Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 4
Bókaklúbbur HeígafelEs
Framleiðslukostnaður bóka hefir hækkað gífurlega undanfarið, eins og allt annað, og nú alveg
nýlega mjög verulega með hækkuðum tollum á efni til bókagerðar. Unnendum bókmennta, lista og
vísinda er því noruðugur einn kostur að gera al!t, sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg
fyrir samdrátt í útgáfunni, og það verður nú aðeins tryggt með nánu samstarfi útgefenda og
bókafólks um allt land. Bókaklúbbur Helgafells er stofnaður með þvf markmiði að veita fólki
víðsvegar um landið tækifæri til að eignast hinar beztu bækur á kostnaðarverði og tryggja sér
jafnframt bein viðskipti við fólk hvar sem það býr á landinu.
Félagar í Bókaklúbb Helgafells eru allir áskrifendur tímaritsins Nýs Helgafells, og engir aðrir
geta orðið það. Áskriftarverð ritsins, 120,00 kr., er þó hið sama og áður.
Bókaklúbbur Helgafells er að því leyti frábrugðinn öðrum bókafélögum, að meðlimir klúbbsins
greiða engin árgjöld og taka ekki á sig skuldbindingar af neinu tagi. Hinsvegar mun klúbburinn
bæði gefa út ódýra bókaflokka og tryggja meðlimum sínum sérstakt verð á Helgafellsbókum
og ennfremur gefa þeim kost á að fá lánaðar ýmsar úrvalsbækur, gegn vægu gjaldi, og leggja
þær inn aftur í skiptum fyrir aðrar bækur, ef þeir að lestri loknum óska ekki að halda þeim
áfram. Áskrifendur snúi sér um það og raunar öll bókakaup í sambandi við klúbbinn til aðal-
afgreiðslu Helgafells, Veghúsastíg 7 (Sími 16837).
Á næstu 12 mánuðum koma út á vegum bókaklúbbs Helgafells fimm heimsfrægar klassískar
skáldsögur. Áskrifendur tímaritsins (meðlimir bókaklúbbs Helgafells) fá þessar bækur á netto
kostnaðarverði, en ráða því hins vegar sjálfir hvort þeir taka þær allar, eina þeirra eða fleiri
eða enga.
Á einu árl geta meðlimir bókaklúbbs Helgafells (áskrifendur tímaritsins Nýtt Helgafell) þannig
fengið margfalt árgjaldið beinlínis endurgreitt.
Félagsskírteini bókaklúbbs Helgafells eru send öllum áskrifendum ritsins í bréfi sem fylgir
póstkröfunni fyrir árgjaldi sl. árs, eða þeim hluta þess er þeir eiga ógreiddan, og innheimt verður
frá póststöðvum um allt land næstu daga. Til þess að njóta þeirra sérstöku kjara, sem klúbburinn
veitir þeim, verða áskrifendur að sýna skírteinið í afgreiðslu tímaritsins, Veghúsastíg 7, enda fást
bækurnar hvergi annars staðar afgreiddar. Þeir, sem búa utan Reykjavíkur sendi klúbbnúmer
sitt með bókapöntunum sínum.
Tímaritið Nýtt Helgafell kemur út á þessu ári með sama hætti og í fyrra, fjögur tímaritshefti
og auk þess fá áskrifendur Árbók skálda sem fylgirit. í ráði er að síðar komi ritið út annan
hvern mánuð. Alls verða ritin um 18 arkir, eða samsvarandi lesmáli 5—600 blaðsíðna bókar.
Áskriftarverð er eftir sem áður aðeins 120.00 og mun heftið ekki taka meiri auglýsingar en mest
4 síður innan kápu. Áskriftargjaldið mun á þessu ári verða innheimt í tvennu lagi og þessum
sáralitlu útgjöldum fylgja án aukakostnaðar og neinnar skuldbindinga um bókakaup, réttindi
þess að vera félagi bókaklúbbs Helgafells.