Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 16

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 16
160 NÝTT HELGAFELL se ekki auðráðinn glugginn sá, hann er meira en mjóslegin grindin og tvær örsmá- ar rúður: hann er auga sem sér — getur bæði grátið og hlegið. Víst er það góður gluggi og ógerlegt án hans að vera. Enginn annar mundi full- fær um að sýna honum tunglið gulhnfölt á jafngullmbláum himm, umleikið gullin- gráum skýjum ems og núna í nótt. Þetta er alveg einstakur gluggi, yfirgengilegur á borð við hverja vetrarnótt sem er. Er það furða að vindurinn blæs við tönn! Að baki skýjaslæðna stíga stjörnur dans — nákvæm- lega eins og nóttma sælu, er hann dansaði við Valgerði hvern dansinn af öðrum, dans- aði við hana frá aflíðandi degi til óttu, hvorugt þeirra hafði kært sig um að skipta. Því enda þótt hann sæti út í horni með herðakistilinn sinn og væri ekki annað en þögull áhorfandi, var það samt hann, sem hún dansaði við, — það hafði hún sagt honum sjálf. I hvert sinn og hlé varð á dansinum hafði hún skroppið til hans og tyllt sér við hhðina á honum — svo að segja í hvert einasta skipti. Það væri svo gott að sitja og hvíl'a'sig á bekk með hon- um, hafði hún sagt. Og henni var það al- vara. Þegar líða tók á nóttina liafði hún allt í einu hallað sér að honum og hvíslað í eyrað á honum, andardrátturinn ylríkur kitlaði hann fram í fingurgóma og ofan í tær, það lá við að honum yrði flökurt, hann hafði aldrei orðið fyrir neinu því líku, — hvíslað í eyra hans orðunum: Það ert þú einn sem ég dansa við, Véi minn, hafði hún sagt. Sum orð eru sannari en önnur, eru alsönn, enda þótt þau eigi sér engan fót í neinum áþreifanlegum veruleika — eða einmitt vegna þess. Þau heyrðu hvort öðru til, þau tvö og engin önnur og ekkert annað hvorki á himm né jörðu, í tíma, rúnn, eilífð eða að eilífðarbaki, — aðeins þau tvö. Eíver gat efazt um það? Valgerður — Vésteinn: nöfnin töluðu sínu máli, þótt ekki væri annað. Tilveran er engan veginn tilgangs- laus: hvernig ætti hún það að vera? Nóg er nú samt! Þegar stúlka heitir Valgerður, lítur út eins og Valgerður, er í allan máta eins og Valgerður Þorsteinsdóttir en pdt- ur Vésteinn Vasandason (föðurnafnið hafði hann búið td — hitt skipti ekki máli, hann átti það einhvern vegmn ekki leng- ur), þá er vitað framan úr bernsku og raun- ar frá sköpun veraldar, hvað verða á: þá er hún honum ætluð, eigi tdveran sér til- gang, sem nokkurt vit er í. Enda hafði Valgerði líka verið það fullljóst — einkum framan af árum. Á æskualdn hafði hvor- ugt þeirra venð í minnsta vafa um þá hluti: hvað þeim við vék var allt sem máli skipti ákveðið fynrfram líkt og gangur himin- tungla á hulduhvolfi nætur. Aldrei höfðu þau látið nokkurt tækifæri ónotað td að leika sér hvort við annað, átt stórbú fleira en eitt og rekið þau með ódæma umsvif- um og einstakri fyrirhyggju. Stundum hafði oltið á ýmsu, en að Valgerður væri húsfreyjan og Vésteinn bóndinn, það var svo sjálfgefið að eltki var orðum að því eyðandi. Þegar svo eimyrjan innan frá yfirþyrmdi hann, ekki að tala um hóstann. . . . Vita- skuld hafði heimsóknum fækkað, þótt ekki væri lengra að fara en stutta bæjar- leið; langtímum saman höfðu þær fallið niður, að heita mátti. Á meðan þau sum- ur voru að akast áfram sýndust þau enda- laus, eftirá ógnarstutt. Það var ekki á hverju sumri að hann varð fótafær, varla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.