Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 60

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 60
204 NÝTT HELGAFELL kaflinn um hina heiðnu trú, sem fylgir næst á eftir. Ég hygg, að þessi gagnrýni sé á mis- skilningi byggð og snið bókarinnar sé lauk- rétt samkvæmt því hlutverki, sem henni er ætlað að gegna. Hún er ekki strembin að dómi íslenzkunema háskólans, sem haía áður með ærnu erfiði þurít að sækja þekk- ingu sína í frumheimildir eða styðjast við af- bakaðar og torlesnar uppskriítir háskóla- fyrirlestra. Það er afsakanlegt að sleppa bók- menntunum, þegar rituð er almenn saga fornaldar. Islenzkar fornbókmenntir eru svo stórkostlegar, að óleift er að gera þeim við- hlítandi skil í stuttu máli, og þeir, sem vilja fræðast um þær að nokkru gagni, leita þá heldur í íræðirit um bókmenntasögu. Og það kemur alls ekki til mála að rita bók- menntaþátt í kennslubók almennrar sögu, sem ætluð er háskólastúdentum, því að bók- menntasaga er sérstök námsgrein til há- skólaprófs, og gegna aðrir prófessorar kennslu í þeirri grein. Af svipaðri ástæðu eru misjöfn hlutföll milli einstakra þátta bók- arinnar. Um samning Islendinga við Ólaf konung heiur aldrei neitt verið ritað að gagni fyrr en í sögu Jóns Jóhannessonar, en hins vegar hefur margt verið vel ritað um heiðinn sið. Jón vitnar í nýlega bók eftir Ólaf Briem (Heiðinn siður á Islandi), og mun hann styðjast við hana í kennslu sinni. Og Jón leitast vissulega við að skýra orsaka- samhengi sögunnar, þótt sumum kunni að þykja skýringar hans ófullnægjandi. Hins vegar mun honum ekki hafa virzt heppilegt að bera fram vafasamar tilgátur í bók, sem á einvörðungu að vera gagnort yfirlit, stað- reyndatal. Kostir þessarar bókar eru miklir og marg- víslegir. Þar er dreginn saman á einn stað aíarmikill fróðleikur um líf og háttu forfeðra okkar. Frásögnin er hófsamleg og skrúðlaus, eins og hæfir efni og ætlunarverki bókar- innar. Heimildir eru metnar á nýjan leik af frábærri skarpskyggni og vandvirkni, eins og fyrr er sagt, og leiðir af því margar nýjar niðurstöður. Og síðast en ekki sízt vil ég telja það, að bókin mun gera sögunám stúdenta við Háskóla Islands miklum mun auðveldara og skemmtilegra en áður hefur verið. Jónas Kristjánsson. „Það, sem hægt er, gerir hann aí aíburða snilld" Helgi Hálfdánarson: Á hnotskógi. Ljóðaþýðingar. Heimskringla, 1955. Þegar fyrsta þýðingasafn Helga Hálfdan- arsonar, Handan um höf (sem ég hefi því miður ekki séð), kom út fyrir þremur árum, átaldi einhver ritdómari hann fyrir kvæðavalið og lét sem svo, að kvæði eldri skálda væru lítt girnileg til fróðleiks saman- borið við nýjasta nýtt úr útlandinu. I þessu nýja safni er allmikið af nýlegri kvæðum frá Evrópu og Ameríku, og verður því ritdóm- aranum að ósk sinni, svo ósanngjöm sem hún er. Hér er ekki ástæða til að ræða þá fásinnu, að ung skáld eða aðrir lesendur læri síður af gömlum skáldskap en nýjum, en ef til vill er ekki úr vegi að mótmæla þeirri skoðun á Ijóðaþýðanda, sem gerir úr honum forskriftarkennara eða sýnishoma- farandsala. Víst getur ljóðaþýðandi lagt sinn skerf til þess að mennta og fræða landa sína um skáldmenntir umheimsins, hann getur ekki hvað sízt íslenzkað yngri skáld- unum til fyrirmyndar, en þó er það að gera harðla lítið úr honum, að líta hann gagn- semdaraugunum einum saman. Ljóðaþýðing er að vísu miður sjálfstæð en aðrar list- greinar, en ljóðaþýðandinn er allt um það sjálfstæður listamaður, og lesendur hans verða að sætta sig við það, að hann geri það, sem hann langar til, sem honum lætur bezt, svo lengi sem íþróttin sjálf situr ekki á hakanum. Á hnotskógi bendir til þess, að íþróttarinnar vegna sé óhætt að láta Helga velja sér verkefni sjálfan. Ekki verður því neitað, að Á hnotskógi hefir að færa meiri list en lærdóm. Valið er handahófslegt, frumkvæðin mjög misjöfn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.