Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 50

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 50
96 HELGAFELL og Borgia í þjóðsögunni, boðið hinum ofurmenn- unum, keppinautum sínum, til veizlu og látið byrla þeim eitur undir borðum? . . . Helgafell hefir áður birt smákafla úr sjálfs- ævisögu Arthurs Köstlers, The Invisible Writing. Eftirfarandi kafli lýtur að ástand- inu í Sovétríkjunum 1932—3, en Köstler dvaldi þá þar í landi. Á máli hins opinbera var ekkert hallæri. Það var einungis nefnt í dulbúnum athugasemdum um „erfiðleika á vígstöðvum samyrkjufram- kvæmdarinnar“. Trudnesty — erfiðleikar — er eitthvert algengasta orð á Sovét-mállýzku, það er til þess haft að gera sem minnst úr hverskon- ar hörmungum, þó að afrek séu aftur á móti ýkt úr öllu hófi. Sovétborgarinn skilur t. d. undir eins að „stórkostlegur sigur byltingaraflanna í Bret- landi“ muni þýða, að Kommúnistaflokkur Bret- lands hafi aukið atkvæðamagn sitt um svo sem hálft prósent, en „vissir erfiðleikar í sambandi við heilbrigðisástandið í Birobidjan“, þýði aftur á móti að kólera geisi í því fylki. í vor sem leið birtist í Stúdentablaðinu viðtal við ungverskan stúdent, sem stundar nám hér við Háskólann. Leyfir Helgafell sér að birta eftirfarandi kafla úr viðtalinu. 1951 lauk ég námi í [tekniskum skóla]. Þá fékk ég styrk til þess að fara til Leningrad og læra námuverkfræði við háskólann þar. Eg var sem sagt fyrirmyndarunglingur, einn af 2000 sér- staklega útvöldum Ungverjum, sem sendir voru á skóla í Sovétríkjunum. í Leningrad einni vor- um við 300 landar. Ætlunin var að ala okkur vel og vandlega upp í sjálfu móðurríkinu, svo að við snerum allir heim þægir og ötulir kadarar. Flest- ir Ungverjanna lögðu stund á pólitísk fræði í samræmi við það. Ég naut afbragðskennslu, enda mun skóli þessi í fremstu röð í ýmsum greinum austan tjalds a. m. k. Aftur á móti voru skyldufögin manni fjötur um fót. Mér þótti meira en lítið undarlegt, svo að ekki sé meira sagt, að þurfa að eyða 4 misser- um til þess að læra pólitíska hagfræði og öðrum 4 handa M-L, en hvorug þessara greina snerti námsgrein mína hið minnsta, heldur tafði bein- línis námið. T. d. var mun ríkari áherzla lögð á M-L en stærðfræði; þannig að lélegur prófárang- ur í þeim fræðum dró heildareinkunn meira nið- ur en hliðstæð frammistaða í stærðfræði. Frá- drátturinn var meiri. Þannig var þetta líka orð- ið heima, svo að ég var nærri fallinn á stúdents- prófi vegna lágrar einkunnar í M-L, þrátt fyrir góða útkomu í öðrum greinum. í Ungverjalandi sleppur enginn undan þessum fræðum; eftir lang- an vinnudag urðu verkamenn, jafnt ungir sem gamlir, að sækja alls konar námskeið fram eftir öllum kvöldum. Þá má ekki gleyma einni skyldunámsgreininni i Leningrad, en það var hermennskuþjálfunin og hernaðarlist. Meðan á skólaárinu stóð, var heill átta stunda dagur í hverri viku tekinn í hernað- arkennslu, og urðum við alls að ljúka 8 prófum í þeirri göfugu grein. Af sumarleyfi okkar var svo klipinn heill mánuður, sem við urðum að eyða við raunhæfa hernaðarfræði í herbúðum. í augum Rússa var allt þetta skyldunám orð- inn sjálfsagður hlutur eftir 35 ára ríkisuppeldi. Maður fer á fætur, þegar sólin kemur upp, og maður hlýðir skipunum ríkisins án gagnrýni. Um annað er ekki að ræða. Ég hélt fyrst, að fólkið væri ánægt með þetta, engum virtist mislíka r.eitt. Það var ekki fyrr en 1953, að glöggt kom í Ijós, að þetta voru tóm hræðslugæði. Þá fór nokk- uð að bera á óánægju, enda var það ár mikilla breytinga. Fyrir þann tíma var ekki minnzt á útlenda fræðimenn í námsbókum. Allar uppfinn- ingar voru rússneskar, öll vísindi áttu uppruna sinn að rekja til Rússlands. Þetta er varla hægt að kalla patríótisma, heldur var það eitthvað eitt- hvað miklu meira, e. k. manía. Okkur Ungverj- unum fannst rússnesk háskólaæska gersamlega gagnrýnislaus gagnvart námsbókunum. Hún gleypti við öllu, hinum furðulegustu firrum trúði hún að fullu. Allt rússneskt var satt og gott og rétt; allt annað var rangt. Hin austur-evrópsku ríkin fengu ekki einu sinni að jóta sannmælis í þeim efnum, sem þau höfðu skarað fram úr. Satt að segja litu Rússar niður á okkur fyrir vestan sig; við vorum hálfgildings barbarar í þeirra augum. Þeir voru aldir upp við hið nýja kerfi og voru bara að hjálpa okkur nýliðunum að stíga fyrstu skrefin í áttina til sannrar menn- ingar. Komsomol, æskulýðsfylkingin, skipulagði alla „félagsstarfsemi" innan skólans. Það var eina fé- lagið, sem leyfi hafði til að starfa þar. Einn flokk- ur — eitt félag — annað kom ekki til mála, enda datt engum annað í hug. Þannig skyldi það vera samkvæmt lögmálinu, þannig var það líka, og þá var allt klappað og klárt. Ekki fá allir að gerast félagar í Komsomol, og hinir útskúfuðu verða e. k. „týndir menn“.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.