Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 23

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 23
EF SKRIFAÐAR HEFÐU VERIÐ DAGBÆKUR 167 stríð á móti klukkunni og eyktamörkum fólksins og steytti mig upp í rökræður og þref og þrætur við Halafólkið og nábúana um áttirnar. En það hafði ekkert upp á sig. Enginn fékkst til að breyta klukkunni né að færa til eyktamörkin. Það tók enginn mark á mér, þó að ég gæti látið kompása lærðu mælingameistaranna sýna svart á hvítu, að hásuður frá baðstofudyrunum á Hala var ekki á vestra rennuhúsinu á Breiðabólsstað, heldur austur á Jarpshestshúsi, og hánorður ekki vestan við Gerðistindinn, heldur vestur á Fosstorfutindi. Og ég gafst upp. Og nú efaðist ekkert mannsbarn um, nema ef til vill móðir mín, hvílíkur herfilegur ofviti ég væri, ef ekki umskiptingur. Þetta trollarakort var fyrir mínum augum ennþá meira listaverk en Fellsfjall. Það sást greinilega á kortinu, og á því stóð prentað: Felshell. Hvað er nú þetta: Fellshell? Getur það verið Fellssel, sona rangt prentað? Og setja mannhelvítin það upp á Fellsfjall? Það er úti undir sjó. Eru þeir sona áreiðanlegir! Nema Englendingar kalli Fellsfjall Felshell? Það er kannski rétt, en rangt að segja Fells- fjall. Eða réttara að segja Felshell, þegar maður er úti á sjó, og þá rangt að segja Fellsfjall. Stafimir voru reyndar ekki sem skýrastir, af því að þeir voru dökkir eins og liturinn á fjallinu, sem þeir stóðu á. En ég sá þó fyrir víst, að það var Felshell. Ég rýndi í þá alltaf, þegar ég stúderaði kortið. Þeir stóðu þarna alltaf óbreyttir, alltaf Fells- hell. Ég hugsaði mikið um þetta, en fékk aldrei neinn botn í það. Loks fór ég að grennslast eftir hjá full- orðna fólkinu, hvað þessi Felshell ætti að þýða. Þá fræðir einhver mig um það,' að þessi sneið af Fellsfjalli, sem var fyrir fram- an gjána, heiti Fellshella. Þama kom það! Þetta hafði ég aldrei heyrt áður. En því gátu þeir ekki haft það rétt eftir? Skyldi vera fleira á þessu korti álíka nákvæmt hjá þem? Ég hafði svolítið minna álit á kortinu eftir þetta. Bara það sé nú ekki svipað með kom- pásana. Það getur ekki verið, fyrst þeir sigla eftir þeim. En af hverju stranda þeir svona oft? Það skyldi þó ekki vera. Þá yrði ofvitaskapur minn mikill. Fellshella var enginn smávegis hellu- steinn, enda hefði hún þá ekki komizt á landabréf hjá fjarlægri þjóð. Hún var austur- hlutinn af suðurhlið Fellsfjalls, klofinn frá fjallgarðinum langt niður eftir, og stóð þama næstum því beint upp í loftið eins og geysi- mikil hella, mörghundruð feta há og nokkur hundruð faðma löng og þónokkurra faðma þykk, efalaust stærsta hella á öllu Islandi, og bilið milli hennar og fjallsins var dimma gjáin, sem ég hafði oft horft inn í af vestra hlaðinu á Hala. Mikið hefur gengið á í Suð- ursveit, þegar byggingarmeistarinn sveiflaði meitli sínum á fjallið og klauf helluna frá, til þess að fjallið yrði fmmlegri sköpun en önnur fjöll. Hvernig var Suðursveit þá í laginu? Hvar var þá stóri steinninn í Kvenna- skála? Og hvar var ég? Hjá Guði, segir fólkið. Bölvað snakk! Það er leiðinlegt, að hafa aldrei séð neitt stórkostlegt gerast í heiminum. Allt það stórkostlega gerðist löngu áður en ég fæddist. Allt, sem skeð hefur síðan, er eintóm lítilfjörlegheit. Því fæðast fjöll ekki núna eins og í gamla daga? Ég vil fá meiri fjöll, og ég vil fá viðgerð á vansköpuðum fjöllum. Ég vil fá fyllt upp í Almannaskarð og Yxnaskarð og framleng- ingu á Hornsfjallinu, sona um þúsund faðma. Þá færi landnyrðingurinn fram hjá Suðursveit. Og ég vil fá tvö þúsund feta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.