Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 19

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 19
TVÆR SÖGUR 65 regni, en kötturinn var farinn. Henni féllst skyndilega hugur. Þernan leit framan í hana. „Ha perduto qualque cosa, Signora?“ „Það var köttur hérna?“ „Köttur?“ „Si, il gatto.“ „Köttur,“ sagði þernan hlæjandi. Kött- ur úti í rigningu?“ „Já,“ sagði hún, „undir borðinu.“ Og enn: „Mig langaði svo mikið í hann. Mig lang- aði í kött.“ Þegar hún fór að tala ensku, varð þernan ströng á svip. „Ivomið þér frú,“ sagði hún. „Við verð- um að fara inn. Þér farið að vökna. „Ég býst við því,“ sagði ameríska stúlk- an. Þær fóru malarstíginn aftur og inn um dyrnar. Þernan dokaði við fyrir utan til að loka regnhlífinni. Þegar ameríska stúlk- an fór fram hjá skrifstofudyrunum, hneigði húsráðandi sig við skrifborð sitt. Stúlkan fann fyrir einhverju örsmáu og saman- krepptu innan í sér. Fyrir sjónum hús- bóndans fannst lienni hún vera agnarlítil en engu að síður mikils virði. Sem snöggv- ast fannst henni hún vera fyrir öllu. Hún fór upp á loft og opnaði herbergisdyrnar. Georg lá á rúminu og var að lesa. „Fanstu köttinn“? spurði hann og lagði frá sér bókina. „Hann var farinn.“ „Hvert ætli hann hafi farið,“ sagði hann og var að hvíla sig í augunum frá lestri. Hún settist á rúmið. „Mig langaði svo mikið í hana,“ sagði hún. „Ekki veit ég, hvers vegna mig lang- aði svona mikið í hana. Mig langaði í þessa veslings kisu. Það er ekkert sældarbrauð fyrir veslings kisu úti í rigningunni.“ Georg var farinn að lesa aftur. Hún gekk sig til og settist fyrir framan spegilinn við snyrtiborðið og fór að skoða sig með handspegli. Hún athugaði vanga- svip sinn, hvorn um sig á víxl. Síðan athug- aði hún hnakkasvipinn og hálsinn aftan frá. „Heldurðu, að það væri ekki heillaráð að ég léti hárið vaxa,“ spurði hún og leit aftur á vangasvipinn. Georg leit upp og sá snoðklipptan hnakka eins og á dreng. „Ég hallast að því að hafa það eins og það er.“ „Ég verð svo leið á því,“ sagði hún. „Ég verð svo leið á að líta út eins og strákur.“ Georg bylti sér á rúminu. Hann hafði ekki litið af henni, frá því að hún byrjaði að tala. „Þú lítur bara ljómandi vel út.“ Hún lagði spegilinn frá sér á snyrti- borðið og gekk yfir að glugganum og leit út. Það var farið að dimma. Ég vil strjúka hárið aftur slétt og fellt og binda stóran hnút í hnakkanum, sem ég get þreifað á,“ sagði hún. Ég vil eiga kött og láta hann sitja í kjöltunni á mér og mala, þegar ég strýk honum. „Já, einmitt það,“ sagði Georg. „Og ég vil sitja til borðs og borða með hnífapörum sem ég á sjálf og ég vil hafa kerti. Og ég vil það sé vor og vil bursta á mér hárið fyrir framan spegil og ég vil kött og ég vil eitthvað nýtt að fara í.“ „Æ þegiðu og fáðu þér eitthvað að lesa,“ sagði Georg. Hann var farinn að lesa aftur. „Hvað sem öðru líður, vil ég fá kött,“ sagði hún. „Ég vil fá kött. Ég vil fá kött undir eins. Þó ég megi ekki ganga með sítt hár eða gera mér neitt til gamans, þá má ég fá kött.“ Georg var ekki að hlusta. Hann var að lesa bók sína. Konan hans horfði út um gluggann á ljósinu, sem búið var að kveikja á torginu. Það var drepið á dyr. „Avanti,“ sagði Georg. Hann leit upp úr bókinni. Þernan stóð í dyragættinni. Hún hélt á stóru kattarlíkani fast við barm sér og lét það hanga niður. „Afsakið,“ sagði hún. „Húsbóndinn bað mig að færa frúnni þetta.“ K. K. þýddi.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.