Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 25
EF SKRIFAÐAR HEFÐU VERIÐ DAGBÆKUR
169
eykt, hverjum kvartélaskiptum, hverri
tunglfyllingu. Hann var.öðruvísi á miðum
morgni en á miðaftni, öðruvísi, þegar Stjarn-
an var í dagmálastað, en þegar hún var
komin í nónstað. Og hin mikla stærð hans,
litur hans og tilbreytingar í formi, gerðu
þessi blæskipti og svipbrigði augsýnilegri og
margvíslegri en blæbrigði annarra fjalla. Or-
æfajökull var alltaf nýr. Fegurstur var hann
frá Breiðabólsstaðabæjunum og frá Hest-
gerðiskambi, austan við .miðja Suðursveit.
Upp með rótum hans að austan teygðu
sig tvö fjöll. Það sýndist ekki vera langt á
milli þeirra, og annað var fyrir norðan hitt.
Þau sáust aðeins upp fyrir Breiðamerkur-
jökul heiman frá Hala. Það var eins og þau
væru á milli hans og Oræfajökuls. Mér virt-
ist þau vera annarrar ættar en fjöllin í Ör-
æfajökli, svipaðri Fellsfjalli á litinn. Þau,
voru eins og útlendingai í þessu jöklaum-
hverfi.
Það var einkennilegt að sjá þau dökk og
snjólaus og hlýleg móka upp úr jökulhaf-
inu fyrir austan þau og bera við mjallhvítar
fannahlíðar Öræfajökuls í vestri. Ég hugsaði
oft: Hvernig ætli þessi fjöll séu fyrir neðan
það, sem maður sér af þeim? Grænar hlíð-
ar og búsældarlegir dalir með tærum lækj-
um og heimilislegum lækjarbökkum? Spak-
viturt sauðfé á beit, sem ekki þarf að bera
inn tað og erfiða í þurrum heyjum og standa
holdvott við slátt í rigningu? Álfar í stór-
fiskaleik á sléttum völlum í tunglsljósi á
kvöldin? Dularfullir þytir í lofti?
Ég vissi að Suðursveit átti ekki þessi fjöll.
Einu sinni átti Breiðabólsstaður þau, og þá
var Breiðabólsstaður Breiðabólsstaður, ná-
kvæmar sagt Langibólsstaður. En nú voru
þau afréttarlönd einhverra bæja úti í Öræf-
um.
Það var þetta ósýnilega fyrir neðan jökul-
brúnina, sem dró huga minn aftur og aftur
til þessara fjarlægu fjalla. Þau áttu sér líka
sögu, sem ég heyrði sagða og tók mikið
rúm í hugskotsholi mínu.
Fyrir mörgum öldum, þegar meira sól-
skin var á daginn og veðrin voru hlýrri og
landið veizlubúið og dísir svifu í lofti á næt-
urnar, þá stóð mikill bær undir nyrðra fjall-
inu. Þar hét undir Fjalli, síðar Fjall. Þann
bæ gerði norskur maður, sem hét Þórður ill-
ugi. Hann minnti mig á föður minn, þegar
mikið var undir af þurru heyi og landnyrð-
ingur kominn í Hornið. Landið fékk Þórður
hjá Hrollaugi landnámsmanni, sem þá átti
lönd öll út að Kví, langt fyrri vestan Fjall.
I þann tíð var slétta vaxin grasi og skógi
utan frá fjöru og norður fyrir Fjall, ekki
mjórri en tveggja tíma gangur skemmstu
leið frá sjó, máski miklu breiðari. Hún hét
Breiðármörk. Þar stóð bær, sem hét Breiðá,
efalaust mikil jörð. Sá bær mun sennilega
hafa staðið nokkurn veg fyrir austan býli
Þórðar illuga.
En Breiðamerkurjökull lá fyrir ofan byggð-
ina, að líkindum langt að baki henni, því
að landnámsmenn munu varla hafa byggt
bæi sína að óþörfu uppi undir jöklum, og
þá hefur Breiðamerkurjökull verið miklu
mjórri frá austri til vesturs en hann varð
síðar.
En höfðingjar landsins frömdu glæp, sem
dró á eftir sér langar hörmungar. Þeir lögð-
ust í innanlandsstyrjaldir sakir fégræðgi og
valdafíknar og seldu síðan land sitt og
þjóð undir yfirráð erlends einvaldskonungs
og bundu þar með margar kynslóðir í fjötra
fátæktar, hungurs, kúgunar og vesaldóms,
og þá tóku veðrin að spillast, sólfar varð
minna, úrfelli meiri, kuldar harðari og dísir