Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 44

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 44
90 HELGAFELL þess, — en mundum við flest ekki heldur viljct eiga heima annarsstaðar? Engin tónlist verður góð af því einu að bera „þjóðlegan" blæ, og með öðrum þjóðum flestum er blómatími „nationalismans" í tón- list liðinn hjá. En hér á landi er þessu annan veg farið. Ymis af hinum yngri tónskáldum hafa lagt mikla stund á raddsetningar þjóð- laga, en önnur hafa lagt sig eftir anda þeirra og eðli, án þess að hirða mjög um að vinna úr einstökum lögum. Sú leið er tvímælalaust frjórri og líklegri til heilla, ef skapandi gáfa er annars vegar. Hljómsveitartilbrigði við rímnalag eftir Árna Björnsson er að mörgu leyti vel samið verk, en formgalli á stefinu sjálfu setur svip sinn á flest eða öll tilbrigðin og skemmir verkið í heild. „Draumur vetrarrjúpunnar", sinfónískur þáttur um mynd Kjarvals, eftir Sigursvein D. Kristinsson er einnig byggður á þjóðlaga- stefi. Það er verk, sem hlýtur að vekja virðingu þeirra. sem meta vönduð og samvizkusamleg vinnubrögð, og þó hygg ég, að það gæti notið sín en betur en varð að þessu sinni. I skýringu vitnar höfundur til „vetrarrjúpu þeirrar, sem Kjarval hefir dreg- ið upp „nákvæmlega eftir forskrift vinar síns, listaskáldsins góða" — eins og H. K. Laxness hefir komizt að orði um myndina —", m. ö. o.: Jónas, Kjarval, Laxness, Sigursveinn. — Er þetta ekki óþarft lítillæti, að því er varðar sjálfstætt gildi tónlistarinnar? Verkið sjálft mundi standa jafngott eftir, þótt þessari ætt- færslu rjúpunnar væri sleppt með öllu. Hallgrímur Helgason átti tvö verk á efnis- skrá hátíðarinnar. „Suita arctica" er flokkur sex íslenzkra þjóðlaga, sem höfundurinn hefir búið í „nútímabúning strokhljómsveit- ar". Búningurinn er helzti íburðarmikill fyrir þessi einföldu lög og vekur virðingu fyrir elju og lærdómi höfundar fremur en sanna hrifningu. Svipað má segja um „Inngangs- þátt og fúku" fyrir strengjakvartett, sem samkvæmt skýringu höfundar varð til í frum- drögum, meðan „sjórinn niðaði sitt eilífa perpetuum mobile í C-dúr, og fuglarnir sungu fjölskrúðugar yfirraddir, vanstilltum krómatískum kór". Sá sem aflasælastur hefir orðið á miðum hinnar þjóðlegu tónerfðar af þeim tónskáld- um, sem hér um ræðir, er vafalítið Jón Nordal. Hann hefir látið einstök þjóðlög eiga sig að mestu eða öllu, en honum hefur tekizt að verulegu leyti að handsama anda þeirra og blæ og samhæfa lýtalausri tón- smíðatækni í nútímastíl í ágætu verki, þar sem er „Sinfonietta seriosa". Þetta er að dómi þess, er þessar línur ritar, athyglis- verðasta verk hátíðarinnar, þaulhugsað og unnið, hugmyndarík og á margan hátt glæsí- leg tónsmíð, sem mundi vinna mjög á við nánari kynni. Verkið var áður flutt undir nafninu „Bjarkamál" á tónleikum, sem haldnir voru fyrir Friðrik Danakonung í fyrra, og naut sín þá engu síður en nú. I stíl nýja tímans voru einnig verk yngstu tónskáldanna: Sónata fyrir óbó og klarinett, samin 1954, eftir Magnús Bl. Jóhannesson, skýrt og vel samið verk innan þeirra þröngu takmarka, sem þessi hljóðfæraskipun setur, og Tríó fyrir blásara, „tólftónverk", eftir Leif Þórarinsson. Hið svonefnda „tólftónamúsik" ryður sér nú allmjög til rúms víða um heim, en mjög eru deildar meiningar um ágæti hennar. Ef til vill er þetta „það, sem koma skal", en undirritaður verður að játa vcm- getu sína til að meta þetta verk eftir ekki nánari kynni. Á hátíðinni komu fram margir ágætustu einsöngvarar og einleikarar okkar, sem of langt yrði upp að telja, þrír kórar, strengja- kvartett Björns Ólafssonar og loks Sinfóníu- hlómsveit Islands undir stjóm Olavs Kiel- lands. Allir þessir aðilar höfðu leyst af hendi mikið og gott starf við undirbúning tónleik- anna, enda var flutningur þeirra mjög vel heppnaður og fyllilega sambærilegur við það, sem bezt gerist á samskonar hátíðum erlendis. Um allar framkvæmdir hvíldi hiti og þungi dagsins á stjórn Tónskáldafélags Islands, og þá fyrst og fremst á framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, Skúla Halldórssyni tón-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.