Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 48

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 48
94 HELGAFELL Maria á bekk með klámskáldskap, og sennilega munu aeðimargir líta svo á, að það hljóti yfirleitt að hafa verið heldur treggáfað fólk, sem ekki fann til neinnar gleði í hjarta sínu við að hlusta á Álfakóng Schuberts. Reyndar mundu ekki marg- ir fást til að staðhæfa, að Goethe hafi verið sér- lega vitgrannur maður eða öðrum verr innrætt- ur, en slíkt breytir ekki neinu. Lífið fer sínu fram, hvort sem er, og verðbréfin, sem Schubert gaf út og ekki seldust fyrir pappírnum, hafa hækkað í verði, svo að um munar. Það er jafn- vel hugsanlegt, að áður en lýkur þurfi hinn frægi Álfakóngur ekki framar á nafni Goethes að halda. * * * Á öld tækninnar og lífsþægindanna, í ríki alls- nægtanna, höfuðborg íslands, berst ungur lista- maður fyrir tilveru sinni. Hann hefur sig lítt í frammi við valdsmenn, en aftur á móti hefur hann lyft stórum björgum úr fjörunni fyrir neð- an braggann sinn og mjakað þeim inn á vinnu- stofuna, þar sem hann hefur meitlað í þau mynd- ir eða höggvið þau til, eftir því sem andinn blés honum í brjóst. En verðbréf hans eru enn á lág- gengi. Fólk allsnægtanna finnur sjaldnast púðr- ið í því, sem hann er að gera, og það, sem hon- um liggur á hjarta, er jafnfjarri hug þess og söngvar Schuberts íbúum Vínarborgar forðum. * * * Á hæðunum fyrir austan Laugarnes er komin reisuleg bygging. Þar er gömlu skútukörlunum og öðrum þeim, er fastast sóttu sjóinn hér áður, ætlað að njóta útsýnis yfir flóann sinn og sund- in bláu undir Esjunni, sem veittu þeim hlé að afstöðnum þungum róðri undan hörðum byljum. Þaðan sjá þeir líka lengra fram, hvar úthafsald- an brotnar á yztu skerjunum. En þeir eru komn- ir í var, og það er þjóðinni hamingja að hafa búið þeim fagurt heimili. — Mörgum þeirra mun þó þægifeg vist á stássheimili verða bland- in nokkrum trega, og vissulega munu þeir oft renni að nýju löngunaraugum út á skeiðvöll æfin- týranna. Minningar um miklar hættur, sem verða svo ljúfar, þegar frá líður, og þungar fómir, sem enn svíður eftir í sálinni, leita fastast á þá, sem sjálfir eru komnir heilir í höfn. Og sennilega verður þeim tíðast hugsað til félaganna, sem ekki náðu landi, og þess vegna er „klökkvi í kveðj- unni“, eins og þar stendur. * * * Myndhöggvarinn á Laugamestanga er sjó- mannssonur. Ekkert mundi hug hans andstæðara en að óvirða föður sinn eða þá menn aðra, er sótt hafa snauðu búi lífsbjörg í greipar Ægis. En í hans augum hefur landið okkar aldrei verið gervihólmi, þar sem hreiður íbúanna eru varin af fjölmennu brunaliði. Þjóð hans, sú er hann þekkir til, hefur byggt harðbýlustu eyju norður- hvelsins, með íshafsvinda gnauðandi á berum klöppum, og hún hefur orðið að leita sér flestra fanga um æði torsóttan veg, þar sem umræður um fullkomið öryggi mundu hafa litizt næsta skoplegar. Þegar líf og starf þessara manna er haft fyrir sjónum, mun flestum koma fremur í huga sæbarinn drangur en prúðbúin hetja í kvik- mynd. Og enn einu sinni hefur listamaðurinn ráðizt í það á eigin spýtur að lyfta sjóstroknum kletti inn á vinnustofu sína og höggva í þennan harða stein eina af þeim kyrrlátu myndum, er sóttu á hug hans úr lífi sjómannsins, hins svarakalda og fróma landvarnarmanns. Og hann hefur af mildi fátæktar sinnar afhent dvalarheimili aldraðra sjómanna þessa mynd, ef þeir kynnu að vilja horfa á hana og hún mætti verða til þess að rifja upp fyrir þeim liðin ævintýr, sem fráleitt munu leita þá uppi hér í síðustu höfn. * * * Það hafa ekki, svo vitað sé, borizt nein mót- mæli frá hetjum hafsins gegn þessu athæfi lista- mannsins. En þau hafa komið því harðari úr annarri átt. Þjóðskáld gervihólmans hóf þar fyrst- ur upp raust sína, líkt og Goethe forðum, og ber fram, eins og hann, mótmæli vegna allra þeirra, sem vondir listamenn hafa smáð um leið og þeir hafa viljað gerast frægir af nöfnum þeirra. Þessi ómynd er að hans dómi lítillækkandi fyrir sjó- mannastéttina. Hér átti vitanlega að koma nýr Skúli fógeti! * * Við innganginn að Dvalarheimili aldraðra sjó- manna stendur nú veglegur drangur og horfir lengst innan úr hrjúfum grásteinshjúpi út á haf- ið, þar sem húsráðendurnir þræddu sinn ævin- týraveg og háðu tvísýnar orustur við ofurefli, hin römmu náttúruöfl, án þess þó að bíða ósigur. Hann er gerður af traustu efni og hvorki veður né vindar munu vinna á honum að sinni. En eig- um við þá ekki einnig að vona, að hann fái með líkum hætti staðið af sér þá hallærisrómantíkusa, sem nú heimta hann fluttan á brott eins og þeir hafa áður reynt að rýja þessa borg flestum þeim verðmætum, sem líklegust voru til að auka veg hennar og hamingju? R. J.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.