Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 30
76
HELGAFELL
réttilega, að vísindalegar rannsóknir hafa
leitt í ljós, að vitundarlíf okkar byggist á
starfsemi heilans og taugakerfisins, og
benda því allar líkur til þess, að vitundin
muni slokkna, er þessari starfsemi lýkur.
Við höfum enga ástæðu til að ætla, að vit-
undarlíf sé mögulegt við aðrar aðstæður en
þær, sem við þekkjum, þótt höfundur bendi
réttilega á, að við getum ekki með öruggri
vissu neitað því, að svo sé. Ymislegt það,
sem gerist á miðilsfundum, mundi þó réttlæta
trú á annað líf, ef staðfest væri, að ekki
væru svik í tafli, og vísindin hefðu gefizt
upp á því að finna aðra lausn á eðli þess-
ara fyrirbæra en þá, að framliðnir menn
væru að verki. Rétt er þó að geta þess, að
fyrirbæri þessi gætu ekki réttlætt trú á eilíft
líf. Jafnvel þótt andarnir segðu okkur, að
við ættum eilíft líf fyrir höndum, gæti þeim
skjátlazt, og ekki er loku fyrir það skotið,
að þeir hafi gaman af að gera gys að okk-
ur af ásettu ráði. Brynjólfur Bjarnason hefur
rétt að mæla, er hann bendir á, að vísinda-
menn hafa gefið of lítinn gaum að þeim
fyrirbærum, sem andatrúarmenn telja ör-
ugglega staðfest. Eins og nú standa sakir
er ekki ástæða til að ætla, að eina skýring-
in á því, sem gerist á andafundum sé sú,
að menn komist þar í kynni við framliðna
menn. Getum við leyst „gátuna miklu"?
Svarið virðist einfalt í raun og veru. Það
er mjög ólíklegt, að vitund okkar lifi eftir
dauða líkamans, þótt ekki sé það ómögu-
legt. Svo kann að fara, að reynslan sýni
okkur fram á, að okkur hefði skjátlazt í van-
trúnni, sem á þessu stigi þekkingar okkar
er skynsamleg. Brynjólfur Bjamason viður-
kennir, að þetta sé rétt ályktun af þeim rök-
um, sem þegar hefur verið minnzt á. Þó telur
hann, að annarskonar rök séu fyrir hendi,
sem séu þyngri á metunum og réttlæti trú
á framhaldslíf. Ég tel röksemdafærslu hans
byggða á misskilningi, og munu nú tilfærð
orð hans sjálfs: „Mannsævin er þegar bezt
lætur 60-90 ár, mjög sjaldan lengri. Og það
mundi raunar ekki skipta neinu máli í þessu
sambandi, hvort hún væri eitt ár eða mörg
hundruð ár. Hún er í öllu falli sem auga-
bragð í eilífðinni, blossi, sem bregður fyrir
og hverfur á samri stund. Hvers virði er
slíkt líf? Eg hika ekki við að svara: Einskis-
virði. Hin líðandi stund, gleði hennar og
sorg, öðlast aðeins gildi í tengslum sínum
við það, sem varir, breytist sífellt, en v'arir
þó. Fyrir einstaklinginn verður heimurinn
til um leið og vitund hans kviknar, og líður
undir lok um leið og vitund hans sloknar. Þró-
un mannlífsins og alls, sem er fyrir hans dag
og eftir að hann hættir að vera til, kemur
honum ekki við. Barátta hans fyrir betra
heimi, fyrir hamingu barna hans og af-
komenda verður fánýt blekking. Öll verð-
mæti verða að engu jafnskjótt og maðurinn
gerir sér þess ljósa grein, að líf hans og vitund
sé aðeins blossi, sem verður til og deyr um
leið." (Gátan mikla, bls. 55.)
Óskhyggja og röknauðsyn
Brynjólfur Bjamason mælir skáldlega, og
minna orð hans á þjóðsönginn okkar. Við
megum þó ekki láta það blekkja okkur, þótt
mannsævinni sé líkt við blossa, „sem verður
til og deyr um leið", því við vitum mætavel,
að okkur, sem komumst til fullorðinsáranna,
er lífið meira virði en baminu, sem deyr í
fæðingunni. Rétt er að taka það fram, að
höfundur getur þess réttilega á bls. 65, að
leitin að lausn „gátunnar miklu" er leit að
sannleikanum. Óskir okkar um framhalds-
líf geta ekki staðfest þennan sannleika, og
þeir, sem telja framhaldslíf sér einskis virði,
afsanna á engan hátt, að þeir muni
„lifa eftir dauðann”. Þetta virðist deginum
ljósara. En sumir kunna að telja, að rétt sé
að leiða menn til trúar á framhaldslíf af sið-
rænum ástæðum, jafnvel þótt allar líkur
bendi til, að við eigum það ekki í vændum.
Við vitum öll, að stundum er talið rétt að
leyna menn sannleikanum. Höfundur styð-
ur þó ekki trú á annað líf á þessum gmnd-
velli, þar eð hann telur, að við eigum öll að
leita sannleikans í þessu efni. Það gagnar
lítið að segja við mann: „Það er öldungis