Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 42

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 42
, . , , ,,,* „Fyrsta hljómleikahátíð íslenzkra tón- islenzk fcnlisfarnatio Skálda" var haldin síðustu dagana í apríl með fornlúðrablæstri og talsverðum trumbuslætti, svo sem við var að búast og segja má að til heyri. Á þrennum tónleikum voru flutt yfir 30 tónverk, smá og stór, eftir 22 núlifandi höfunda, og má gera ráð fyrir, að hér hafi komið fram nokkum veginn rétt mynd íslenzkrar tónsmíði, með þeim þroska, sem hún hefir náð á síð- ustu árum. Við efnisval hátíðatónleikanna virtist hafa ráðið mestu það sjónarmið, sem eflaust má styðja gildum rökum, að koma að sem allra flestum höfundum. Þess vegna bar óeðlilega mikið á einstök- um smálögum, sumum áður alþekktum, en öðrum, sem litla hug- mynd gáfu um hæfileika og getu höfunda sinna. Svipur tónleik- anna yfirleitt varð af þessum sökum harla losaralegur, og vafa- líiið hefði hátíðin í heild orðið veigameiri og eftirminnilegri, ef önn- ur stefna hefði orðið ofan á í þessu efni. Það er ekki nýjung, sem fram kemur í ávarpi formanns Tón- skáldafélagsins, Jóns Leifs, í efnisskrá hátíðarinnar, að „íslenzk tónsmíð nær þegar yfir allar stíltegundir hinnar alþjóðlegu tón- menntar, allt frá stíl Hdndels og Bachs að nýjustu tilraunum hinn- ar konkretu og elektrónisku tónlistar." Enda þótt slíkar almennar staðhæfingar séu jafnan fremur hæp- in vísindi, má þó með sanni segja, að tónsköpun síðustu 250 ára speglast í samtímatónsmíð íslenzkri með ótrúlegri fjölbreytni. Þetta mun varla geta talizt tónlist okkar til gildis í sjálfu sér en er þó með vissum hætti vaxtar- og þroskamerki, — við erum hér að reyna að gera það sama og á svo mörgum öðrum sviðum: að byggja upp á fáum áratugum, það sem aðrar þjóðir hafa gert á öldum. — Vafalítið er þessi „yfirgangur" nauðsynlegur, áður en Islendingar verða líklegir til að leggja mikið sjálfstætt til málanna á alþjóðavettvangi tónlistar, og starf þeirra manna, sem hér hafa lagt hönd á plóginn við hin erfiðustu skilyrði, verður naumast of- metið.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.