Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 34

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 34
PETUR BENEDIKTSSON: Milliliður alira milliliða Á öld hinna vinnandi stétta er vart unnt að öðlast aumara hlutskipti né óvirðulegra en að vera milliliður. Raunar getur verið nógu erfitt að skýrgreina það hugtak. Vel má spyrja, hvort bóndinn, sem heyjar á sumrin, sé ekki milliliður milli túngresis- íns og nautpeningsins, hvort sjómaðurinn sé ekki milliliður — hinn fyrsti í langri keðju milliliða — milli þorsksins í íslands- álum, sem er það áskapað að verða etinn, og Rússans eða blámannsins, sem að lok- um kemur þessu ætlunarverki forsjónar- innar í framkvæmd í órafjarlægð. Hvers vegna heyjar kýrin ekki sjálf til vetrarins, milliliðalaust? Lítið til fugla himinsins, hvorki sá þeir né uppskera. Hvers vegna koma Rússinn og blámaðunnn ekki sjálf- n að sækja fisk í soðið á Selvogsbanka eða Halamiðum? Því er ekki að neita, að til- lögur hafa komið fram til umbóta í þessu efni. Við minnumst þess, að í tíð Stalins heitins var i o þúsund smálesta rússneskt fiskiskip tekið í landhelgi, einmitt ekki allfjarri Selvogsbanka. En Stalín var nú eins og allir vita. Og að því er kúna snert- ir var mér nýlega sagt, að Jóhannes Sveins- son Kjarval hefði í sambandi við 70 ára afmæli Landsbankans borið fram merka Grein þessi er samin upp úr ræðu, sem Pétur Benediktsson flutti á árshátíð íslenzkra bankamanna fyrir skömmu. umbótatillögu, sem þó hefir enn eigi verið sinnt. Ef sögumaður minn fór rétt með, var tillagan á þá leið, að á sumrin skyldi í stað heyskaparins rista torf af túni og engjum, geyma það vandlega til vetrarins og láta þá kýrnar um að heyja sjálfar. Milhhða- laus er þessi aðferð ekki, en þó töluvert nær markinu. Til eru hótfyndnir menn, sem jafnvel vdja ganga feti lengra og telja kúna óþarfan milldið, við ættum öll að ganga í grasbítafélagið og ,,live happily ever after“. Nú má svara mér því, að þetta séu út- úrsnúmngar og hártoganir, og ég skal fall- ast á það. Nauðsyn verkaskiptingarinnar viðurkenna allir, og það verður að greina á milli þarfra og óþarfra milliliða. Slátrannn, sem sker hrúta á haustin, bíl- stjórinn, sem ekur úldnum fiskúrgangi frá frystihúsi td mjölverksmiðju, skraddarinn og skóarinn, allir hafa þeir beint samband við framleiðsluna og eiga því heimting á virðingu samborgara sinna. Kaupfélags- stjóri og kaupmaður eru strax vafasamari, en þó má setja þá á, ef þeir afgreiða sjálfir öðru hvoru. En heddsalar og umboðssalar eru óalandi og óferjandi, nema náttúrlega útlendir heildsalar 02 umboðssalar. Svona fer þetta stigversnandi, þangað til komið er að hinum skýlausu milldiðum, mönn- um, sem aldrei framleiða nokkurn varning, vita varla, hvernig hann lítur út, því að þeir sjá hann sjaldnast, nema þá rétt af til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.