Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 16
Tvœr sögur
e f t i r
ERNEST HEMINGWAY
DAGLÖNG BIÐ
Hann kom inn í herbergið að loka glugg-
anum, áður en við fórum á fætur, og ég
sá að hann var laslegur. Hann var með
skjálfta og hvítur í framan, og hann geklc
hægt, eins og hann verkjaði að hreyfa
sig.
„Hvað gengur að þér, kútur?“
„Mér er illt í höfðinu.“
„Þér væri bezt að fara í rúmið aftur.“
„Nei, það er allt 1 lagi.“
„Farðu í rúmið. Ég lít inn til þín, þegar
ég er kominn á fætur.“
En þegar ég kom niður, var hann lclædd-
ur og sat við eldinn, sá var nú heldur en
ekki lasinn og vesæll níu ára drengur.
Þegar ég lagði hönd á enni hans, fann ég,
að hann var með hita.
„Farðu að hátta,“ sagði ég. „Þú ert
lasinn.“
„Það er allt í lagi,“ sagði hann.
Þegar lælcnirinn kom, mældi liann dreng-
inn.
„Hvað er hitinn,“ spurði ég.
„Hundrað og tvö stig.“
Niðri skildi læknirinn eftir þrenns konar
meðul í þrenns konar lyfjahúsum, sem
voru hvert með sínum lit, ásamt fyrirmæl-
um, hvernig ætti að nota þau. Eitt var
til að draga úr hita, annað var hægðalyf,
}>riðja átti að vinna bug á sýrumyndun.
Kvefsýklar, sagði læknirinn til að skýra
mál sitt, þrífast ekki, nema við ofmikla
sýrumyndun. Ekki varð betur séð en hann
þekkti kvefsótt út í æsar, hann kvað
enga þörf að ugga, ef hitinn færi ekki
upp úr hundrað og fjórum stigum. Það
væri væg lcvefsótt að ganga og enginn
hætta á ferðum, nema veikin snerist í
lungnabólgu.
Þegar ég kom upp, skrifaði ég hjá mér
hitastigið og tiltók hvenær ætti að gefa
hvert meðal.
„Á ég að lesa fyrir þig?“
„Þú mátt það, ef þú vilt,“ sagði dreng-
urinn.
Hann var mjög fölur og dökkir teigar
undir augunum. Hann lá kyrr í rúminu
og virtist mjög tómlátur um allt, sem fram
fór.
Eg las upphátt úr Víkingasögum
Howards Pyles; samt var mér ljóst, að
hann lagði ekki eyrun við því, sem ég
var að lesa.
„Hvernig líður þér, kútur?“ spurði ég.
„Alveg eins, enn sem komið er,“ sagði
hann.
Ég sat við fótagaílinn og var að lesa
með sjálfum mér, þangað til að því kæmi
að gel'a honum annað meðal. Honum hefði
verið næst að fara að sofa, en þegar ég
leit upp, var hann að liorfa í fótagaflinn,
og það var undarlega horft.