Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 6

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 6
52 HELGAFELL þessarar aldar, enda fer því fjarri, að menn geri sér almennt fulla grein íyrir því, jafnvel meðal mestu lýð- ræðisþjóða, hverjar eru hinor raun- verulegu forsendur írelsis og mann- réttinda. LOKIÐ ER FYRIR skömmu einu lengsta þingi, sem háð hefur verið hérlendis. Margt í störfum þess hefur verið með þeim hætti, að það hlýtur að vekja ugg þeirra, sem unna þeirri frelsishugsjón, sem íslendingar hafa talið sér einkum til ágætis. Ekki væri eins mikil ástæða til að hafa áhyggj- ur í þessum efnum, ef kommúnistum og vinstri stjórninni væri þar einni um að kenna, en út á sömu braut hefur verið farið áður, þótt í smærri stíl hafi verið. Einna furðulegast um starfshætti síðasta þings hefur verið hið full- komna ósamræmi á milli meðferðar þingmála annars vegar og mikil- vægi þeirra hins vegar. Ekki er fjarri sanni, að því mikilvægari og rót- tækari, sem mál hafa verið talin, Því minni sómi hefur þeim verið sýndur bæði í frágangi frumvarpa og þinglegri meðferð. Mikill hluti þingtímans var ládeyða, þar sem ríkti ýmist algert aðgerðaleysi eða menn þráttuðu um eyðingu refa og minka og önnur afdrifalítil málefni. En við og við var kyrrðin rofin, þegar hinum stóru frumvörpum ríkistjórn- arinnar var fleygt eins og víga- hnöttum í gegnum þingið. Þannig voru lögin um útflutningssjóð, sem gera ráð fyrir meiri skattlagningu en fjárlögin öll fyrir þremur árum, knúin í gegnum Alþingi á tveimur sólarhringum, enda áttuðu víst fæstir þingmenn sig á því, hvað yfir hafði dunið, fyrr en löngu seinna, hvað þá allur almenningur. Önnur mikil- væg frumvörp, einkum bankafrum- vörpin, voru afgreidd eins um- ræðu- og skýringarlítið og frekast var unnt. Með því að forðast þann- ig rækilegar og heiðarlegar um- ræður um hin mikilvægustu mál, hefur þingræðinu verið sýnd hættu- leg lítilsvirðing. Það er eitt megin- hlutverk þinga, hvernig sem skipuð eru, að tryggja gagngerðar umræður og athugun þeirra mála, sem fyrir þau eru lögð. Þingræðið er ekki að- eins til þess ætlað að gera mönnum kleift að kanna, hvert sé álit meiri- hlutans, heldur ekki síður til þess að sjá um, að sem flest sjónarmið komi fram í hverju máli. Ef allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar bak við tjöldin með samningum á milli flokka og hagsmunasamtaka, en Alþingi ekki ætlað annað hlut- verk en að gefa þeim formlegar staðfestingar, verður raunverulegt þingræði brátt úr sögunni. ANNAÐ ER EKKI síður varhuga- vert, en það er sú skoðun, sem mjög virðist ríkjandi meðal stjórnmála- manna, að úrslit þingkosninga séu hinn endanlegi dómur í flestum efn- um og gefi þeim takmarkalítinn rétt til afskipta af hverju sem er. Einn þingmaður hélt því fram við umræð-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.