Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 44
188
NÝTT HELGAFELL
gerum meiri kröfur til neyzlu og fjórfestingar
en framleiðslan þolir, hlýtur það að leiða til
ófarnaðar.
Okkur væri hollt að kynna okkur betur
fordæmi þeirra smáþjóða, sem þó eru miklu
stærri en við, sem eiga afkomu sína undir
útflutningsatvinnuvegunum, svo sem Sviss-
lendingar, Danir og Hollendingar. Allar hafa
þær lagt kapp á að halda verðlagi sínu í
skefjum og stuðla að sem frjálsustum við-
skiptum við umheiminn. Með því hafa þær
ekki aðeins eflt velmegun sína og framfarir,
heldur einnig styrkt aðstöðu sína og athafna-
frelsi í samfélagi þjóðanna.
IV.
Á þeim árum, sem liðin eru síðan ísland
varð sjálfstætt ríki, höfum við tekið þátt í
margháttaðri samvinnu við erlendar þjóðir.
Öll hefur afstaða okkar til þessara mála
mótazt af efnahagsástandinu heima fyrir.
Um það hefur verið hugsað fyrst og fremst,
hvað við gætum haft upp úr samvinnunni,
en minna um hitt að styðja þau málefni til
sigurs, sem hún hefur byggzt á. Þegar
Marshall-hjálpin var við líði, þáðum við þar
ríkulega hjálp, enda þótt við hefðum komið
efnaðri út úr styrjöldinni en flestar aðrar
þjóðir Evrópu. Hins vegar höfum við lítið sem
ekkert lagt á okkur til að koma stefnumálum
Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu fram til
sigurs, en hún var helzti ávöxtur Marshall-
áætlunarinnar. Þannig er það í flestum
greinum, við erum reiðubúnir til að vera
með, ef við höfum eitthvað áþreifanlegt upp
úr því, en við veigrum okkur ætíð við því
að taka á okkur nokkrar af þeim skyldum,
sem á móti eiga að koma. Þessi afstaða hefur
ekki aðeins verið hnekkir fyrir virðingu okk-
ar bæði út á við og gagnvart sjálfum okkur,
heldur hefur hún orðið til þess, að við erum
í rauninni orðnir utngarðs í allri efnahags-
samvinnu vestrænna þjóða, sem máli skiptir.
I stað þess að auka frelsi í gjaldeyrisvið-
skiptum í samvinnu við aðrar þjóðir Evrópu
hafa viðskipti okkar meira og meira færzt
yfir á vöruskipti undanfarin ár. Nú eru um-
ræður að hefjast um það í Evrópu, hvort
ekki sé hægt að koma á víðtæku tollabanda-
lagi. Engin þjóð mundi hafa meiri ávinn-
ing af slíkri samvinnu en Islendingar, en
að óbreyttri stefnu í efnahagsmálum eru eng-
in líkindi til, að þeir geti orðið þátttakendur.
Þannig er nú komið málum okkar; í stað
þess að standa í fremstu röð þeirra, sem
vinna að því að treysta viðskiptabönd hinna
frjálsu þjóða, erum við orðnir óvirkir og
áhugalausir um þau efni. Eftir eitt mesta
veltutímabil í sögu okkar virðast menn ekki
eygja annað úrræði en að sjá okkur far-
borða með taumlausum erlendum lántökum,
vel vitandi, að það er hernaðarlegt mikil-
vægi landsins en ekki lánstraust okkar
sjálfra, sem þar er sterkasta trompið á hendi.
Nú er verið að taka eða nýbúið að taka
örlagaríkar ákvarðanir um áframhaldandi
dvöl varnarliðsins hér á landi. Vonandi
verður það gert án tillits til efnahagslegra
röksemda með eða móti. Hér verður annað
sjónarmið, styrjaldarhættan og ógn kommún-
ismans, að ráða úrslitum. Hitt ætti engum
Islendingi að dyljast, að á meðan efnahags-
leg málefni þeirra eru í því ástandi, að þeir
þurfi sífellt að leita á náðir annarra, verða
þeir aldrei algerlega frjálsir gerða sinna.
Hér á það sama við og um einstaklinginn,
efnahagslegt sjálfstæði eykur sjálfstraust
hans og frjálslyndi. Þess vegna hafa hinir
fjölmörgu smáatvinnurekendur og einyrkjar,
svo sem bændur, iðnaðarmenn, útvegsmenn
og kaupsýslumenn, þráfaldlega verið for-
vígismenn lýðræðis og mannréttinda, þótt
fleiri hafi lagt hönd að því verki.
V.
Að lokum skal ég viðurkenna, að ég sé
alls ekki, hvert þjóðarskútunni er nú stefnt
eða hvaða örlög bíða okkar jafnvel á næstu
mánuðum. Hitt er von mín, að Islendingar
læri að meta mikilvægi trausts efnahags og
heilbrigðra utanríkisviðskipta fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar og setji sér það markmið að
vinna ötullega með fordæmi sínu og stefnu
að eflingu alþjóðasamvinnu bæði í efnahags-