétt sem hver maður á heimting á samkvæmt lögum landsins. Atburðirnir í Evrópu sem gerzt hafa síð- ustu vikurnar munu hafa vakið marga til umhugsunar um dýrmæti mannréttinda og persónulegs frelsis. Ef til vill er nú kominn tími til þess að stofna mannréttindafélag, sem hefði það hlutverk að vaka yfir pólitískum og persónu- legum réttindum manna. Slíkur félagsskapur ætti að taka að sér að knýja fram stjórnar- skrá með fullum mannréttindum fyrir alla þegna þjóðfélagsins, vera á verði hvenær sem mannréttindi eru fyrir borð borin og veita lögfræðilega aðstoð hvenær sem gengið er á mannréttindi af hvaða aðila sem er, hvort heldur hann er vald hins op- inbera, einstaklingar eða félagssamtök. Slík- ur félagsskapur gæti, ef vel er á haldið, orð- ið hlutlaus brjóstvörn almennings gegn hverskonar ágangi pólitísks valds og póli- tískrar spillingar, hvort sem hún er komin ofan eða neðan frá, og mætti aldrei hræðast að ráðast á rangindi og spillingu, hvar svo sem þau kunna að skjóta upp höfðinu. Við höfum vanizt því að treysta skynsemi þegnanna um að hlýða lögum og rétti og orðið furðu vel ágengt, án þess að hafa nokkuð hervald til þess að grípa inn í rekst- ur þjóðarbúsins. Það hefir verið sagt að það þjóðfélag standi hæst, þar sem almenningur hafi næmasta tilfinningu fyrir hverju því misrétti, sem fram kemur gagnvart einhverj- um einstaklingi þjóðarinnar. Tómlæti og af- skiptaleysi um ranglæti framið gagnvart hinum minnsta þegni þjóðfélagsins er blett- ur á allri þjóðinni. Mannréttindafélag gæti orðið sívakandi samvizka þjóðarinnar, fröm- uður um stjórnarskrárbót til aukinna mann- réttinda og lífvörður frelsis á íslandi. Níels Dungal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.