Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 37
BÓKMENNTIR
8G
einfaidasta tæki eins og kompás og nothæf-
ar upplýsingar frá fólkinu, sem trúði gagn-
rýnislaust á þessar áttir. Og það er ósigur
hins einstæða persónuleika fyrir sljóleik
fjöldans. Söguhetjan Þórbergur Þórðarson
hefir beðið margan kostulegan og sorglegan
ósigur í sjálfstæðisbaráttu sinni allt frá Bréfi
til Láru og fram í þessa bók, þrátt fyrir
vísindalega þrákelkni, útreiknuð klókindi
og ódrepandi sálarþrek. Sú tvísýna barátta
er inntakið í öllum sögum hans eins og
flestra annarra mikilla húmorista, sem hafa
sjálfa sig fyrir söguhetju. En rithöfundurinn
Þórbergur Þórðarson stendur alltaf með
pálmann í höndunum.
K. K.
Algild mannleg harmsaga
Halldór Kiljan Laxness: Brekku-
kotsannáll. Helgafell, 1957. Brekku-
kotsannáll er svo haglega samin bók, að
innri gerð hennar minnir helzt á geó-
metrískan hring. Áð vísu er sagan einkar
rúmgóð og búin fleiri innanstokksmunum, ef
svo má til orða taka, heldur en aðrar nýleg-
ar sögur höfundar. En hvort sem sögunni er
ætlað að vera aðfaranda lengra skáldverks
eða ekki, lokast hún um sjálfa sig, þar sem
Álfgrímur frá Brekkukoti er stiginn á skips-
fjöl og sér á eftir fóstra sínum og fóstru „hvar
þau leiddust heimáleið; í átt til krosshliðs-
ins okkar; heim í Brekkukot bæinn okkar
sem átti að jafna við jörðu á morgun." Þá,
en ekki fyrr, er ævisaga aðalhetju bókar-
innar, Gaxðs Hólms öll og fagurfræðilegu
lögmáli sögunnar þægt að fullu. Framhald
sögu Álfgríms er áður búið að segja, jafn-
framt sögu Brekkukots, að vísu með „öfug-
um forteiknum", svo að notað sé eitt eftir-
lætisorðtak höfundar. Hún er sá hulduhljóm-
ur sem berst sí og æ inn í friðsæld hins
reykvíska sveitaþorps af ferðum Garðars
Hólms. Drengurinn Álfgrímur og Garðar
Hólm eru tveir menn, en ein persóna skil-
greind á tvennan hátt eftir mótstæðum for-
teiknum.
Með nokkrum rétti mætti segja, að saga
Álfgríms væri rétthverfa sögunnar, en saga
Garðars Hólms ranghverfa hennar. Allt frá
því, að drengurinn man til sín hefir vitneskj-
an um hinn fræga og dularfulla frænda hans
verið leyndardómur tilverunnar, „leynilegt
aðal" bernsku hans, eins og hann kemst að
orði. Eftir að Garðar Hólm kemur fram á sjón-
arsvið sögunnar eru örlög þeirra órjúfan-
lega tengd. Drengurinn skilur það og spyrnir
við fótum, ímyndar sér að hann vilji ekki
verða annað en „grásleppukarl", en hlýtur
samt að feta í fótspor frænda síns, nema til
söngs og verða frægur maður úti í löndum
(frægðin er hér nokkurs konar áskapaður
eiginleiki eins og sönggáfan). Hann nýtur
ástar konu, sem elskar frænda hans, hann
gengur að lokum fram á leiksvið til að syngja
í stað frænda síns, þegar hann skerst í síð-
asta sinn úr leik. Um leið hefst ný saga
Garðars Hólms; honum er gefinn „second
chonce", eins og Englendingar komast að
orði: hann fær að byrja aftur í líki Álfgríms.
Brekkukotsannáll er harmsaga Garðars
Hólms og fagurfræðilega er rétt og viðeig-
andi, að hann taki sig af lífi. En hvað er þá
til marks um það, að saga drengsins eigi
sér framhald eftir öðru forteikni, en verði
ekki önnur harmsaga til eins og Brekku-
kotsannáll? Ekkert, nema hinar ólíku heim-
anfylgjur, hin gagnstæðu omines, sem
fylgja þeim frændum á brautu. Garðar Hólm
er keyptur til náms af Gúðmúnsens fólkinu
í auglýsingaskyni og svikinn svo sem auð-
ið er um endurgjaldið — og geldur fals við
lygi. En þegar gamla fólkið í Brekku-
koti hafnar stuðningi Gúðmúnsens við fóst-
urson þess og selur kotið til að koma honum
til náms, skilur feril hans og Garðars Hólms.
Lesandinn veit að sú heimanfylgja getur ekki
brugðizt.
Saga Garðars Hólms er að vísu algild
mannleg harmsaga, en hún er allt um það
átakanlega íslenzk saga um hinn eilífa
frægðardraum landans, sem úr eymd eða
fásinni leitar utan til að sigra heiminn, en
kemur aftur sigraður. Fyrir mörgum árum
reit höfundur smásögu af lóni Guðmunds-