Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 49

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Blaðsíða 49
TVÖ BRÉF UM ANDLEGT FRELSI 193 svo sem líka hæfir norrænum mönnum — mundi ég ráða ýmsum þeirra, sem láta sér annt um hvers konar andlegt frelsi, að end- urskoða afstöðu sína til kirkjunnar. Friðrik A. Friðriksson. Okkur vantar mannréttindafélag Hver sem hefir komið upp í óbyggðir og andað þar að sér fjallaloftinu, sofið í tjaldi, vaknað þar langt frá öllum mannabyggðum og farið fáklæddur út í morgunsólina, hefir orðið snortinn af tilfinningunni um hve dá- samlegt er að vera frjáls maður: Hann þarf ekki að vakna á tilsettum tíma, ekki að fara í vinnuna, er laus við arg og þras dags- ins og getur gengið klæddur, fáklæddur eða jafnvel óklæddur, rétt eins og honum sýnist. Þetta sýnir okkur jafnframt hve frelsi okkar allra er raunverulega takmarkað, því að enginn, sem þarf að umgangast annað fólk, er raunverulega alveg frjáls. En frelsið er samt ekki í því fólgið að vera laus við fólkið, því að sá sem er settur í fangaklefa finnur ekki til hins sama. Það sem máli skiptir er vitundin um að vera frjáls, vitundin um að geta hugsað, sagt og gert það sem hugurinn gimist. Frelsi allra menningarþjóða eru þó tak- mörk sett. En þau takmörk verða að vera bundin í lögum, landslögum og siðferðis- lögum. Jafnskjótt og takmörkin eru háð til- finningum valdhafanna, er úti um frelsi þegnanna. Margir halda að villimennirnir séu frjáls- astir allra manna. Reynslan hefir sýnt að svo er þó ekki. Þeir hafa sínar ákveðnu siðaregl- ur, sem engum helzt uppi að brjóta, og galdramenn þeirra eða prestar hafa talið þeim trú um guði og illa anda, sem stöð- ugt séu tilbúnir að vinna þeim tjón, svo að þeir eru síhræddir við yfirnáttúrleg öfl og það því meira sem þeir skilja minna í lög- nialum náttúrunnar. En sá sem er hræddur er ekki frjáls. Óttinn er stimpill ófrelsisins, brennimark einræðisherrans, sem heldur öllum hræddum, til þess að geta sýnt vald sitt með náð gagnvart einstökum útvöldum. Þetta gildir jafnt um nazista, fasista og kommúnista, og sama hátt hafði kirkja, með- an hún var og hét og gat haldið mönnum guðhræddum. Frelsi hverrar þjóðar er tvíþætt: Annars- vegar frelsi gagnvart öðrum þjóðum til þess að ráða málum sínum sjálf. Hinsvegar per- sónulegt frelsi einstaklingsins, sem aldrei getur nálgast neina fullkomnun nema hann sé meðlimur sjálfstæðrar þjóðar. Pólitískt frelsi er jafnan talið byggjast á málfrelsi og ritfrelsi. En þriðji þátturinn er efnahagslegt sjálfstæði, því að hver sú þjóð sem verður efnahagslega bundin annarri eða öðrum þjóðum,. er ekki sjálfstæð lengur: Hún er ekki lengur frjáls að fara að sínum vilja, án þess að taka tillit til lánardrottins. Mest er þó vert um málfrelsi og ritfrelsi, því að það er sama sem rétturinn til gagn- rýni, rétturinn til þess að fá sannleikann fram, hvar sem eitthvað fer aflaga, og leyfa öllum sjónarmiðum að koma fram í dags- ljósið, svo að almenningi gefist kostur á að skapa sér sem sannasta hugmynd um hvert deilumál. Hvar sem stjónarfar breytist á þann veg, að ekki er lengur leyfilegt að skamma stjórnina, þar hefir frelsið verið sært banasári og þá er kominn tími til að reka hana frá, með valdi eða uppreisn, ef ekki er annars kostur. Önnur meginstoð pólitísks frelsis er kosn- ingarréttur almennings til þess að velja sér stjórn og löggjafa. „Frelsi er þátttaka í valdi" sagði Cicero, og þessi orð hafa sannazt átakanlega á síðustu áratugum, þegar heilar þjóðir hafa verið sviptar frelsi sínu með því að afnema kosningar eða gera þær ómerk- ar með því að leyfa almenningi ekki að kjósa aðra en þá sem stjórnin setur á kjör- skrá. Hver sú þjóð sem sættir sig við slíka meðferð, hefir fyrirgert frelsi sínu. Trúfrelsi hefir oft reynzt náskylt pólitísku frelsi. Þar sem trúarstefnur eða kirkjustofn- anir hafa náð ægilegu valdi yfir hugum manna, hafa þær jafnan tekið að beita því pólitískt og persónulega til þess að hefta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.